Aglow konur hlakka til að hittast aftur eftir sumarfrí. Fyrsti Aglowfundur haustsins verður miðvikudagskvöldið 4. september kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og við byrjum samveruna með hressingu og svo syngjum við og eigum samfélag saman. Konur á öllum aldri eru sérstaklega velkomnar. Við ætlum að fjalla um það hvaða gjafir við höfum til að bera. Mikilvægt er að uppgötva þær gjafir og hæfileika(talentur) sem Guð hefur skapað mig/þig með. Vanræktu ekki náðargjöfina sem þér var gefin 1. Tímóteusarbréf 4.14.
Fyrir hvað stendur Aglow ? Aglow hreyfingin snertir líf milljóna kvenna og karla um alla heim. Aglow hópur hefur starfað í Eyjum í þrjátíu og fjögur ár. Orðið Aglow þýðir að glóa eða brenna og er tekið úr Rómverjabréfinu 12.11 þar sem stendur; .. verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. Árið 1967 komu fjórar konur í Seattle í Bandaríkjunum saman og töluðu um þörfina á að styrkja konur úr mismunandi kirkjudeildum, biðja saman og ná til annarra kvenna. Aglow hópar eru starfandi í yfir 170 löndum á fjögur þúsund stöðum. Ég hef hitt konur frá öllum heimshornum á alþjóðlegum ráðstefnum Aglow.
Það sem vakti áhuga minn var að sjá kraftmiklar konur tilbúnar að framganga með djörfung á framandi slóðum. Aglow hefur unnið gegn mansali, í fangelsum og meðal þurfandi kvenna víða. Mikil fræðsla um Islam og Ísrael og samskipti fólks, stöðu karla og kvenna. Karlahópar hafa risið upp sem og starf fyrir yngra fólk. Mikil áhersla er á að biðja fyrir nærumhverfi sínu og hafa konur hér farið reglulega í bænagöngu til að biðja fyrir Eyjum. Við höfum fund fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði, byrjum á hressingu og spjalli, síðan syngum við og svo er fræðsla eða frásögn. Stundum fáum við gesti á fundina.
Í Eyjum er starfandi bænahópur sem hittist vikulega meirihluta ársins. Margar okkar sem störfum í Aglow höfum fundið þar stað til að vaxa og styrkjast andlega í öruggu umhverfi. Þar finnum við fyrir kærleika Guðs. Við höfum séð konur snertar og læknast fyrir bæn. Aglowkonur í Eyjum hafa átt einstakt kærleikssamfélag og hefur verið yndslegt að finna einingu í Kristi og að það skiptir ekki máli hvaða kirkju við sækjum.
Á haustmánuðum hefur Aglow boðið upp á ráðstefnu/fræðsluhelgi og núna verður boðið upp á fræðslu og samfélag 27. – 28. september í Reykjavík. Aglow konur koma saman víðs vegar af landinu. Sjá https://aglow.is/<< Ráðstefnan er opin öllum konum og væri gaman að fjölmenna frá Eyjum. Það eru allar konur velkomnar á næsta Aglow fund í Eyjum. Þar munt þú kynnast hugrökkum konum og fá uppörvun og hvatningu. Þú munt öðlast tækifæri til að þroska og nýta þær gjafir sem Guð hefur þegar gefið þér. Ég hlakka til að sjá ykkur sem flestar.
Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir, formaður Aglow Vestmannaeyjum.
Næstu Aglow fundir ; 4. september, 2. október, 6. nóvember og 4. desember sem er jólafundur.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst