Helgafellsbraut tímabundið lokuð við Eldheima

Stefnt er að því að tengja fráveitu frá Suðurgerði inn á fráveitulögn sem er undir Helgafellsbraut. HS-veitur koma til með að þvera Helgafellsbraut til að koma með innvið inn í Suðurgerði. Áætlað er að fara í þetta miðvikudaginn 6. september og getur tekið 2-3 daga. Framkvæmdarsvæðið er rauðmerkt og appelsínugulur skilgreinir lokun. (meira…)
Sterkt atskákmót í tilefni 50 ára goslokaafmælis

9. september nk. kl. 12.00 -18.00 verður haldið 50 ára gosloka skákmót í opna rýminu í Þekkingarsetri Vm. að Ægisgötu 2. Taflfélag Vestmannaeyja stendur fyrir mótinu, en Vestmannaeyjabær er helsti stuðningsaðili þess ásamt nokkrum fyrirtækjum. TV hefur áður staðið fyrir sterkum minningar atskákmótum á sama stað, Beddamótinu 11. maí 2019 og Pallamótinu 5. júní 2021. […]
Matey á Gott

Adam Quershi verður gestakokkur á Gott dagana 21-23. september þegar sjávarréttahátíðin Matey fer fram. Adam kemur frá Michelin stjörnustaðnum Kol í London sem er í 23. sæti yfir bestu veitingarstaði heims. Hann varð hluti af opnunarteymi Kol eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum, París, Tókýó, Melbourne, Lima og Karabíahafinu. Í matargerð er hann með mexíkóskar […]
Sigursteinn nýr útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum

Sigursteinn Bjarni Leifsson tekur við af Þórdísi Úlfarsdóttur sem útbússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Sigursteinn Bjarni Leifsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Hann tekur við starfinu af Þórdísi Úlfarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu sl. níu ár, en hefur starfað í bankakerfinu í rúm 40 ár. Hún lætur af störfum núna um mánaðamótin. Sigursteinn hefur […]
Siglir til Landeyjahafnar á ný

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag samkvæmt ááætlun, að því er fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ekki hefur verið kleift að sigla í höfnina síðustu daga sökum veðurs og hárrar öldu. Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 17:00, 19:30 og 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn er kl. 18:15, 20:45 og 23:15. Ef gera þarf breytingu […]
Göngum í skólann af stað á miðvikudaginn

Fjörutíu skólar eru skráðir í átakið Göngum í skólann og er Grunnskóli Vestmannaeyja á meðal þeirra eins og síðustu ár. Átakið verður sett hátíðlega miðvikudaginn 6. september í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ en þetta er í sautjánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Átakið á rætur að rekja til Bretlands og hefur verið í gangi […]
Sunnudagaskólinn settur næstu helgi

Siðasta helgistund sumarsins er nú liðin en nk. sunnudag 10. september hefst vetrarstarf kirkjunnar formlega með sunnudagaskóla klukkan 11:00 og messu klukkan 13:00. Í tilkynningu frá Landakirkju segir að fermingarbörn vetrarins eru boðuð ásamt foreldrum sínum til messunnar. Að lokinni messu munu prestar og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar eiga stuttan fund með fermingarbörnum og foreldrum þeirra þar […]
Dregið saman safn nýrra og eldri verka um Eldfell

Vestmannaeyjabær býður til opnunar á Til fundar við Eldfell í Safnahúsi Vestmanneyja, laugardaginn 9. september kl. 16. Sýningin er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins. Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt […]
337 pysjur nú skráðar

Nú hafa 337 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið, þar af hafa 165 verið vigtaðar. Meðalþyngd pysjanna er 251 grömm en það er í léttari kantinum. Pysjueftirlitið birti dreifinguna eftir dögum en Rodrigo Martínez hjá Náttúrustofu Suðurlands tók saman. (meira…)
Kúluhúsið hýsir nú sögufrægan bar

Lifnað hefur yfir Kúluhúsinu að Vesturvegi 18 sem hefur fengið nýjan tilgang og hýsir nú fornfrægan bar úr Súlnasal á Hótel Sögu. Sigrún Axelsdóttir og Sigurður Viggó Grétarsson voru ekki lengi að stökkva á barinn og festa kaup á honum. Þau opnuðu Street Food Súlnasalur í Kúluhúsinu fimmtudaginn fyrir Þjóðhátíð. Nú er hægt að fylgjast […]