KAP VE Aflahæst netabáta 2023

Kap II VE-7 aflaði mest allra netabáta landsmanna á árinu 2023 og munaði umtalsverðu á Kap og Bárði SH-81 sem var næstaflahæstur netabáta. Á árinu 2022 var Bárður aflahæstur netabáta en Kap II kom þar á eftir en á nýliðnu ári höfðu bátarnir sem sagt sætaskipti. Í næstu þremur sætum eru sömu bátar í sömu […]
Sterk Eyjatenging á Eyjatónleikum í Hörpu

Vestmannaeyjar skarta ungu og kröftugu tónlistarfólki og hafa Bjarni og Guðrún verið óhrædd að gefa þeim tækifæri. „Frá fyrstu tónleikunum höfum við verið með sterka Eyjatengingu og fólkið okkar hefur haft mjög gaman að því að koma fram á tónleikunum. Það er líka mikils virði fyrir okkur sem stöndum í þessu,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson […]
Krónan eykur þjónustu í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyingar geta frá og með deginum í dag pantað matinn sinn heim í Snjallverslun Krónunnar. Opnað verður fyrir pantanir í Vestmannaeyjum í dag, miðvikudag og verður boðið upp á heimsendingu alla virka daga. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni í bænum og býður Krónan nú þegar upp á heimsendingar á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. […]
Hugsað til Grindvíkinga á tímamótum

„Heimaeyjargosið hófst 23. janúar 1973 og var því lýst lokið þann 3. júlí sama ár. Gosið er fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi. Giftusamlegri björgun á fólki og stórum hluta af eignum er minnst þegar gosið er rifjað upp. Þó að nú á 21. öldinni rísi upp kynslóð, sem ekki upplifði atburðina örlagaríku, eru […]
Lýsir eigin reynslu í Heimaeyjargosinu

„Ég var sautján ára þegar ég stóð í þeim sporum sem margir Grindvíkingar hafa staðið í núna og horfði upp á húsin brenna, húsin fara undir hraun, hús foreldra minna, og hvernig heilsu móður minnar hrakaði ár frá ári, áratugum saman þangað til ekki varð neitt við ráðið,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis sem var […]
Skákþing Vestmannaeyja í 98 ár

Skákþing Vestmannaeyja hefst sunnudaginn 28. janúar, þar sem teflt er um titilinn Skákmeistari Vestmannaeyja 2024. Skákþingið fer fram árlega og hefur verið haldið nær óslitið í 98 ár. Öllum er heimil þátttaka, en tefldar verða kappskákir 60 mínútur og 30 sekúntur fyrir hvern leik. Teflt verður tvisvar í viku á sunnudögum og fimmtudögum og er […]
Kynnti sér fjölbreytt ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Mannamót Markaðsstofu landshlutanna sem fram fór í Kórnum í Kópavogi. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna og var lokaviðburður Ferðaþjónustuvikunnar í ár. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Markmið og tilgangur […]
Iðnám á uppleið og bóknám á tímamótum

„Vel yfir 200 nemendur hófu nám og var námið fjölbreytt og krefjandi eins og svo oft áður. Nemendur voru skráðir á fjórtán mismunandi brautir og vel yfir 70 áfangar í boði. Skipting milli bóknáms og verknáms var verknáminu í vil, en iðnnám er „heitasta kartaflan í pottinum“ og miklar líkur eru á að svo verði […]
Ástin mín eftir Sigurjón Vídalín

Í byrjun árs kom út lag eftir Eyjapeyjann Sigurjón Vídalín Lýðsson (Lýðs Ægis og Hörpu Sjonna) og er lagið tileinkað Eyjakonunni Birgittu Dögg Bender Þrastardóttir (Þrastar Johnsen), sem er eiginkona Sigurjóns. Lagið var tekið upp hjá Þóri Úlfars, sem sá einnig um forritun, útsetningu, mastering sem og hljóðfæraleik og bakraddir. Þó var enn einn Eyjamaður […]
Þegar verk sem segja meira en 1000 orð

Gíslína Dögg grafíklistamaður Grafíkvina árið 2024: „Hugur minn dvelur hjá þér-Heimaey 1973 var heitið á sýningunni sem ég var beðin um að vera með á Menningarnótt í sumar, í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Þar sýndi ég verk sem tengjast eldgosinu á Heimaey og þeim áhrifum sem gosið hafði á samfélagið með tilliti til náttúrunnar […]