Konunglega teboðið færist

Konunglega teboðið sem átti að vera kl. 14:00 á morgun, laugardag, færist til um einn dag vegna veðurs. Konungalega teboðið verður á sunnudaginn 2. nóvember kl. 15:00, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Sunnudag kl. 15:00 Sagnheimar: Konunglegt teboð. Guðný Ósk Laxdal heldur erindi um dönsku konungsfjölskylduna en Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander þar […]
Sjá um gangbrautavörslu í skammdeginu

Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja hefja á mánudaginn næstkomandi gangbrautavörslu við nokkrar fjölfarnar gangbrautir í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann og hvetja elstu nemendur til að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan og jákvæðan hátt. Í tilkynningu frá Grunnskóla Vestmannaeyja og Landsbankanum segir að […]
Allraheilagramessa í Landakirkju

Allraheilagramessa verður í Landakirkju sunnudaginn 2.nóvember kl. 20.00. Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja munu flytja Requem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar eru Sólbjörg Björnsdóttir og Geir Jón Þórisson. Matthías Harðar leikur á orgel og Kitty Kovács stjórnar. Á allraheilagramessu minnumst við þeirra sem látist hafa í Vestmannaeyjum eða verið jarðsettir í kirkjugarði Vestmannaeyja síðastliðna […]
Örfá sæti eftir á Dömukvöld ÍBV!

Dömukvöld handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið á morgun, föstudaginn 31. október í Golfskálanum. Húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl 20:30, segir í tilkynningu frá dömukvöldsnefnd handknattleiksdeildar ÍBV. „Glæsilegir smáréttir frá Vöruhúsinu. Nammibarinn verður á sínum stað. Veislustjóri er eyjamærin Hrund Scheving. Einar Ágúst kemur til okkar og tekur lagið. Kvöldið endar með því að […]
Safnahelgin hefst á morgun

Safnahelgin er fram undan og menningarlífið í Eyjum fer á fullt þegar söfn, gallerí og menningarhús bæjarins sameinast í fjölbreyttri og líflegri dagskrá. Gestir geta notið ljósmyndasýninga, tónleika, bókakynninga og fræðandi erinda, auk þess sem opnar vinnustofur og sýningar bjóða upp á einstaka innsýn í list og sögu Eyjanna. Safnahelgin er orðin fastur liður í […]
Ársþing SASS: Farsæld barna og byggðaþróun í brennidepli

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) stendur nú yfir í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi. Um 100 fulltrúar frá öllum 15 sveitarfélögum á Suðurlandi sækja þingið, ásamt alþingismönnum, starfsmönnum samtakanna og öðrum opinberum starfsmönnum. Meginmarkmið þingsins er að móta sameiginlegar tillögur og ályktanir í hagsmunagæslu fyrir landshlutann í heild. Á þinginu í ár er sjónum […]
Lífleg skákkennsla hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja er hafin og hefur farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Taflfélagi Vestmannaeyja. Kennslan hófst um miðjan september og fer fram á laugardögum frá kl. 10:30–12:00 í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9, á jarðhæð. Á haustönn 2025 hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag þar […]
Hélt fyrst að þetta væri grín

Fyrsti vinningurinn í Lottó um síðustu helgi hljóðaði upp á heilar 172.467.020 krónur og var hann sá stærsti hingað til. Af þeim 16.892 vinningshöfum sem fengu vinninga voru tveir spilarar þó heppnastir allra er þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu hvor um sig rúmlega 86,2 skattfrjálsar milljónir, segir í tilkynnnigu frá Íslenskri Getspá. […]
ASÍ gagnrýnir harðlega niðurskurð og samráðsleysi stjórnvalda

Formannafundur Alþýðusambands Íslands 2025 lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu efnahags- og kjaramála og gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að velta byrðunum yfir á heimilin og tekjulægstu hópana. Áhyggjur af stöðu efnahagsmála Formannafundur ASÍ 2025 gagnrýnir harðlega niðurskurðarstefnu og samráðsleysi stjórnvalda og segir ríkisstjórnina ganga á réttindi og kjör launafólks. Formannafundur lýsir yfir vaxandi áhyggjum af stöðu […]
Helgi Bernódusson: Vestmann(a)eyingur

Það vekur athygli þegar Vestmannaeyjablöðin eru lesin að þar eru íbúar Eyjanna oftast nefndir og skrifaðir „Vestmann-a-eyingar“, gagnstætt málfræði- og stafsetningarreglum og enn fremur eðlilegum framburði. Enginn segir *Vestmann-a-eyingur í eðlilegu tali, heldur „Vestmann-eyingur“. Hér er að verki sú regla í íslensku máli að viðskeytið „-ingur“ tekur oftast aðeins tvö atkvæði á undan sér og […]