Kalli úr Kolrössu og Sororicide gengur til liðs við hOFFMAN

Thumbnail IMG 3087

Karl Ágúst, þekktur úr hljómsveitunum Kolrössu og Sororicide, hefur nú tekið við trommusettinu hjá rokkhljómsveitinni hOFFMAN og leysir þar af hólmi Magna Frey. 1.maí gefur hOFFMAN út glænýtt lag, „90 Years“, sem verður hluti af væntanlegri plötu þeirra, sem kemur út síðar á árinu. Sveitin hefur síðustu misseri verið önnum kafin við að semja nýtt […]

Eyjafréttir komnar út

Út er komið fjórða tölublað Eyjafrétta. Blaðið er fjölbreytt en inn í blaðinu er einnig aukablað frá Drífanda – stéttarfélagi í tilefni af 1. maí. Í Eyjafréttum er meðal annars umfjöllun og myndir frá Hljómey. Þá svarar Terra til um sorpmálin. Sjávarútvegurinn er einnig fyrirferðamikill í blaðinu, en bæði Ísfélag og Vinnslustöð héldu nýverið aðalfundi […]

Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar

Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í  2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta […]

Gleðilegt lundasumar

Lundar Opf DSC 7718

Lundinn settist upp 16. apríl og þar með var komið sumar hjá mér eins og vanalega, og lundinn heldur í hefðirnar og sest upp á tímabilinu 13-20 apríl. Ég man reyndar eftir því fyrir mörgum árum síðan að hann lá í svarta þoku og rigningu alla þessa viku og það endaði með því að ég gerði […]

Breytingar hjá Húsasmiðjunni og Blómaval í Vestmannaeyjum

Húsasmiðjan og Blómaval í Vestmannaeyjum gera nú breytingar á versluninni sem miða að því að einfalda rekstur og bæta þjónustu við viðskiptavini í byggingavörum. Þessar breytingar fela í sér að afskorin blóm og pottaplöntur verða ekki lengur hluti af vöruúrvali verslunarinnar. Áfram mikið úrval fyrir heimilið og garðinn „Við munum áfram bjóða úrval af ræktunarvöru, […]

Sumargleði framundan í Höllinni

Sumarið er rétt handan við hornið og mikið líf að færast yfir Eyjarnar. Fjölbreyttir viðburðir eru á döfinni í Höllinni á næstu vikum. Laugardaginn 3. maí, eftir The Puffin Run, verður veglegt steikarhlaðborð í Höllinni, framreitt af Einsa Kalda. Þar gefst hlaupurum og öðrum gestum tækifæri á að njóta góðs matar og stemningar. Eftir kvöldverðinn […]

Mikil stemning á Hljómey

Tónlistarhátíðin Hljómey fór fram í þriðja sinn hér í Eyjum í gærkvöldi. Alls opnuðu 17 heimili og staðir dyr sínar fyrir tónlistarfólki og gestum í ár, þar sem 16 ólík tónlistaratriði komu fram á mismunandi stöðum yfir kvöldið. Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta, var á staðnum og fangaði stemninguna í myndum.  (meira…)

Stóri plokkdagurinn

DSC_1289

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með prompi og prakt um allt land á morgun,  sunnudag. Í tilefni dagsins verður hreinsunardagur á Heimaey. Sameinumst um að hreinsa náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars, segir í tilkynningu frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar á vef bæjaryfirvalda. Dagurinn byrjar kl. […]

Íbúafjöldinn stendur í stað frá í haust

Í dag 25.apríl eru 4722 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag. Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4724 talsins. Það var í byrjun nóvember sl.. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað í vetur. Fyrir réttu ári síðan […]

Vorhátíð Landakirkju

vorhatid__landak

Vorhátíð Landakirkju verður á sunnudaginn 27.apríl kl. 11.00. Þetta er síðasta sunnudagaskólasamveran fyrir sumarfrí. Big-sunday-school-party-band spilar, kórinn og Kitty verða með og að lokinni samveru í kirkjunni verður grill-pylsu-partý, segir í tilkynningu frá kirkjunni.   (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.