Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar harma atvikið

Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum síðastliðið föstdagskvöld losnaði akkeri skipsins og festist í vatnslögninni til Vestmannaeyja. Akkeri og akkerisfestar voru skornar frá skipinu og eru enn í innsiglingunni. Vinnslustöðin óskaði strax í gær eftir kafara til að kanna ástandið. Þá voru aðstæður óhagstæðar vegna veðurs. Tjón er staðfest en umfang þess ekki. Í dag […]
Samband um ljósleiðarastreng rofið

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta rofnaði samband um ljósleiðarastreng Ljósleiðarans til Vestmannaeyja á föstudaginn. Líkleg ástæða er að Huginn VE missti ankeri og keðju rétt innan við Klettsnefið þegar skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum síðdegis á föstudaginn. Þarna liggja vatnsleiðsla, rafstrengir og ljósleiðarar. Ekkert bendir til þess að vatnsleiðsla eða aðrir strengir hafi rofnað. Það er […]
Íbúafundur um breytingu á sorpflokkun

Íbúafundur verður haldinn í ráðhúsinu 21. nóvember milli klukkan 17:30 – 19:00. Boðað er til íbúafundar vegna nýju hringrásalaganna og breytingu á sorpflokkun við heimili. Dagskrá fundarins: – Samband íslenskra sveitarfélaga, Hugrún Geirsdóttir og Flosi Hrafn Sigurðsson – Vestmannaeyjabær, Brynjar Ólafsson – Opin umræða Vestmannaeyjabær hvetur íbúa til að fjölmenna á fundinn (meira…)
Staða safnstjóra Sagnheima auglýst

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf safnstjóra Sagnheima, byggða- og náttúrugripasafns. Safnstjóri er jafnframt staðgengill forstöðumanns Safnahúss Vestmannaeyja. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ástæðan er að Sigurhanna Friðþórsdóttir, verkefnastjóri Safnahúss er að láta af störfum. Helstu verkefni safnstjóra eru að annast daglegan rekstur Sagnheima og safndeilda sem heyra þar undir, vinna að uppsetningu sýninga […]
Glæsilegur markaður í Höllinni

Í dag og á morgun, sunnudag er glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni og er opið frá eitt til fimm báða dagana. Þar sýna yfir 20 aðilar fjölbreytta vöru, nytjamuni, handverk, listmuni og eithvað í gogginn. Einnig er jólakaffihús á efri palli Hallarinnar þar sem fólk getur gætt sér á heitu súkkulaði og nýbökuðum vöfflum, […]
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og er fyrst og fremst tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður fyrstu viðbrögðum og neyðarhjálp á slysstað. Slysavarnadeildin Eykyndill, Björgunarfélagið, Slökkviliðið, Lögreglan, Sjúkraflutningamenn, Rauði krossinn, Kirkjan, […]
Að gefnu tilefni

Við hjónin fórum til Reykjavíkur um síðustu helgi, sem er í sjálfu sér algjört aukaatriði, en við gistum í miðbæ Reykjavíkur, beint á mathöllinni við Hlemm en á föstudagskvöldið ætluðum við einmitt að fara út að borða á einhverjum af þessum nýju stöðum í miðbænum, en allstaðar þar sem við komum var biðröð út að […]
Fá Fram í heimsókn í bikarnum

Keppni í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Fram. Liðin sitja í fjótða og fimmta sæti Olísdeildarinnar bæði með ellefu stig eftir níu leiki en liðin hafa ekki mæst það sem af er vetri. Það má því búast við jöfnum og spennandi leik í dag. 18. […]
Guðný Geirsdóttir valin í A-landslið

Eyjakonan og markvörðurinn Guðný Geirsdóttir hefur verið valin í A-landslið Íslands í fyrsta skiptið. Guðný átti mjög gott tímabil með ÍBV og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins. Guðný er 25 ára og skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún ætlar að taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni […]
Taka út vinnutímastyttingu í heilum dögum

Stytting vinnuvikunnar og kjaramál voru á dagskrá bæjarráðs í síðustu viku. Lagðar voru fyrir bæjarráð niðurstöður úr kosningu um fyrirkomulag vinnutímastyttingar stjórnenda og starfsfólks í Kirkjugerði og Víkinni. Niðurstöður eru þær að það starfsfólk sem er í FSL, Stavey og Drífanda vill taka 13 mínútna lágmarksstyttingu og óskar eftir að taka hana út í uppsöfnuðum […]