Gul viðvörun: Vestanstormur

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Faxaflóa og Suðausturland. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, miðvikudag kl. 14:00 og gildir hún til kl. 23:00. Í viðvörunarorðum segir: Vestan 15-23 m/s, hvassast syðst með vindhviður að 30-35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði fyrir ökutæki, sem viðkvæm eru fyrir vindum. Suðurland Vestan 3-8 […]
FÍV tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2025

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 voru kynntar á Rás 2 í gær. Kom þar fram að Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum væri meðal tilnefndra í flokknum framúrskarandi í iðn- og verkmenntun fyrir kennslu í málm- og vélstjórnargreinum. Tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir skólann og það metnaðarfulla starf sem unnið er innan hans. Skólinn hefur á undanförnum árum […]
Vigtartorg: Svið og skjálausn í skoðun

Enn á eftir að ljúka framkvæmdum á Vigtartorg. Eftir á að klára svið og skjálausn sem mun nýtast fyrir viðburði og gesti á torginu. Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var lögð fram tillaga frá E- og H-listum þar sem lagt er til að ljúka framkvæmdum og fela framkvæmdastjóra að skoða útfærslu og kostnað, til að leggja […]
Bókunarstaða skemmtiferðaskipa á Íslandi

Við lok heimsfaraldar hélt jákvæð þróun í fjölgun komu skemmtiferðaskipa til Íslands áfram eftir tveggja ára hlé. Toppi var náð árið 2024, þegar hafnir Íslands þjónustuðu tæplega 100 skip í samtals 1.209 skipakomum sem skiptust þannig að 21,4% af komunum voru í Reykjavík en 78,6% á landsbyggðinni. Þótt ljóst sé að ekki er svipuðum tölum […]
Safnahelgi í Eyjum: Takið helgina frá !

Það verður fjölbreytt dagskrá að vanda um safnahelgina sem haldin verður 30. október til 2. nóvember. Pàlmi Sigurhjartarson píanóleikari og Stefanía Svavarsdòttir söngkona hafa á undanförnum árum sem dúó leikið og sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar með yfirgrips mikla þekkingu á helstu stílum dægurtónlistar og túlkun í hæsta gæðaflokki. Nú mæta þau í fyrsta […]
Þjóðvegurinn lokaður – Hvað er planið?

Samgöngur eru líka varnarmál. Ofurskattlagning þarf að skila sér til baka á þá staði sem gjalda fyrir skattlagninguna. Nú kepptust allir fjölmiðlar landsins um að segja fréttir af því þegar að hringvegurinn fór í sundur við Jökulsá í Lóni. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar var fljótur að bregðast við og svara fyrir þetta, ,,við reynum að hraða þessu […]
Dæmdur í 1,6 milljóna króna sekt fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 1,6 milljóna króna sekt fyrir að hafa ræktað og haft í vörslum sínum kannabis í Vestmannaeyjum. Samkvæmt gögnum málsins viðurkenndi maðurinn skýlaust fyrir dómi að hafa ræktað fjórar kannabisplöntur og haft í vörslum sínum 20,07 grömm af maríhúana og 284,03 grömm af kannabislaufum. Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á […]
Aðalfundur Farsæls

Aðalfundur smábátafélagsins Farsæls verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Arthúr Bogason mætir á fundinn. Heitt verður á könnunni, segir í tilkynningu og er allir smábátasjómenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í smábátaútgerð. (meira…)
Á KA sjens?

Á sunnudaginn nk., þann 5. október kl. 14:45 (dálítið undarlegur tími, hvers vegna ekki 14:47), mun ÍBV B taka á móti KA í Powerade bikarkeppninni í gamla salnum. Í liði ÍBV B er valinn maður í hverju rúmi, margir hoknir af reynslu með stórt bikarsafn á bakinu. Má þar nefna Teddi, Sigurbergur, Grétar Þór, Fannar […]
Bæjarráð leggur til lækkun fasteignaskatts

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til við bæjarstjórn að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á næsta ári úr 0,235% í 0,225%. Jafnframt verði hlutfallið óbreytt á opinberar stofnanir, 1,320%, en fasteignaskattur á annað húsnæði, þar á meðal atvinnuhúsnæði, lækki úr 1,325% í 1,315%. Með þessari breytingu er stefnt að því að draga áfram úr áhrifum hækkunar fasteignamats á […]