Myndlistarfélagið – Vestmannaeyjabær 100 ára

Í dag klukkan 16 verður opnuð athyglisverð sýning í sal Tónlistarskólans. Þar sýna félagar í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja og kalla þau sýninguna „Vestmannaeyjabær 100 ára“ sem er vel við hæfi nú þegar við minnumst þess að 100 ár eru frá stofnun Vestmannaeyjakaupstaðar. Goslokasýningin er stærsti sýningarviðburður Myndlistarfélagsins ár hvert. Sýningarstjóri er Gunnar Júlíusson. Allir velkomnir og […]

Afmælishátíð á Skansinum

Á morgun, föstudag, hefst dagskrá á Skanssvæðinu með sýningu Leikhópsins Lottu á Litlu hafmeyjunni kl. 15:30. Sýningin tekur um eina klst. Í framhaldi af henni, eða kl. 16:30, hefst afmælishátíðin þar sem eftirfarandi flytja stutt ávörp: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- sveitastjórnarráðherra, Eliza Reid forsetafrú, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóra, Arnar Sigurmundsson f.h. […]

Leikhópurinn Lotta á skansinum

Vakin er athygli á sýningu Leikhópsins Lottu á Litlu hafmeyjunni á morgun, föstudaginn 5. júlí, kl. 15:30 á Skanssvæðinu. Sýningin er í boði Ísfélagsins. Um er að ræða frábæra leiksýningu sem hefur notið vinsælda um land allt. Sýningin verður á Skanssvæðinu og í beinu framhaldi hefst 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar á svæðinu. Tónlist, […]

Mitt á milli í Safnaðarheimilinu

Gíslína Dögg Bjarkadóttir, listakona tók stóra ákvörðun í vetur þegar hún ákvað að helga sig listinni eingöngu. Um leið sýndi Gíslína að hún er ekki kona einhöm því áður hafði hún breytt úr hefðbundna málverkinu yfir í grafík en viðfangsefnið er það sama, konan sem hefur verið áberandi í verkum hennar og myndir þar sem […]

Lífsviljinn og lífsgleðin í myndum mínum

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2019, Viðar Breiðfjörð sýnir verk sín í Cratious-krónni á Skipasandi og verður sýningin opnuð klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldið. Verkin á sýningunni hefur Viðar unnið á síðustu tveimur árum auk verka sem hann hefur unnið í sumar. „Mín myndlist eru þakkir fyrir að vera á lífi,“ sagði Viðar sem var staddur á Þórshöfn […]

Ringo, Bowie, Davíð Oddsson og fagrar eyjar

Í dag klukkan 17.30 opna Hulda Hákon og Jón Óskar sýningu í Einarsstofu sem þau kalla fjallið eina. Það er ekki í fyrsta skipti sem þau listahjón slá saman en verkin eru eins ólík og þau eru mörg. Og þær eru margar persónurnar og náttúrumyndirnar sem birtast í myndum þeirra. Þar koma m.a. við sögu […]

Hraðskákmót TV á laugardaginn

Taflfélag Vestmannaeyja heldur hraðskákmót í skákheimilinu að Heiðarvegi 9  laugardaginn 6. júlí nk. Mótið stendur frá kl. 11.00 -13.00 . Umhugsunartími á skákinu   5 mín. + 3 sek. á hvern leik, en þessi tími er algengur á hraðskákmótum.   Öllum heimil þátttaka. (meira…)

Tolli sýnir í flugstöðinni

Fimmtudaginn 4. Júlí verður opnuð sýning á nýjum olíumálverkum eftir Tolla á Vestmannaeyjaflugvelli. Boðið verður upp á léttar veitingar þann 4 júlí frá 16-18:30 Sýningin er samvinnuverkefni Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og Tolla. Sýningin hefur ferðast um landið síðan fyrsta sýningin var opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum í september í fyrra. Auk Egilsstaða og nú Vestmannaeyja hefur […]

75 verk á 75 ára afmælinu

Sigurfinnur Sigurfinnsson, myndlistarmaður og kennari verður með sýningu á verkum sínum í Akóges um Goslokahelgina. Hann fagnaði nýlega 75 ára afmæli og ákvað með góðum fyrirvara að fagna tímamótunum með 75 verka sýningu. Það gengur eftir en ekki leit vel út um tíma, hann fékk alvarlegt hjartaáfall en það frekar hvatti hann en latti til […]

Umbrotatímar með Svabba Steingríms í Svölukoti

Svavar Steingrímsson, pípulagningameistari, lífskúnstner með meiru verður með athyglisverða sýningu í Svölukoti við Strandveg um goslokahelgina. Sýningin verður opnuð klukkan 18.00 á fimmtudaginn og kallast Umbrotatímar með Svabba Steingríms sem eru ljósmyndir sem Svavar tók í gosinu 1973. Sindri Ólafsson, dóttursonur Svavars valdi myndirnar í samráði við afa sinn og vann þær undir prentun. „Í […]