Geðlestin í Eyjum

Geðlestin

Í tilefni af Gulum september* ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni en núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og […]

Ný byrjun hjá Vinum í bata

Landakirkja Safnadarh

Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér Tólf-sporin sem lífsstíl. Við höfum verið á andlegu ferðalagi með öðru fólki og falið Guði að vera leiðsögumaðurinn. Við höfum fundið að vinna okkar í tólf- sporunum hefur leitt lækningu og bata inn í líf okkar og verið andleg vakning. Við notum vinnubók sem heitir Tólf […]

Vinningshafa vísað frá sölustað

Hann þurfti aðeins að hafa fyrir hlutunum rúmlega sjötugi maðurinn sem var einn með allar tölur réttar í Lottó um síðustu helgi. Hann keypti vinningsmiðann á N1 við Borgartún en lét athuga á öðrum sölustað, nokkrum dögum seinna, hvort vinningur leyndist á miðanum. Þegar Lottókassinn sendi frá sér vinnings-fagnaðarlætin sem alla spilara dreymir um að […]

Aldrei mælst jafnmikið af sandsíli

Sandsili Ads Hafro

Þann 30. ágúst lauk leiðangri á Bjarna Sæmundsyni HF 30 þar sem rannsakað var ástand sjávars, sæbjúgna og sandsílis. Í ár var mesti þéttleiki sandsíla frá upphafi (mynd 1), en sandsíli hefur verið vaktað frá árinu 2006. Í leiðangrinum voru tekinn sýni með sandsílaplóg á þremur svæðum, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða. […]

Samfylking heldur opna fundi um húsnæði og kjaramál

KRISTRUN JOHANN HRINGFERD MYND

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður boða til opins fundar í Vestmannaeyjum 7. september. „Við hlökkum til að eiga samtöl við heimamenn um húsnæðismálin, kjörin og málefni fjölskyldna,“ segir Kristrún en fundirnir eru liður í umfangsmiklu málefnastarfi flokksins um allt land. Málin verða rædd yfir ljúffengri súpu á Tanganum í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. […]

40 ára tilraun sem mistókst

gea_opf

Nýtt kvótaár hófst í dag og mér varð hugsað til þess, að þegar kvótakerfið var sett á 1984 þá var ég aðeins 19 ára gamall og ekki byrjaður í útgerð og kannski má að mörgu leyti segja að stærsta vandamálið við að breyta þessu fáránlega kvótakerfi sé einmitt unga fólkið í dag sem einfaldlega skilur þetta […]

Með 78 milljóna vinning

lotto_logo

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar um síðustu helgi og fékk fyrir vikið óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna sem er einn stærsti lottóvinningur síðustu vikna. Í samtali við starfsfólk Íslenskrar getspár kom í ljós áhugaverð saga á bak við valið á vinningstölunum. Konan, sem er bæði mamma og […]

Samfélagsstyrkir Krónunnar nýtast vel

Krónan styður við samfélagstengd verkefni með áherslu á æskulýðs- og ungmennastarf. Við styrkjum verðug samfélagsverkefni á hverju ári, í gegnum styrki, viðburði og samstarfsverkefni. Liður í því er Samfélagsstyrkur Krónunnar, sem veittur er ár hvert til verkefna í nærumhverfi sem stuðla að bættri lýðheilsu eða umhverfismálum með áherslu á yngri kynslóðina. Eitt verkefni hlaut samfélagsstyrk í […]

Það er verst af öllu að þvælast fyrir

asm_fr_ads_23_cr_2

Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps skrifar í skoðun á Vísi um orkumál og skarðan hlut sveitarfélaga þegar kemur að hlutdeild þeirra af  tekjum í orkustarfsemi. Þar er ég algjörlega sammála Haraldi Þór og það er skammarlegt að sveitarfélögin fái litlar sem engar tekjur af orkustarfsemi og mannvirkjum tengdum orkuöflun og flutningi. Þar er […]

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.