Hækkanir á fargjöldum Herjólfs ::Taka mið af ferjuvísitölu

Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi hækkar fargjald fyrir tvo fullorðna með bíl og tveggja manna klefa fram og til baka til �?orlákshafnar úr 26.880 krónum og í Landeyjahöfn fram og til baka í 9.100 krónur. Með 40 prósent afslætti kostaði farið 16.128 krónur í �?orlákshöfn og 5.460 í Landeyjahöfn þar sem klefi er ekki innifalinn. Eftir […]

Samningur við Steina og Olla upp á 280 milljónir

�?ann 16. desember var skrifað undir verksamning vegna byggingar á nýju tengivirki HS Veitna og Landsnets sem rísa á við hraunkantinn austan við mjölgeymslu FES. Verkkaupi er HS Veitur og verktaki er Steini og Olli byggingaverktakar ehf. Samkvæmt upplýsingum Sigurjóns I. Ingólfssonar, svæðisstjóra í Vestmannaeyjum, er samningsupphæðin, með virðisaukaskatti, 279,9 milljónir króna. Áætlaður verktími þangað […]

Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2016

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum 2016 á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Sorphirðugjöld heimila hækka úr 15.089 kr í 15.685 sem gera 3,85%. Sorpeyðingargjöld heimila lækka hinsvegar úr 36.234 kr í 34.867. Heildar sorphirðu- og sorpeyðingargjöld heimila lækka um 772 kr milli áranna 2015 og 2016. Ástæða lækkunar er […]

Gott ár hjá Berg-Huginn

Árið 2015 reyndist Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, afar hagstætt. Skip félagsins, Vestmannaey og Bergey, öfluðu vel og afkoman var góð. Afli Vestmannaeyjar á árinu var 3.864 tonn og Bergeyjar 3.665 tonn. Aflaverðmæti skipanna reyndist 2.285 milljónir króna. Um er að ræða hæsta aflaverðmæti í sögu félagsins. �?tgerðarfélagið Bergur- Huginn var stofnað árið 1972 um […]

Vestmannaeyjahöfn í þriðja sæti yfir landaðan botnfiskafla

Á nýliðnu ári var 87.551 tonni landað í Reykjavíkurhöfn og er hún að venju sú höfn þar sem mestum botnfiskafla er landað. Lítillegur samdráttur var þó milli ára eins og undanfarin ár eða um 241 tonn sem samsvarar 0,3% samdrætti. �?rátt fyrir þetta ber Reykjavíkurhöfn höfuð og herðar yfir aðrar löndunarhafnir hér á landi þegar […]

Dröfn til FH

Dröfn Haraldsdóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH og mun leika með liðinu út þetta keppnistímabil. Dröfn 24 ára gamall markvörður, hún á að baki 9 A landsleiki og fjölda deildar- og bikarleikja með ÍBV, HK og FH. (meira…)

Herjólfur 189 daga í �?orlákshöfn árið 2015

Herjólfur sigldi í alls 189 daga til �?orlákshafnar á seinasta ári og fór hann 345 á milli Vestmannaeyja og �?orlákshafnar. Miðað við þessar upplýsingar þá má gera ráð fyrir að Herjólfur sé oftar (fleiri daga) í �?orlákshöfn en í Landeyjahöfn. �?að kann þó að vera að Herjólfur hafi siglt einhverja dagana í báðar hafnirnar. Rúm […]

Ungir frumkvöðlar spreyta sig á stofnun og rekstri fyrirtækja

Um 300 ungir frumkvöðlar í framhaldsskólunum fá að spreyta sig á stofnun og rekstri fyrirtækja í nýsköpunarátaki sem félagið Ungir frumkvöðlar á Íslandi, Junior Achievement (JA), stendur fyrir í átta íslenskum framhaldsskólum. Upphafsfundur átaksins verður haldinn á morgun, 12. janúar kl. 17:00-18:00 í Háskólanum í Reykjavík. �?ar flytja erindi Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Robert Cushman, sendiherra […]

Dósasöfnun Handboltans í dag

Hin árlega dósasöfnun handboltans fer fram í dag 11.janúar. Leikmenn munu byrja að ganga í hús kl 18:00. (meira…)

Ný stikla úr mynd um �?rettándann

Kynningarstikla heimildarmyndar um þrettándann með myndefni frá þrettándagleði ÍBV sem fram fór í Vestmannaeyjum 9. janúar 2016 ásamt brotum úr viðtölum við nokkra sem koma að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Í stiklunni sjást myndir af tilraun Grýlu og Leppalúða til að troða barni í poka ásamt einstökum myndum úr myndavélum í kjafti trölls og á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.