Nær öll heimili í Vestmannaeyjum komin með ljósleiðara

Míla gekk nýverið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestmannaeyjum. Kaupin fela í sér sameiningu ljósleiðarakerfa Mílu og Eyglóar á svæðinu.  Uppsetning heimila nú innifalin  „Auk þess að þjóna öllum fjarskiptafyrirtækjum til jafns bjóðum við upp á innifalda uppsetningu við tengingu, svo nær öll heimili ættu nú að geta haft greiðan aðgang að hröðum, öruggum […]

Guðrún Hafsteinsdóttir fundar í Eyjum

Starfið byrjar svo sannarlega á kraftmiklum súpufundi hjá Sjálfstæðisfólki í Eyjum þetta haustið. Guðrún Hafsteinsstóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins kemur til okkar og rabbar við okkur um starfið innan flokksins og verkefni komandi þings, sem svo sannarlega verður mikilvægt, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá má gera ráð fyrir líflegum umræður um mörg mikilvæg mál sem brenna á […]

KFS gerir upp tímabilið

Kfs Ads 25 Lokah Cr

KFS hélt lokahóf sitt að loknu tímabili þar sem veitt voru hefðbundin verðlaun fyrir frammistöðu leikmanna á árinu. Verðlaunahafar ársins voru: Leikmaður ársins: Alexander Örn Friðriksson. Mestu framfarir: Heiðmar Þór Magnússon. Efnilegastur leikmaður: Sigurður Valur Sigursveinsson. Markahæstu leikmenn: Junior Niwamania og Daníel Már Sigmarsson – 8 mörk hvor. Auk þess hlaut Jóhann Norðfjörð viðurkenningu fyrir […]

Molda snýr aftur með nýtt efni

Eftir rúmlega árs pásu stígur Molda aftur á sviðið með ferskt efni og nýjar tónlistarlegar áherslur. Hljómsveitin sækir innblástur í grunge-tímabilið og má þar greina áhrif frá sveitum á borð við Audioslave, Soundgarden og Foo Fighters. Nýja lagið Kill It with Kindness markar upphaf nýs kafla í ferli sveitarinnar, og von er á frekara efni […]

Samráðsferlið hafið

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði nýverið samráð um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samráðsferlið hafi hafist með stórum vinnufundi með öllum skólameisturum í lok september. Þar var farið yfir stjórnsýslulegt hlutverk fyrirhugaðra svæðisskrifstofa auk þess sem samspil […]

Minningarstund í Landakirkju

15. október er dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Við komum saman og minnumst þeirra sem ekki fengu að dafna með okkur. Minningarstundin fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 15. október kl. 20:00. Stundin hefst á því að hlusta á brot úr streymi styrktarfélagsins Gleym mér ei, sem heldur árlega minningarstund sína á […]

Bókunarstaða skemmtiferðaskipa á Íslandi

Tvo Skemmtiferdaskip 20250707 112459

Við lok heimsfaraldar hélt jákvæð þróun í fjölgun komu skemmtiferðaskipa til Íslands áfram eftir tveggja ára hlé. Toppi var náð árið 2024, þegar hafnir Íslands þjónustuðu tæplega 100 skip í samtals 1.209 skipakomum sem skiptust þannig að 21,4% af komunum voru í Reykjavík en 78,6% á landsbyggðinni. Þótt ljóst sé að ekki er svipuðum tölum […]

Safnahelgi í Eyjum: Takið helgina frá ! 

Það verður fjölbreytt dagskrá að vanda um safnahelgina sem haldin verður 30. október til 2. nóvember.  Pàlmi Sigurhjartarson píanóleikari og Stefanía Svavarsdòttir söngkona hafa á undanförnum árum sem dúó leikið og sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar með yfirgrips mikla þekkingu á helstu stílum dægurtónlistar og túlkun í hæsta gæðaflokki. Nú mæta þau í fyrsta […]

Þjóðvegurinn lokaður – Hvað er planið?

Samgöngur eru líka varnarmál. Ofurskattlagning þarf að skila sér til baka á þá staði sem gjalda fyrir skattlagninguna. Nú kepptust allir fjölmiðlar landsins um að segja fréttir af því þegar að hringvegurinn fór í sundur við Jökulsá í Lóni. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar var fljótur að bregðast við og svara fyrir þetta, ,,við reynum að hraða þessu […]

Aðalfundur Farsæls

trillur

Aðalfundur smábátafélagsins Farsæls verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Arthúr Bogason mætir á fundinn. Heitt verður á könnunni, segir í tilkynningu og er allir smábátasjómenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í smábátaútgerð. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.