Margrét Lára skoraði sigurmarkið í dag

Valur vann ÍBV með einu marki gegn engu í dag þegar liðin mættust á Hásteinsvelli. Mikill vindur var á annað markið og voru Valskonur með vindinum í fyrri hálfleik. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins í fyrri hálfleik þegar hún skilaði boltanum í netið af stuttu færi. ÍBV sótti og sótti í […]

Áttræðisafmæli í þjóðhátíðartjaldi á toppi Heimakletts

Í dag er öðlingurinn Svavar Steingrímsson í Vestmannaeyjum áttræður. Hann er einn þeirra sem reglulega gengur á Heimaklett og því þótti við hæfi að halda honum veislu á þessu helsta kennileiti Eyjanna. Tóku vinir hans og fjölskylda sig til og slógu upp þjóðhátíðartjaldi á toppi Heimakletts sem átti að koma honum á óvart. �?að heppnaðist […]

Ísfélagshúsið illa farið og verður rifið – Vilja halda boganum

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var rætt um áætlanir eigenda Strandvegs 26, Ísfélagshússins að rífa húsið. Eigandi er Ísfélag Vestmannaeyja. Kom fram á fundinum að Vestmannaeyjabær hefur rætt við stjórnendur fyrirtækisins um hvort mögulegt sé að halda hluta af húsinu enda gegni það mikilvægu hlutverki í ásýnd miðbæjarins. Eigendur telja að húsið sé of […]

ÍBV heimsækir KR í bikarnum

Dregið var í Borgunarbikar kvenna í hádeginu en 16-liða úrslit eru næst á dagskrá. ÍBV fékk útileik gegn KR en viðureignin var sú þriðja sem dregin var upp úr pottinum. KR hefur komið á óvart í deildinni en þær náðu í jafntefli gegn Val á Vodafone-vellinum í síðustu umferð. Ekki er komið á hreint hvenær […]

Bróðir Abels á leið til Eyja

Knattspyrnuráð ÍBV hefur boðið markmanninum Eric Dhaira bróðir Abels heitins til landsins til þess að æfa og spila með 2. flokki félagsins og KFS. Undir lok síðasta tímabils kom Abel að máli við stjórnina og langaði að taka bróðir sinn með sér þegar hann kæmi aftur til landsins frá Uganda. �?að var stór draumur Abels […]

Lítið gerst í tilraunaveiðunum

�?rjú uppsjávarveiðiskip frá Vestmannaeyjum, Heimaey VE-1, Huginn VE-55 og Ísleifur VE-63, fóru á föstudaginn til tilraunaveiða á Reykjaneshryggnum. Vonast var til að þarna myndu finnst tegundir eins og gulldepla og laxasíld. Leiðangurinn var farinn í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins VE-55, átti hugmyndina að leiðangrinum. ,,�?að hefur lítið gerst fram að þessu, sem […]

Stelpurnar taka á móti Val á morgun kl. 18.00

Á morgun, þriðjudag kl. 18.00 leika á Hásteinsvelli í Pepsí deild kvenna ÍBV �?? Valur. ÍBV sigraði Fylki glæsilega í síðasta leik og ætla fylgja sigrinum eftir með góðum leik gegn Val. �?eir stuðningsmenn sem mæta í hvítu og setja nafn sitt í pott fyrir leik eiga möguleika að vinna áritaða ÍBV treyju sem verður […]

Davíð til fundar við fólkið í Alþýðuhúsinu í kvöld

Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi fer til fundar við Vestmannaeyinga í dag mánudag. Á milli klukkan 17.30 og 19.00 verður hann í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, en þar mun Davíð drekka kaffi með fundargestum, ræða við þá og svara spurningum sem gestir kunna að hafa. Allir eru hjartanlega velkomnir á fundinn. Davíð er annar forsetaframbjóðandinn sem heimsækir Vestmannaeyjar. […]

Oddfellowkonur komu færandi hendi

Oddfellowkonur komu færandi hendi og gáfu Starfsbraut Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum höfðinglega gjöf. Hún innihélt kennslugögn og spil í stærðfræði og íslensku. Gjöfin á eftir að nýtast nemendum brautarinnar einstaklega vel. Nemendur og starfsfólk brautarinnar færir Rebekkustúkunni Vilborgu bestu þakkir fyrir örlætið og velviljann. (meira…)

ÍBV tapaði stórt gegn Víkingum

Eyjamenn töpuðu fyrir Víkingum 0-3 í dag á Hásteinsvelli, þetta var fyrsti sigur Víkinga í deildinni en fyrsta tap Bjarna Jó með liðið á heimavelli í á þriðja tug leikja. Mikið jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og upphafi seinni hálfleiks en Víkingar fengu vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Derby Carillo gerði sér […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.