Músíktilraunir – Þögn keppir í kvöld

Fjörutíu og þrjár hljómsveitir keppa í Músíktilraunum 2024 og yfir hundrað frumsamin lög verða flutt. Meðal hljómsveita er Þögn frá Vestmannaeyjumsem skipuð er ungum stúlkum. Þögn keppir í kvöld en úrslitin eru haldin í Norðurljósum í Hörpu dagana 10. – 16. mars. (meira…)

Hefðum getað gert betur

Eyjamenn sóttu ekki gull í greipar Valsmanna í bikarúrslitaleiknum í gær. Úrslitin 43:31 fyrir Val sem fagnaði bikarmeistaratitlinum þetta árið. Í hálfleik var staðan 17:15 fyr­ir Val og útlitið ekki slæmt fyrir ÍBV. Í seinni hálfleik gekk allt upp hjá Val og svör vantaði hjá ÍBV. Því fór sem fór. Í viðtali við handbolti.is sagði […]

Fallið frá bryggju undir Löngu

Breytt Aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri fór yfir hvar málið er statt í skipulagsferlinu og yfir þær umsagnir sem bárust. Einnig greindi hann frá íbúafundi sem haldinn var um málið þann 15. febrúar. Í niðurstöðu ráðsisn um málið segir eftri […]

Siglir bikarinn heim í kvöld?

ÍBV og Valur mætast í úrslitum Powerade-bikarsins í dag klukkan 16:00 í Laugardalshöllinni. Í undanúrslitum unnu Eyjamenn Hauka með sex marka mun, 33-27 og Valur vann öruggan 32-26 sigur á Stjörnunni. Liðin hafa á liðnum árum háð margar spennandi úrslitarimmur en þó aldrei mæst í úrslitaleik í bikarkeppninni. Það verður að teljast merkilegt í ljósi […]

Eyverjar skora á ríkisstjórn og þingmenn kjördæmisins

Aðalfundur Eyverja félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum fór fram í gær. Arnar Gauti Egilsson var endurkjörinn formaður stjórnar og með honum í stjórn sitja þau Anika Hera Hannesdóttir, Garðar B. Sigurjónsson, Guðný Rún Gísladóttir og Reynir Þór Egilsson. Auk þess sem kosin var ný stjórn sendi fundurinn frá sér eftirfarandi stjórnarályktun. “Vestmannaeyjar eru raunhagkerfi. Pattstöðuna […]

Muntra gefur út lag

Vestmanneyska hljómsveitin Muntra var að gefa út sinn fyrsta singul,hið fallega Færeyska lag Fagra blóma í glænýjum búning með íslenskum texta. Lagið var tekið upp á fögrum sunnudegi 28. jan s.l. í Studió Paradís sem er staðsett í Sandgerði og var upptökustjórn í höndum Ásmundar Jóhannssonar. Muntra er samansett af sama kjarna og fólkinu sem hefur hvíslað […]

Breytt deiliskipulag Íþróttasvæðis við Hástein

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. febrúar 2024 að auglýsa breytingu á deiliskipulag Íþróttasvæði við Hástein, skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingareit, Þ3, að stærð 15x60m á allt að tveim hæðum fyrir búningsklefa og skrifstofurými norðan við fjölnota íþróttasal. Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja, á skipulagsgátt á vefsíðu sveitarfélagsins og […]

Bikarúrslitaleikur í kvöld

Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem leika til úrslita í bikarnum um helgina en ÍBV á fleirri fulltrúa í höllinni um helginan. Fjórði flokkur kvenna ÍBV mætir Stjörnunni í kvöld kl. 20:00 í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll. Stelpurnar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með góður sigri á Valsstúlkum 28-26 í Vestmannaeyjum í leik þar sem Agnes […]

MAGGI OG BREKI VE HÁLFNAÐIR Í FERTUGASTA TOGARARALLINU

Togarinn Breki VE er væntanlegur til Eyja í kvöld með um 120 tonn af fiski sem veiddist í fyrri hluta togararalls Hafrannsóknastofnunar. Magnús Ríkarðsson skipstjóri segir að liðlega helmingur rallsins sé nú að baki og að löndun lokinni verði haldið til austurs í síðari hluta verkefnisins: Okkur hefur gengið vel og veðrið ekki sett strik […]

Helga Sigrún nýr deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála

Vestmannaeyjabær hefur valið Helgu Sigrúnu Ísfeld Þórsdóttur í stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Alls sóttu sex umsækjendur um en einn dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. Helga Sigrún lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræði með áherslu á yngri barna svið árið 2003, Dipl.Ed. gráðu í uppeldis og menntunarfræði með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.