Í Morgunblaðinu í gær er auglýsing frá Skipulagsstofnun um umhverfismat vegna efnisvinnslu í sjó úti fyrir Landeyjarhöfn. Heidelberg Cement Pozzolanic Materials hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu sem nú er til kynningar
„Tillaga að ofangreindri framkvæmd og umhverfismatsskýrsla eru til kynningar frá 3. apríl til 16. maí 2024 og er umhverfismatsskýrslan aðgengileg í skipulagsgátt á vefsíðu stofnunarinnar: www.skipulag.is. Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og lagt fram umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 16. maí 2024 í skipulagsgátt á heimasíðu Skipulagsstofnunar,“ segir í auglýsingunni.
Ljóst er að um mikið hagsmunamál er að ræða fyrir Vestmannaeyjar því gert er ráð fyrir að dæla upp sandi á sjó sinn hvoru megin við Landeyjahöfn. Sandburður er nú þegar mikill við höfnina og ekki minnkar hann ef dæla á upp sandi í miklum mæli austan og vestan hafnarinnar skammt frá landi. „Við erum með þetta mál á dagskrá bæjarráðs á föstudag. Já við þurfum að fylgja eftir okkar umsögn og áhyggjum varðandi þetta mál,“ sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri um málið.
Mynd og kort af heimasíðu Skipulagsstofnunar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst