Safnahelgin: Enn einn dagskrárliður felldur niður

Því miður þarf að fresta bókakynningu Emblu Bachmann sem átti að vera kl. 11 í fyrramálið, laugardaginn 1. nóvember. Nýr tími verður auglýstur síðar. Þetta segir í tilkynningu frá skipuleggjendum Safnahelgar. Áður hafði verið tilkynnt um að tónleikum Pálma Sigurhjartarsonar og Stefaníu Svavarsdóttur sem vera áttu í kvöld hafi verið aflýst. Einnig var tilkynnt um […]
Konunglega teboðið færist

Konunglega teboðið sem átti að vera kl. 14:00 á morgun, laugardag, færist til um einn dag vegna veðurs. Konungalega teboðið verður á sunnudaginn 2. nóvember kl. 15:00, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Sunnudag kl. 15:00 Sagnheimar: Konunglegt teboð. Guðný Ósk Laxdal heldur erindi um dönsku konungsfjölskylduna en Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander þar […]
Sjá um gangbrautavörslu í skammdeginu

Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja hefja á mánudaginn næstkomandi gangbrautavörslu við nokkrar fjölfarnar gangbrautir í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann og hvetja elstu nemendur til að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan og jákvæðan hátt. Í tilkynningu frá Grunnskóla Vestmannaeyja og Landsbankanum segir að […]
Allraheilagramessa í Landakirkju

Allraheilagramessa verður í Landakirkju sunnudaginn 2.nóvember kl. 20.00. Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja munu flytja Requem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar eru Sólbjörg Björnsdóttir og Geir Jón Þórisson. Matthías Harðar leikur á orgel og Kitty Kovács stjórnar. Á allraheilagramessu minnumst við þeirra sem látist hafa í Vestmannaeyjum eða verið jarðsettir í kirkjugarði Vestmannaeyja síðastliðna […]
Skemmtiferðaskip í Klettsvík

Skemmtiferðaskipið Vasco da Gama kom til Vestmannaeyja í morgun og vakti mikla athygli. Það er óvenjulegt að skemmtiferðaskip komi til Eyja á þessum árstíma, en áhöfnin nýtti tækifærið til að kynna farþegum íslenskt mannlíf og náttúru í vetrarbúningi. Skipið liggur í Klettsvíkinni og smellti Óskar Pétur Friðriksson meðfylgjandi myndum. (meira…)
Gular viðvaranir víðast hvar – uppfært

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir eftirtalin svæði: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 31. okt. kl. 09:00 og gildir til 1. nóv. kl. 07:00. Í viðvörunartexta segir: Hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s undir Eyjafjöllum. Búast […]
Örfá sæti eftir á Dömukvöld ÍBV!

Dömukvöld handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið á morgun, föstudaginn 31. október í Golfskálanum. Húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl 20:30, segir í tilkynningu frá dömukvöldsnefnd handknattleiksdeildar ÍBV. „Glæsilegir smáréttir frá Vöruhúsinu. Nammibarinn verður á sínum stað. Veislustjóri er eyjamærin Hrund Scheving. Einar Ágúst kemur til okkar og tekur lagið. Kvöldið endar með því að […]
Jól í skókassa: Skil í Landakirkju til 31. október

Verkefnið Jól í skókassa stendur nú yfir. Markmið þess er að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma eða aðrar erfiðar aðstæður með jólagjöf sem send er í skókassa. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og hefur glatt ótal börn sem annars hefðu lítið eða ekkert fengið um jólin. Þátttakendur, bæði börn og fullorðnir, eru hvattir […]
Safnahelgin hefst á morgun

Safnahelgin er fram undan og menningarlífið í Eyjum fer á fullt þegar söfn, gallerí og menningarhús bæjarins sameinast í fjölbreyttri og líflegri dagskrá. Gestir geta notið ljósmyndasýninga, tónleika, bókakynninga og fræðandi erinda, auk þess sem opnar vinnustofur og sýningar bjóða upp á einstaka innsýn í list og sögu Eyjanna. Safnahelgin er orðin fastur liður í […]
Dömu- og herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV býður Eyjamönnum til tveggja stórviðburða um næstu helgi þegar bæði dömu- og herrakvöld verða haldin í Golfskálanum – og ljóst er að stemningin verður eftir því! Fyrst á dagskrá er dömukvöld handboltans sem fer fram föstudagskvöldið 31. október. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30. Veislustjóri verður Hrund Scheving. Einar Ágúst […]