Grímuball Eyverja – verðlaun, gleði og glaðningur

Hið árlega grímuball Eyverja verður haldið með hefðbundnum hætti á þrettándanum, 9. janúar, í Höllinni kl. 14. Miðaverð er 500 krónur. Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin með glaðningi. Veitt verða verðlaun fyrir flotta búninga og líflega framkomu, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)
Orkuverðskrá innleidd í Vestmannaeyjum þann 1. janúar 2026

Um áramótin munu HS Veitur breyta fyrirkomulagi verðskrár hitaveitunnar í Vestmannaeyjum úr magnverðskrá í orkuverðskrá. Breytingin er gerð í þágu heimila og atvinnulífs í Vestmannaeyjum með það að markmiði að tryggja sanngjarnari dreifingu kostnaðar, hvetja til orkunýtni og endurspegla betur raunverulega notkun hvers og eins. Með breytingunni verður kostnaður viðskiptavina óháðari því framrásarhitastigi sem er […]
Tímamót hjá Gröfuþjónustunni Brinks ehf.

Þann 19. desember síðastliðinn skrifuðu Gröfuþjónusta Brinks ehf. og Þjótandi ehf. á Hellu undir kaupsamning vegna sölu á fyrrnefndu félagi. Þjótandi ehf. er félag í eigu hjónanna Ólafs Einarssonar og Steinunnar Birnu Svavarsdóttur. Gröfuþjónustan Brinks ehf. hefur verið starfrækt í Vestmannaeyjum í tvo áratugi en þann 14. desember síðastliðin fagnaði félagið 20 árum í rekstri. […]
Tíu fjölskyldur í Eyjum fá matarúttekt

Krónan hefur afhent Landakirkju jólastyrk sem safnað var fyrir í söfnun Krónunnar og viðskiptavina á aðventunni og mun hann nýtast tíu fjölskyldum í Vestmannaeyjum. Með söfnuninni bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. Viðskiptavinir Krónunnar í Vestmannaeyjum, ásamt Krónunni söfnuðu […]