Makríllinn vannýttur

Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins […]

Tíu fjölskyldur í Eyjum fá matarúttekt

Krónan hefur afhent Landakirkju jólastyrk sem safnað var fyrir í söfnun Krónunnar og viðskiptavina á aðventunni og mun hann nýtast tíu fjölskyldum í Vestmannaeyjum. Með söfnuninni bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. Viðskiptavinir Krónunnar í Vestmannaeyjum, ásamt Krónunni söfnuðu […]

Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út?

Johann Ingi Ads IMG 4231 (1)

Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á […]

Nýir raforkustrengir komnir í rekstur

Í dag var stigið stórt skref í raforkusögu Vestmannaeyja þegar Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 voru teknir í rekstur. Fram kemur í tilkynningu frá Landsneti að með tilkomu nýju strengjanna eykst afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja og sjá nú þrír öflugir sæstrengir Vestmannaeyjum fyrir rafmagni. „Ég vil óska íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum til hamingju með þennan […]

Kveikjum neistann virkar

Einar Gunnarsson, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja skrifar pistil um reynslu sína af Kveikjum neistann verkefninu. Eftir 23 ár í skólastarfi, bæði sem kennari og skólastjórnandi, hef ég séð mörg verkefni koma og fara í íslensku skólakerfi. Kveikjum neistann kom inn í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir fimm árum þegar ég var aðstoðarskólastjóri og get ég fullyrt að það […]

Íslenskum hagsmunum fórnað í makrílsamningi

Utanríkisráðherra tilkynnti í dag að hún hefði undirritað samning við Bretland, Noreg og Færeyjar um skiptingu hlutdeildar á milli ríkjanna fjögurra í makríl. Samkomulagið gildir til ársloka 2028. Ekki er um heildstæðan samning strandríkja í makríl að ræða því utan samnings standa Grænland og Evrópusambandið, segir í tilkynningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir jafnframt […]

Ábending frá Herjólfi

Dýpi og aðstæður til dýpkunar hafa verið óhagstæðar undanfarnar vikur og spá fyrir næstu daga er jafnframt óhagstæð. Dýpkun hefst um leið og aðstæður leyfa. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Siglingaáætlun Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 […]

Stuðningsmaður ÍBV með 13 rétta

Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fá þeir í sinn hlut tæpar 1.6 milljónir króna. Annar tipparinn er úr Vestmannaeyjum og styður ÍBV en hinn úr Reykjavík og styður við bakið á Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík. Báðir tippararnir tippuðu á að Arsenal myndi vinna Wolves og glöddust yfir tveim […]

Að halda áfram….

Krabbavörn Vestmannaeyja stóð fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell fimmtudaginn 20. nóvember. Ljósagangan er til að sýna samstöðu, samveru, samtakamátt og til að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein En í fyrra mættu um eitt hundrað manns í frábæru veðri. Ákveðið var að gangan yrði farin í hvaða veðri sem er, […]

Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2025 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. desember og sent víðsvegar um land.  JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls., sama stærð og 2024,  sem  eru er stærstu og efnismestu Jólablöð Fylkis frá upphafi útgáfu þess fyrir 76 árum. Meðal efnis í blaðinu er hugvekja Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar, sóknarprests í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.