Goslokahátíð: Sunnudagur – myndir

Í gær lauk Goslokahátíð Vestmannaeyja en þétt og mikil dagskrá var alla helgina. Dagskrá dagsins í gær hófst í Landakirkju en fjöldi fólks kom þar saman til þess að taka þátt í göngumessu. Seinna um daginn var sirkus í Íþróttahúsinu fyrir börn og unglinga og í Sagnheimum var Tyrkjaránið til umræðu. Dagskráin kláraðist svo í […]
Sunnudagur – Dagskrá dagsins

11:00 – 13:00 Göngumessa frá Landakirkju, boðið upp á súpu og brauð. 13:00 – 14:30 Íþróttamiðstöðin: Cirkus Flik Flak – barna- og unglingasirkus frá Danmörku sýnir. 13:00 – 16:00 Stakkagerðistún: Sprell – leiktæki á bílaplani Geisla við Stakkagerðistún. 13:00 – 14:00 Sagnheimar: Adam Nichols, prófessor við Marylandháskóla kynnir áður óþekktar hugmyndir um ástæður Tyrkjaránsins. Auk þess fjallar Karl Smári Hreinsson um nýjar þýðingar á Reisubók sr. […]
Gakktí Bæinn – Arkitektúr og byggingarsagan fyrir gos

Gakktí Bæinn er grafísk sögusýning sem fjallar um uppbyggingu og arkitektúr í Vestmannaeyjum fyrir Heimaeyjargosið 1973. Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli sveitarfélagsins verður sýning á einföldum húsateikningum í grafískum stíl í Fiskiðjuhúsinu að Ægisgötu 2, laugardag og sunnudag sjötta til sjöunda júlí frá 13.00 til 17.00. „Sýningin verður upp sett með þeim hætti að […]
Traust og virðing er ekki sjálfgefin heldur áunnin

Síðasta vetur, þegar ljóst var í hvað stefndi með klofningsframboð, komu margir að máli við mig og minntust síðasta klofnings úr Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Það var árið 1994. Ég var 12 ára gömul og var þá fjarri því að spá nokkuð í stjórnmálum. Mér var sagt að reiðin og heiftin hefði verið mikil og enn […]
Myndlistarfélagið – Vestmannaeyjabær 100 ára

Í dag klukkan 16 verður opnuð athyglisverð sýning í sal Tónlistarskólans. Þar sýna félagar í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja og kalla þau sýninguna „Vestmannaeyjabær 100 ára“ sem er vel við hæfi nú þegar við minnumst þess að 100 ár eru frá stofnun Vestmannaeyjakaupstaðar. Goslokasýningin er stærsti sýningarviðburður Myndlistarfélagsins ár hvert. Sýningarstjóri er Gunnar Júlíusson. Allir velkomnir og […]
Afmælishátíð á Skansinum

Á morgun, föstudag, hefst dagskrá á Skanssvæðinu með sýningu Leikhópsins Lottu á Litlu hafmeyjunni kl. 15:30. Sýningin tekur um eina klst. Í framhaldi af henni, eða kl. 16:30, hefst afmælishátíðin þar sem eftirfarandi flytja stutt ávörp: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- sveitastjórnarráðherra, Eliza Reid forsetafrú, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóra, Arnar Sigurmundsson f.h. […]
Leikhópurinn Lotta á skansinum

Vakin er athygli á sýningu Leikhópsins Lottu á Litlu hafmeyjunni á morgun, föstudaginn 5. júlí, kl. 15:30 á Skanssvæðinu. Sýningin er í boði Ísfélagsins. Um er að ræða frábæra leiksýningu sem hefur notið vinsælda um land allt. Sýningin verður á Skanssvæðinu og í beinu framhaldi hefst 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar á svæðinu. Tónlist, […]
Mitt á milli í Safnaðarheimilinu

Gíslína Dögg Bjarkadóttir, listakona tók stóra ákvörðun í vetur þegar hún ákvað að helga sig listinni eingöngu. Um leið sýndi Gíslína að hún er ekki kona einhöm því áður hafði hún breytt úr hefðbundna málverkinu yfir í grafík en viðfangsefnið er það sama, konan sem hefur verið áberandi í verkum hennar og myndir þar sem […]
Lífsviljinn og lífsgleðin í myndum mínum

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2019, Viðar Breiðfjörð sýnir verk sín í Cratious-krónni á Skipasandi og verður sýningin opnuð klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldið. Verkin á sýningunni hefur Viðar unnið á síðustu tveimur árum auk verka sem hann hefur unnið í sumar. „Mín myndlist eru þakkir fyrir að vera á lífi,“ sagði Viðar sem var staddur á Þórshöfn […]
Ringo, Bowie, Davíð Oddsson og fagrar eyjar

Í dag klukkan 17.30 opna Hulda Hákon og Jón Óskar sýningu í Einarsstofu sem þau kalla fjallið eina. Það er ekki í fyrsta skipti sem þau listahjón slá saman en verkin eru eins ólík og þau eru mörg. Og þær eru margar persónurnar og náttúrumyndirnar sem birtast í myndum þeirra. Þar koma m.a. við sögu […]