Þetta er mín hugleiðsla og er afskaplega gefandi og gaman

Bjartey Gylfadóttir man ekki eftir sér öðruvísi en að hafa haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur myndlist og gerði hún mikið af því að teikna og mála myndir þegar hún var barn. Það var svo árið 2002, þá 19 ára gömul sem hún fór á sitt fyrsta myndlistarnámskeið og byrjaði í kjölfarið að mála og […]

Við erum enn 100 árum seinna með áhyggjur af samgöngum

Í gær 22. nóvember var haldinn hátíðarfundur í Bæjarstjórn í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis bæjarins. Þar voru kynntir viðburðir í tilefni tímamótanna þar sem vonandi allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í máli mínu á fundinum kom ég inn á að þrátt fyrir að komin séu 100 ár frá því að við fengum kauptaðaréttindi […]

N1 opnar nýja verslun við Friðarhöfn

N1 opnaði með formlegum hætti nýja verslun sína við Friðarhöfn í gær, þriðjudag. Verslunin er öll hin glæsilegasta og bíður upp á aukið vöruúrval frá því sem áður var í verslununum tveimur sem nú sameinast. Til að mynda í efnavöru, vinnufatnaði og rekstrarvöru ýmiskonar. Þá hefur úrval kaffidrykkja verið aukið til muna og hægt að […]

Ólgan í pólitíkinni

Það er ólga í bæjarpólitíkinni í Vestmannaeyjum þessa dagana. Það ætti engum að dyljast það sem á annað borð fylgist með umræðunni. Í henni eru stóru orðin sjaldnast spöruð og því er ekki nema von um að fólk spyrji mig hvort allt sé hreinlega að verða vitlaust. Meiri- og minnihlutinn hafa vissulega tekist á, meira […]

Höfum áhrif – Rafbílavæðum Vestmannaeyjar

Undirritaður hefur sent Vestmannaeyjabæ ábendingu undir verkefninu „Viltu hafa áhrif?“ Nú þegar hyllir undir að fyrsta rafdrifna ferjan á Íslandi hefji siglingar milli lands og Eyja, og fyrsta varmadæluverkefnið á Íslandi, sem nýtir sér varma sjávar til upphitunar á heilu bæjarfélagi hefjist, þá tel ég að Vestmannaeyjar geti orðið fyrirmynd annarra bæjarfélaga hvað varðar vistvæna […]

Vel heppnað útgáfuhóf Gísla

Bókin Níu líf Gísla Steingrímssonar er komin út og var útgáfuhóf í Eldheimum í gærkvöldi. Gísli kynnti bókina sína í gær og las upp úr henni en það var Sigmundur Ernir Rúnarsson sem tók hana saman. Í hófinu söng Rósalind Gísladóttir nokkur lög og boðið var uppá léttar veitingar, virkilega vel heppnað útgáfuhóf. (meira…)

Aukið umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á þriðjudaginn var farið yfir umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna. Umferðarhópur leggur til að bætt verði úr öllum umferðarmerkingum við leikskólana og skólabyggingar Vestmannaeyjabæjar. Yfirfara allar skiltamerkingar, eldri merki verða endurnýjuð og bætt við ef vantar. Mála í götuna 30km umferðarhraða þar sem það á við. Setja upp ljósaskilti við gangbrautir […]

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Sunnudaginn 18. nóvember verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til þessarar athafnar í sjöunda sinn og er hliðstæð athöfn víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Þóranna M. Sigurbergsdóttirmun segja sögu sína í athöfnini, en hún missti son sinn, Sigurjón Steingrímsson, […]

Fjör og alvara í Ásgarði um helgina

Sjálfstæðisfélögin bjóða velunnurum sínum upp á fræðslu í sveitarstjórnarmálum líðandi stundar laugardaginn nk. 17. nóvember kl. 17:00. Þær stöllur Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Helga Kristín Kolbeins leiða fræðsluna og tvinna saman aðferðafræði í sveitarstjórn við líðandi stund í pólitíkinni hér í Eyjum. Mikið hefur gengið á þessa fyrstu mánuði kjörtímabilsins og því ekki verra að […]

Níu líf Gísla Steingrímssonar – Útgáfuhóf í Eldheimum

Bókin Níu líf Gísla Steingrímssonar er komin út og er útgáfuhóf í Eldheimum í kvöld. Gísli kynnir og les úr nýrri bók sinni Níu líf Gísla Steingrímssonar, ævintýramanns úr Eyjum sem Sigmundur Ernir Rúnarsson tók saman. Í hófinu mun Rósalind Gísladóttir einnig syngja nokkur lög. Það er bókaútgáfan Veröld sem gefur út þetta einstaka rit. Í kynningu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.