Þakkir frá Minningarsjóði Gunnars Karls

„Tuttugu  yndislegir hlauparar spreyttu síg í Reykjavíkurmaraþoninu um síðastliðna helgi og söfnuðu í leiðinni áheitum fyrir Minningarsjóðinn og þvílíkur dagur! Söfnunin fór langt fram úr væntingum og erum við óendanlega þakklát fyrir framlag hlauparanna, þeim sem hétu á þau og allra sem hvöttu áfram á hliðarlínunni og sendu góðar hugsanir,“ segir á FB-síðu Minningarsjóðs Gunnars […]

ÞAÐ ER SPENNANDI AÐ VERA BRENNANDI

LANDAKIRKJA

Aglow konur hlakka til  að hittast aftur eftir sumarfrí. Fyrsti Aglowfundur  haustsins verður miðvikudagskvöldið  4. september kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og við byrjum samveruna með hressingu og svo syngjum við og eigum samfélag saman.  Konur á öllum aldri eru sérstaklega velkomnar.  Við ætlum að fjalla um það hvaða […]

Þórhallur sendir frá sér fimmtu ljóðabókina

Ljóðabókin, Um yfirvegaðan ofsa eftir Þórhall Helga Barðason er fjölbreytt að að efnisvali, allt frá stuttum einlægum ástarljóðum og tileinkunum í langa absúrd prósa. Glens er ekki langt undan. Allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Hér er velt upp stórum sem smáum spurningum um lífið og tilveruna. Bókin kom út í sumar en Þórhallur […]

Komin heim þegar við fluttum til Eyja

Svava féll fyrir Vestmannaeyjum – Sjómannskona í hótelrekstri: Svava Gunnarsdóttir og Stefán Birgisson hafa búið í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Þau koma frá Siglufirði og byrjuðu búskap fyrir norðan. Þrjú af börnum þeirra eru fædd á Siglufirði en tvö þau yngstu í Vestmannaeyjum. Eftir heimsókn árið 1990 var ákveðið að flytja til Eyja og sjá […]

Veganesti sem enginn tekur frá okkur

Ávarp nýstúdents – Jón Grétar Jónasson á þjóðhátíðardaginn: Góðan dag kæru gestir. Ég er hér kominn hér fyrir hönd nýstúdenta Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum til að flytja útskriftarræðuna. Þann 25. maí síðastliðinn rann upp sá dagur sem við höfum beðið spennt eftir, enda lagt á okkur mikla vinnu til að ná þessum áfanga. Það er því tilefni […]

Björgunarsveitin var kölluð út

Magdalena Jónasdóttir útskrifaðist í vor úr Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Hún segir aðspurð um hvað standi upp úr eftir skólagöngu hennar í GRV að hún hafi átt mjög viðburðarrík og frábær ár í GRV. ,,Með öllum vinum mínum og samnemendum stendur mikið upp úr eftir skólagöngu mína. Tíundabekkjar skólaferðalagið verður þó líklegast það eftirminnilegasta þar sem við […]

Eyjalögin og Geirmundur koma mér alltaf í gott skap

Gísli Valtýsson, prentari, ritstjóri og ábyrgðarmaður Frétta/ Eyjafrétta mætti til leiks á Fréttum árið 1982 og þar var vinnustaður hans til tuga ára.  Áður starfaði hann sem smiður hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og líkaði prýðilega þar. En einn góðan veðurdag komu til hans Arnar Sigurmundsson og Sigurður Jónsson, kennari, og buðu honum í bíltúr. Þeir tveir […]

Á heimleið úr ríkinu þegar kallið kom

Í grein sem birt var á mbl.is kemur fram að Helgi Tors­ham­ar var á leið heim úr rík­inu þegar sím­inn hans hringdi og hon­um var boðið pláss í meðferð á Hlaðgerðarkoti. Hann afþakkaði boðið. Ætlaði að fresta því enn um sinn að taka til í lífi sínu en eitt­hvað varð til þess að hon­um sner­ist […]

Arna í Þögn Eyjamaðurinn

Spennandi að sjá hvað kemur næst   Hljómsveitin Þögn tók þátt í úrslitakvöldi Músíktilrauna síðastliðinn laugardag. Hljómsveitin er einungis skipuð stelpum en þær höfðu tekið þátt í undankepppninni þann 9. mars en komust ekki áfram. Í vikunni fyrir úrslitakvöldið tilkynnti dómnefnd hvaða tvö atriði auka atriði kæmust áfram í vali dómnefndar og í þetta sinn voru […]

ELÓ – Annað sæti í úrslitum músíktilrauna og FIT höfundaverðlaun

Elísabet Guðnadóttir tók þátt í úrslitum músíktilrauna um helgina og landaði þar öðru sætinu ásamt því að hljóta höfundaverðlaun FIT sem er félag tónskálda og textahöfunda. Er þetta í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í músíktilraunum, en músíktilraunir eru ætlaðar fólki á aldrinum 13-25 ára þar sem flutt eru frumsamin lög. Af hverju ELÓ […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.