N1 opnar nýja verslun við Friðarhöfn

N1 opnaði með formlegum hætti nýja verslun sína við Friðarhöfn í gær, þriðjudag. Verslunin er öll hin glæsilegasta og bíður upp á aukið vöruúrval frá því sem áður var í verslununum tveimur sem nú sameinast. Til að mynda í efnavöru, vinnufatnaði og rekstrarvöru ýmiskonar. Þá hefur úrval kaffidrykkja verið aukið til muna og hægt að […]
Ólgan í pólitíkinni

Það er ólga í bæjarpólitíkinni í Vestmannaeyjum þessa dagana. Það ætti engum að dyljast það sem á annað borð fylgist með umræðunni. Í henni eru stóru orðin sjaldnast spöruð og því er ekki nema von um að fólk spyrji mig hvort allt sé hreinlega að verða vitlaust. Meiri- og minnihlutinn hafa vissulega tekist á, meira […]
Höfum áhrif – Rafbílavæðum Vestmannaeyjar

Undirritaður hefur sent Vestmannaeyjabæ ábendingu undir verkefninu „Viltu hafa áhrif?“ Nú þegar hyllir undir að fyrsta rafdrifna ferjan á Íslandi hefji siglingar milli lands og Eyja, og fyrsta varmadæluverkefnið á Íslandi, sem nýtir sér varma sjávar til upphitunar á heilu bæjarfélagi hefjist, þá tel ég að Vestmannaeyjar geti orðið fyrirmynd annarra bæjarfélaga hvað varðar vistvæna […]
Vel heppnað útgáfuhóf Gísla

Bókin Níu líf Gísla Steingrímssonar er komin út og var útgáfuhóf í Eldheimum í gærkvöldi. Gísli kynnti bókina sína í gær og las upp úr henni en það var Sigmundur Ernir Rúnarsson sem tók hana saman. Í hófinu söng Rósalind Gísladóttir nokkur lög og boðið var uppá léttar veitingar, virkilega vel heppnað útgáfuhóf. (meira…)
Aukið umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á þriðjudaginn var farið yfir umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna. Umferðarhópur leggur til að bætt verði úr öllum umferðarmerkingum við leikskólana og skólabyggingar Vestmannaeyjabæjar. Yfirfara allar skiltamerkingar, eldri merki verða endurnýjuð og bætt við ef vantar. Mála í götuna 30km umferðarhraða þar sem það á við. Setja upp ljósaskilti við gangbrautir […]
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Sunnudaginn 18. nóvember verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til þessarar athafnar í sjöunda sinn og er hliðstæð athöfn víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Þóranna M. Sigurbergsdóttirmun segja sögu sína í athöfnini, en hún missti son sinn, Sigurjón Steingrímsson, […]
Fjör og alvara í Ásgarði um helgina

Sjálfstæðisfélögin bjóða velunnurum sínum upp á fræðslu í sveitarstjórnarmálum líðandi stundar laugardaginn nk. 17. nóvember kl. 17:00. Þær stöllur Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Helga Kristín Kolbeins leiða fræðsluna og tvinna saman aðferðafræði í sveitarstjórn við líðandi stund í pólitíkinni hér í Eyjum. Mikið hefur gengið á þessa fyrstu mánuði kjörtímabilsins og því ekki verra að […]
Níu líf Gísla Steingrímssonar – Útgáfuhóf í Eldheimum

Bókin Níu líf Gísla Steingrímssonar er komin út og er útgáfuhóf í Eldheimum í kvöld. Gísli kynnir og les úr nýrri bók sinni Níu líf Gísla Steingrímssonar, ævintýramanns úr Eyjum sem Sigmundur Ernir Rúnarsson tók saman. Í hófinu mun Rósalind Gísladóttir einnig syngja nokkur lög. Það er bókaútgáfan Veröld sem gefur út þetta einstaka rit. Í kynningu […]
ÍBV semur við markmann og markaskorara

Skrifað var undir samninga við tvo leikmenn sem munu ganga í raðir ÍBV fyrir næsta tímabil og spila með meistaraflokki karla. Jonathan Glenn skrifaði undir samning við ÍBV sem gildir út árið 2020. Glenn kom fyrst til félagsins árið 2014 og fór héðan til Breiðabliks, hann spilaði hjá Fylki á nýafstöðnu tímabili þar sem hann […]
Ókeypis blóðsykursmæling í Apótekaranum í dag

Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við hjúkrunarfræðinga frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og Apótekarans bjóða ókeypis blóðsykursmælingu í húsnæði Apótekarans í dag, fimmtudaginn 15. nóvember, milli klukkan 15 og 17. Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim […]