Sigurjón Þorkelsson skákmeistari Vestmannaeyja

Skak 20250309 160210

Skákþingi Vestmannaeyja 2025 sem hófst 2. febrúar sl. lauk  9. mars . Keppendur voru 10 og voru tefldar níu umferðir og tók hver skák yfirleitt 2-3 klst. Mótið fór fram í skákheimili Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9  á sama  stað og skákkennsla  barna  sem TV  annast  fer fram   á mánudögum kl. 17.30-18.30. Skákstjóri var Sæmundur […]

Mars Aglowsamvera í kvöld

Mars Aglow samveran verður í kvöld  5.  mars  kl. 19.30 í safnaðarheimili Landkirkju. Því miður féll febrúarfundurinn niður vegna veðurs – rauð viðvörun um allt land. Við stefnum að því að hafa mars fundinn á svipuðum nótum og febrúarfundurinn átti að vera.      Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu,  syngum saman  og  heyrum […]

Landeyjahöfn allt árið

landeyjah_her_nyr

Það er óásættanlegt með öllu að heil atvinnugrein sé nær óstarfhæf 6 mánuði á ári. Verðum við ekki að standa saman í baráttu fyrir því að nauðsynlegar bætur á Landeyjahöfn verði settar í forgang? Það er hvergi betra skemmtilegra og fallegra en í Eyjum frá apríl og fram í september. Bærinn iðar af lífi, við […]

Sigurjón og Sæþór Ingi á toppnum

Skak Kennsla Tv Ads

Skákþing Vestmannaeyja 2025 hófst 2. febrúar í skákheimili TV við Heiðarveg og eru keppendur 10 talsins. Tefldar verða níu umferðir, 60 mín. tímamörk á keppenda + 30 sek, á leik. Hver skák tekur yfirleitt 2-3 klst. Nú er að mestu lokið við sjö umferðir af níu og eru nú efstir, Sigurjón Þorkelsson, margfaldur Vestmannaeyjameistari og […]

Nú mun kosta að henda garðaúrgangi!

Vestmannaeyjar eiga mjög skýr landamæri og landsvæði ekki mikið. Þegar einhver sýnir af sér sóðaskap hér og skaðar umhverfið verður fólk því fljótt áskynja og því tel ég það eitt af okkar meginverkefnum hér í Vestmannaeyjum að búa vel um hnútanna í sorpmálum. Í hinu stóra samhengi Flokkun á rusli hér á Íslandi er sannarlega […]

Þurfti að fara í kalt bað eftir að vinna 70 milljónir

lotto

Tveir skiptu með sér fimmföldum fyrsta vinningi í Lottó um síðustu helgi og fengu tæpar 40 milljónir hvor og höfðu báðir keypt miðana í Lottóappinu. Annar þeirra var í bíltúr ásamt dóttur sinni þegar síminn hringdi og sagði þegar hann sá að það var Íslensk getspá: „Hva, eru þau að hringja í mig? Ég skulda […]

Semja um kaup á vinnslubúnaði fyrir laxasláturhús

IMG 7584 2

Laxey og Ístækni hafa undirritað samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir sláturhús fyrirtækisins í gæðaframleiðslu á landeldislaxi. Lausnin tryggir fyrsta flokks meðhöndlun hráefnis frá upphafi til enda ferilsins og stuðlar að hámarksgæðum lokaafurðar. Samningurinn nær yfir afhendingu og uppsetningu alls vinnslubúnaðar, allt frá slátrun að flokkunarlínu. Tækin samanstanda af blæði-/kælitanki, handslæingarlínu, auk þvottakerfis fyrir sjálfvirk […]

Mikil innviðaskuld dregur úr lífskjörum landsmanna

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynna nýja skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi á fundi í Kaldalóni í Hörpu kl. 12-13.30 í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.  Helstu niðurstöður skýrslunnar eru: Mikil innviðaskuld dregur úr lífskjörum landsmanna. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Það […]

Opinn fundur með Áslaugu Örnu

Aslaug Arna Ads 25

Í dag, þriðjudaginn 11. febrúar, ætlar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins að heimsækja Vestmannaeyjar en hún stendur fyrir opnum súpufundi í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Allir eru hjartanlega velkomnir til þess að ræða mikilvæg málefni er varða stöðu flokksins, framboðið og ekki síst málefni Vestmannaeyja. Fundurinn hefst kl. 12:00 en […]

Litla Mónakó: Ný sölumet slegin í Eyjum

Óhætt er að segja að fasteignamarkaðurinn í Eyjum byrji með látum í byrjun árs. Þetta staðfestir m.a Halldóra fasteignasali í nýlegu viðtali við Eyjafréttir. Veltan hefur verið óvenjulega mikil m.v árstíma og hafa nú þegar verið sett nokkur sölumet. Dýrasta íbúðin í Foldahrauni / Áshamri (ekki nýbygging ) seld á 46.000.000kr Áshamar 65 Dýrasta 100 […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.