Í dag þann 1. maí fáum við heimsókn frá Aglow konum í Garðabæ. Þær ætla að vera með okkur í bænagöngu og svo um kvöldið. Við komum saman við Landakirkju kl. 17.00 og leggjum af stað kl. 17.10 og göngum um bæinn og stoppum á nokkrum stöðum og biðjum. Um kl. 18.00 komum við upp í Safnaðarheimili og borðum saman góða súpu og brauð. Aglow samveran hefst kl. 19.30 þar sem við syngjum saman og konurnar úr Garðabæ taka þátt í stundinni. Helena Leifsdóttir leiðir hópinn og verður gaman að eiga samfélag saman og það verður uppörvandi að heyra hvatningu kvennanna. ,,Statt upp, skín þú…“ Jesaja 60.1. Endilega takið þátt í allri dagskránni, en það má koma einungis í gönguna, matinn eða samveruna ef þanning stendur á. Bænagangan er öllum opin, en Aglow samveran er fyrir konur á öllum aldri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst