Góður leikur gegn varaliði Bournmouth

Á vefsíðunni Eyjamenn.com skrifar Valur Smári Heimisson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar pistla um ferðalag karlaliðs ÍBV í Englandi. „Fyrsti heili dagurinn á Englandi byrjar vel en við spiluðum fyrsta leik ferðarinnar á móti varaliði Bournemouth og sigruðum 0 – 2,“ skrifar Valur Smári en pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. (meira…)
�?ryggi, stöðugleiki og störf

Ég trúi því að framtíð Íslands sé björt. Við eigum miklar auðlindir sem okkur ber að nýta skynsamlega með það að markmiði að auka lífskjör allra landsmanna. Öflugt atvinnulíf, aukin fjárfesting og hagvöxtur er grundvöllur þess að efnahagur landsins nái sér á strik og stöðugleiki náist að nýju. (meira…)
Sendiherrarnir heimsækja Vestmannaeyjar

Hlutverk Sendiherranna er að kynna samning S.Þ. um réttindi fatlaðs fólks. Í byrjun var um að ræða samstarfsverkefni milli Landsamtakanna Þroskahjálpar og Fjölmenntar. Verkefnið var í upphafi jafningjafræðsla sem miðaði að því að fræða fólk með þroskahömlun um ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. (meira…)
ÍBV vann varalið Bournemouth

Karlalið ÍBV í knattspyrnu er nú í æfingaferð í Englandi en liðið hélt utan á þriðjudag. Liðið lék æfingaleik gegn varaliði Bournmouth í gær og hafði betur 0:2. Á vefsíðunni Eyjamenn.com kemur fram að Gunnar Már Guðmundsson hafi skorað fyrsta markið á 11. mínútu en James nokkur Freny, 25 ára frændi David James hafi svo […]
Íslenskt ríkisfang dugar ekki til

Ég fór ungur til náms í Ameríku árið 1986 og kláraði þar BS gráðu í fjármálafræði. Eftir námið vann ég í meira en áratug á Wall Street sem bankamaður, en eftir árásirnar á Tvíburaturnana (e.World Trade Center) 11. september 2001, fór botnin úr verðbréfamarkaðnum og óhug sló í mig. Í lok árs 2002 flutti ég […]
Sérstök framsetning hjá Páli og Stefáni

Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, svarar nafna sínum Magnússyni og Stefáni Jónssyni fullum hálsi en hvetur um leið til málefnalegrar umræðu um málefni félagsins sem hann segist ekki óttast. (meira…)
Sjúkrahúsið í Eyjum skuldar 100 milljónir

Skuldastaða Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur aldrei verið verri. Hópur á vegum velferðarráðuneytisins mun á næstunni fara yfir reksturinn með stjórnendum stofnunarinnar. (meira…)
Kára meinaður aðgangur að æfingu hjá Wetzlar

Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson lét sjá sig á æfingu hjá Wetzlar í morgun. Hann hafði lýst því yfir að hann myndi gera það þó svo félagið væri búið að reka hann. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mætti Kári framkvæmdastjóra félagsins, Björn Seipp, fyrir utan íþróttahöllina er hann ætlaði sér að ganga inn. Seipp meinaði Kára inngöngu […]
David James reynir að sannfæra Phil Neville um að koma í ÍBV

David James, markvörður ÍBV, er strax farinn að reyna að sannfæra samlanda sína og fyrrum landsliðsfélaga um að koma til Eyja. Phil Neville staðfesti í dag að hann myndi hætta í liði Everton eftir tímabilið og vill James endilega fá hann í ÍBV. Þetta kemur fram á 433.is. (meira…)
Ágreiningur um �?jóðhátíð en ekki deildir

Vegna yfirlýsingar frá Jóhanni Péturssyni og Guðnýju Hrefnu Einarsdóttur, stjórnarmönnum í ÍBV Íþróttafélagi, viljum við undirritaðir stjórnarmenn taka fram eftirfarandi: Það er rétt hjá þeim Jóhanni og Guðnýju Hrefnu að talsvert hefur skort á eindrægni innan stjórnar ÍBV Íþróttafélags á síðasta starfsári. Þær deilur hafa þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli einstakra deilda innan félagsins, […]