Loðnan hinkrar við eftir nýju tungli

– SEGIR JAPÖNSK SJÓMANNASPEKI – Kemur loðnan í veiðanlegum mæli inn í íslenska fiskveiðilögsögu eða lætur hún ekki sjá sig í ár svo nokkru nemi? Spurning sem brennur á fjölda fólks í mörgum íslenskum sjávarplássum og ekki síður á þeim sem ráðstafa því sem sem góð loðnuvertíð myndi skila sjóðum sveitarfélaga og sjálfu þjóðarbúinu. Fylgst er […]

Haukur í Horni í Norðausturkjördæmi

Kröfulýsing gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti: „Það er óhætt að segja að framkomnar þjóðlendukröfur fjármálaráðherra sem beinast að eyjum og skerjum við Ísland veki mikil viðbrögð fólks, þá sérstaklega sveitarstjórnarfólks sem segir kröfulýsinguna vera gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa og landeigenda um land allt. Flestar eyjar sem kröfurnar beinast að […]

Miðasala hefst á Hljómey 2024 á föstudaginn!

Miðasala á Hljómey mun hefjast á föstudaginn 23. febrúar nk. kl 10:00 á www.hljomey.is og á www.midix.is Þann 26. apríl nk. verður haldin stórglæsileg tónlistarhátíð í Vestmannaeyjum í annað sinn. Þegar er búið að tilkynna 3 listamenn sem fram koma á hátíðinni og nóg eftir. Undirbúningur hefur verið í fullum gangi síðan síðasta Hljómey var […]

Ný gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og var aðeins eitt mál á dagskrá en það var “Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2024”. Framkvæmdastjóri lagði fram gjaldskrá með breyttri framsetningu skv. umræðu á síðasta fundi. Ráðið samþykkti í niðurstöðu sinni um málið fyrirliggjandi gjaldskrá enda er hún í samræmi við kröfur ríkisins sbr. lög nr. 103/2021 […]

Tveir nýir rafstrengir til Vestmannaeyja

Á næstu áratugum er fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum og hafa Landsnet, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og aðilar úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um aukið afhendingaröryggi og leiðir í átt að fullum orkuskiptum. Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þegar kemur að orkuskiptum hafa allir sem komu […]

Stór áform við höfnina

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035; Til að tryggja nægt athafnarými og viðlegukanta fyrir hafnarstarfsemi er unnið að nýjum valkostum fyrir nýja viðlegu- og stórskipakanta. Bæjarstjórn samþykkti þann 25. Janúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu sem gerir ráð fyrir nýjum reitum fyrri hafnarstarfsemi. Í Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 er nú þegar gert ráð fyrir stórskipakanti og landfyllingu fyrir […]

Þorrablót í Hamarskóla

Þorrablót var haldið í Hamarsskóla í gær. Þar fengu nemendur á Víkinni og í 1.-4.bekk að smakka þorramat. Á heimasíðu Grunnskóla Vestmannaeyja kemur fram að “matinn fengum við gefins frá Akóges og þökkum við þeim kærlega fyrir.” Nemendur voru duglegir að smakka og skemmtileg stemning var í húsi þar sem Jarl tók með þeim þorravísur […]

Guðlaugur Þór kl. 12 og Þórdís Kolbrún kl. 20 í Ásgarði

Þriðjudagar eru flugferðadagar okkar Eyjamanna og munu tveir ráðherra í ríkisstjórn Íslands nýta sér það á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar og eiga fundi við okkur í Ásgarði. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hittir okkur á súpufundi í hádeginu, kl. 12:00 og ræðir við okkur sína málaflokka sem og flokksstarfið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, […]

Ráðherra vill að óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherrans á Vísi. Þar segir Þórdís fréttir síðustu daga hafa bent til þess að hún hafi persónulega ákveðið að sölsa undir sig eyjar á Breiðafirði, […]

Minnisvarði á byrjunarstigi

Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Fyrir bæjarráði lágu drög að samningi milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Vestmannaeyjabæjar um verkefnastyrk til gerðar göngustígs yfir hraun að minnisvarða um eldgosið í Heimaey 1973. Þá lágu einnig fyrir ráðinu drög að viljayfirlýsingu á milli sömu aðila vegna […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.