Kynningafundur í kvöld

Kirkja Safnadarhe

Nú er starfið að hefjast aftur hjá Vinum í bata sem eru á andlegu ferðalagi byggðu á 12 sporunum og deila með sér reynslu, styrk og von í nafnleynd og trúnaði. Notuð er vinnubókin 12 sporin Andlegt ferðalag , vinna í þessari bók hefur reynst hjálpleg til þess að þróa heilbrigt samfélag við Guð, við aðra og […]

Herjólfur að leggja af stað heim eftir slipptöku

Herjolfur 1 1068x712 1 2

Herjólfur leggur senn af stað úr Hafnarfjarðarhöfn eftir þriggja vikna slipp. Fréttin er skrifuð kl. 0.30 og var þá verið að gera klárt til brottfarar. Að sögn​ Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gekk vinnan í slippnum mjög vel og komist​ var yfir ótrúlega mörg verkefni sem þörfnuðust viðhalds. „Í svona skip​i eru svo ótrúlega mikið […]

Fjölbreytt vetrarstarf Landakirkju hafið

Vetrarstarf Landakirkju er hafið og er eitthvað um að vera flesta daga vikunnar. Ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því dagskráin er mjög fjölbreytt. Hér kemur dagskrá Landakirkju þennan veturinn. Því stjórna prestarnir, séra Guðmundur Örn og Viðar Stefánsson. Mánudagur 15:00 – Kirkjustarf fatlaðra (aðra hverja viku). 16:30 – Barnakórsæfing. 18:30 – Vinir […]

Hvar er plan B?

Baldur

Ég hef stundum ekki af ástæðulausu fullyrt að það erfiðasta og leiðinlegasta við hverja utanlandsferð sé ferðin á milli Eyja og Keflavíkur. Ég var einmitt að koma erlendis frá og er ein þeirra sem áttu bókað með seinni ferð Baldurs, sem var verið að fella niður rétt áðan. Ég hef allan skilning fyrir því að […]

Segja sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins í hættu

IMG_5764

Skólameistarar íslenskra framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhuguðum kerfisbreytingum sem færa fjármála- og mannauðsvald frá skólunum og telja þær ógna sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins. Þeir gagnrýna skort á samráði og gagnsæi í ferlinu, telja breytingarnar ekki stuðla að bættri þjónustu við nemendur og starfsfólk og benda á að kostnaður við nýjar stjórnsýslueiningar sé óljós […]

Gular viðvaranir víðast hvar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 19.00 á morgun og gildir hún til kl. 6.00 á föstudagsmorgun. Segir í viðvörunarorðum að búist sé við talsverðri eða mikilli […]

Seinni ferð Baldurs felld niður

Herjólfur sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að tekin hafi verið ákvörðu um að fella niður seinni ferð dagsins í dag miðvikudaginn 24.september. Fólk er hvatt til að fylgjast með spá næstu daga þar sem aðstæður til siglinga eru óhagstæðar. Seinni ferð dagsins sem áætluð var til Þorlákshafnar fellur niður vegna veðurs og […]

HS Veitur fær 107 milljón króna styrk fyrir varmaveitu í Eyjum

HS Veitur hf. hefur fengið 107 milljón króna styrk frá Loftslags- og orkusjóði til að fjármagna uppsetningu á 4 MW varmadælu fyrir varmaveitu Vestmannaeyja. Þessi styrkur mun nýtast til að bæta orkunýtingu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Vestmannaeyjum. Varmadælan, sem er hluti af stærra verkefni til að bæta orkuinnviði svæðisins, mun stuðla að aukinni […]

Skipulagsráð telur áhyggjur af hávaða ekki eiga við

Strandvegur Mynd Af Húsum L

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi sem heimilar íbúðir á efri hæðum húsnæðis við Strandveg 89–97. Skipulagsstofnun benti þó á í kjölfarið að umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hafi verið röng og barst nú ný umsögn þar sem varað er við neikvæðum áhrifum íbúðarbyggðar á svæðinu. Heilbrigðiseftirlitið bendir á að föst búseta á svæðinu geti […]

Lundasumarið 2025

Lundar Gomul Eyjafrettir

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera lundasumarið upp. Reyndar sá ég nokkra lunda í gær og höfnin er full af pysju, þannig að það er spurning hvort ekki hefði verið nær að halda lundaballið aðeins nær jólunum? Annars var lundasumarið að mestu leyti mjög gott, mikið var af lunda í allt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.