Saga af Þorsteini Inga bróður og fleirum

-Árni Sigfússon rifjar upp flutning til Reykjavíkur – Hann er höfundur þjóðhátíðarlagsins 1978, Ágústnótt og á textann líka Hér er minning um prófessorinn og bróður minn Þorstein Inga. Hún tengist flutningi okkar frá Eyjum og fyrsta árinu í Reykjavík. Við fjölskyldan fluttum frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur þegar ég var 12 ára gamall, um sumarið 1969. Þorsteinn Ingi […]

Gleðilega hinsegin daga – um allt land

Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, […]

Víglundur Þór Þorsteinsson – Þakkir á afmælisdegi

Eitt af því sem mestu skiptir um hvort söfn dafni eða deyi er alúð og ástríða þeirra sem þar starfa. Með því á ég ekki einungis við fasta starfsmenn safnsins hverju sinni, þótt þeir skipti vissulega miklu. Ég á ekki síður við alla þá sem með einum eða öðrum hætti rétta safninu hjálparhönd, hvort heldur […]

Stolt siglir fleyið mitt

Í vor tók stjórn Herjólfs ohf. þá ákvörðun að fjölga ferðum Herjólfs úr sjö í átta á tímabilinu 1. Júlí til 11. Ágúst til að svara vaxandi eftirspurn en farþegum og bílum hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár. Dregið úr biðlistavanda Við heimamenn höfum undanfarin ár fundið vel fyrir aukinni sumarumferð með ferjunni með tilheyrandi […]

„Við þurfum góða vegi en líka öfluga fjölmiðla“

Viðtal við Ómar, ritstjóra Eyjafrétta í Austurglugganum fimmtudaginn 18. júlí. Ómar Garðarsson fór út á vinnumarkaðinn í Seyðisfirði síldaráranna. Eftir að síldin brást festi hann rætur í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur síðan ílengst. Hlutirnir þróuðust þannig að hann varð ritstjóri staðarmiðilsins Eyjafrétta. Austurglugginn hitti Ómar og ræddi við hann um starf héraðsfréttablaðamannsins, minningar af […]

Höfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli

20230610 164205

Það er ástæða til að gleðjast fyrir okkur Sunnlendinga, en með samþykkt Alþingis 22. júní sl. annars vegar lög um Náttúruverndarstofnun og hins vegar lög um Umhverfis- og orkustofnun er ákveðið að höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar verið á Hvolsvelli. Þetta er stór tíðindi fyrir íbúa í Rangárþingi eystra og okkur öll. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs […]

Tyrkjaránsdagar í dag og á morgun

DSC 0127 (2)

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 397 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu […]

Stígandi áhyggjur listaverks

Skipulagsmál hafa verið fyrirferðamikil í stjórnsýslu sveitarfélaga til langs tíma. Það eru vonbrigði fyrir okkur í minnihlutanum þegar sjónarmiðin sem hafa gilt um skipulagsmál í sveitarfélaginu, eigi ekki að gilda um göngustígagerð í Eldfelli. Aðdragandinn Ég verð að viðurkenna mikla meðvirkni sem ég féll í sumarið 2022 þegar hugmyndin að listaverkinu kom fyrst fram í […]

Það er dýrt að spara orkuna fyrir ríkið

Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur […]

Náttúruperlur eru gríðarlegt verðmæti.

Ferðamálasamtökin mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu stórskipahafnar í Brimnesfjöru og viðlegukants við Löngu. Raskanir á þessu svæði fordæma Ferðamálasamtökin þar sem fyrirhugaðar eru óafturkræfar aðgerðir sem munu skyggja á stærstu og merkustu kennileiti Vestmannaeyja, innsiglinguna og Heimaklett! Í kjölfar slíkra framkvæmda telja samtökin það eingöngu tímaspursmál hvenær byggð yrðu upp stór mannvirki á þessum svæðum sem myndu skaða enn frekar þessa mögnuðu náttúru. Ferðamálasamtökin gera […]