Truflar ekki leikjaplanið að missa Hásteinsvöll

default

Í gær var greint frá því hér á Eyjafréttum að enn sé beðið eftir efni til að setja í Hásteinsvöll og er hann því ekki leikfær. Áætluð afhending á innfylliefninu er eftir 2 vikur, sagði í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Framundan er TM-mót ÍBV og koma til Eyja 112 lið til að taka […]

Metfjöldi tilkynninga til barnaverndar

róla-001

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs á fimmtudaginn fór deildarstjóri velferðarmála hjá Vestmannaeyjabæ yfir stöðu barnaverndarþjónustu árið 2024. Fram kemur að tilkynningar hafi aldrei verið eins margar eða 306 tilkynningar sem bárust barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja árið 2024. Flestar tilkynningar voru um vanrækslu gagnvart barni eða um 157.  Tilkynningar sem bárust um áhættuhegðun barns voru 93 og 56 […]

Frá Vestmannaeyjum til Vesturheims

Á morgun, laugardag verður haldin afar áhugaverð ráðstefna í tilefni þess að í ár eru 170 ár liðin frá því að Íslendingar settust fyrst að í Vesturheimi. Elsta Íslendingabyggðin er í  bænum Spanish Fork, Utah en þar settust þrír einstaklingar að þann 7. september 1855. Það voru þau hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir frá […]

Ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna

Sjomadur Bergey Opf 22

Hafrannsóknastofnun birti í morgun ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár 2025/2026. Enn er lagt til að dregið verði saman í ráðlögðum þorskafla. Í samræmi við aflareglu stjórnvalda er lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði alls 203.822 tonn, en á yfirstandandi fiskveiðiári er hann tæplega 213.214 tonn. Samdrátturinn á milli fiskveiðiára er því um 4,4%. […]

Tafir á afhendingu innfylliefna

default

Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að leggja gervigras og keyra sandi í völlinn. Tafir hafa verið á afhendingu innfylliefna frá framleiðanda þar sem verktaki hefur ekki tryggt afhendingu þeirra. Áætluð afhending er eftir […]

Viljum fela Guði bæði skip og áhöfn

„Það er alltaf mikil gleði þegar skip eru blessuð. Það er samt vert að geta þess að það er ekki sjálfsagt en er gert því við viljum fela Guði bæði skip og áhöfn. Setja á hann allt okkar traust,“ sagði séra Viðar Stefánsson þegar hann blessaði skip og áhöfn Heimaeyjar VE 1 í gær. „Það […]

Guðmund­ur Fer­tram heimsækir Eyjamenn

GFS Arlington 1 1

​Guðmund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Kerec­is og stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins er einn frummælenda á opnum fundi sem Eyjafréttir standa fyrir í Akóges í dag. Fundurinn er um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem er nú í meðförum Alþingis. Guðmundur hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og sagði m.a. í umsögn sem hann sendi atvinnuveganefnd þingsins að frumvarpið muni með „einu pennastriki“ soga […]

Tímabundinn samningur gerður við World Class

Búið er að gera tímabundinn samning við Laugar ehf (World Class) varðandi opnun heilsuræktar í núverandi aðstöðu íþróttamiðstöðvarinnar. Kom þetta fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í dag. Búast má því við að ný heilsurækt muni opna innan skamms í íþróttahúsinu. ,,Eins og áður hefur komið fram var útboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja […]

Áhöfn Þórs heiðruð fyrir mikið björgunarafrek

Við athöfn á Stakkagerðistúni á sjómannadaginn var áhöfnin á björgunarskipinu Þór heiðruð sérstaklega fyrir björgunarafrek. „Þann 5. júní í fyrra björguðu þeir áhöfn seglskútu með harðfylgi og drógu skútuna til hafnar í norðan stormi, allt að 34 metrum á sekúndu og sex metra ðlduhæð,“ sagði Guðni Hjálmarsson sem stýrði atöfninni. „Með öll segl rifin, nánast […]

Ha! Nei!, getur ekki verið!

lotto

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.