Einsi kaldi og hans fólk tilbúið í jólaslaginn

„Sumarið byrjaði svo sem brösuglega en svo dró frá sólu og var sumarið bara mjög gott,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari sem rekur veitingastaðinn Einsa Kalda í Vestmannaeyjum, öfluga veisluþjónustu og sér um skólamatinn í grunnskólanum. En nú er önnur vertíð framundan. Þegar jólin nálgast og aðventan gengur í garð lætur Einar Björn og hans […]
Alls 58 íbúðir í byggingu og 50 umsóknir

Samtals 60 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði á næstu árum: Í dag eru 58 íbúðir í byggingu í Vestmannaeyjum, 38 í fjölbýli, tíu í rað- og parhúsum og tíu í einbýli. Fimmtán íbúðir hafa verið teknar í notkun það sem af er ári og um 50 eru í umsóknarferli. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Smára […]
Flogið daglega til Vestmannaeyja – Tímabundið

Vegagerðin hefur samið við Icelandair um að fljúga daglega til Vestmannaeyja meðan ferjan Herjólfur fer í slipp. Flogið verður einu sinni á dag á tímabilinu 30. nóvember til 6. desember. Til flugsins verða notaðar Dash-8 flugvélar en þær vélar taka 37 farþega. Hægt er að bóka á vef Icelandair. Íbúar með lögheimili í Vestmannaeyjum eiga þess […]
Að flytja vatn til Eyja í tankskipum algjör fjarstæða

„Ástandið núna kallar á ýmsar pælingar um hvernig aðgerðum skuli háttað. Vatnslögnin er löskuð og liggur nærri Klettsnefi. Aðstæðurnar eru afar krefjandi,“ segir Ívar Atlason hjá HS veitum í Vestmannaeyjum í samtali við morgunblaðið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir hættustigi í Vestmannaeyjum vegna skemmda á vatnslögninni. Raunveruleg hætta er talin á því að hún […]
ÍBV-HK í dag

Það er nóg að gera hjá ÍBV strákunum þessa dagana en í kvöld fá þeir HK í heimsókn kl. 18:30. Lið HK er í áttunda sæti Olísdeildarinnar með sjö stig en ÍBV í því fjórða með 13 stig en bæði liðin hafa leikið 10 leiki. Framundan er svo seinni leikurinn í Evrópubikar á móti Krems […]
Þarf að fjarlægja um 15.000m3 í Landeyjahöfn

Herjólfur hefur gefið út tilkynningu vegna siglinga næstu daga. Herjólfur IV er kominn til Hafnarfjarðar þar sem viðgerð á skrúfubúnaði ferjunnar fer fram og tók Herjólfur III við í morgun og mun sinna áætlunarsiglingum milli lands og Eyja á meðan. Herjólfur III siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 […]
Hvað merkir hættustig Almannavarna?

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, ákvað í gær að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja. Viðbragðsaðilar hafa komið sér saman um 3 háskastig almannavarna sem taka til allra neyðaraðgerða. Almannavarnastig eru flokkuð eftir alvarleika, umfangi viðbúnaðar og þörf á forgangshraða viðbragðsaðila. Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um almannavarnastig hverju […]
Laxey – Fyrstu hrognin komin

Í morgun komu fyrstu hrognin í seiðaeldisstöð Laxeyjar við botn Friðarhafnar. Þar með er starfsemin hafin þó í litlu magni sé. Hrognin koma frá Benchmark Genetics, áður Stofnfiskur, sem er leiðandi fyrirtæki í kynbótum, fiskeldi og framleiðslu á laxahrognum. „Fyrsti skammturinn er 315.000 hrogn en í framtíðinni eigum við að geta tekið við allt að […]
Jólaball fatlaðra er nú Jólahátíðin okkar

Jólahátíðin okkar verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu 6. desember. Hátíðin er endurvakin eftir stutt hlé í covid en hún hefur verið haldin í rúmlega fjóra áratugi sem Jólahátíð fatlaðra. Húsið opnar kl. 19 og klukkan 20 hefst ballið. Á meðal þeirra sem fram koma eru Herra Hnetusmjör, Sigga Beinteins, Bjartmar Guðlaugsson, Sigga Ózk […]
Markaðsvirði Ísfélagsins 110 milljarðar

Nýlokið er fundi þar sem hlutafjárútboð Ísfélagsins var kynnt. Þar kom fram mjög fjölbreytt starfsemi félagsins sem er með starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu og með öflugan flota uppsjávar- og botnfiskskipa. Á fundinum fór Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri yfir rekstur Ísfélags sem stendur traustum fótum í íslenskum sjávarútvegi. Arion banki, ásamt Íslandsbanka og Landsbankanum eru […]