Ekki við neinn starfsmann að sakast

ÍBV Íþróttafélag harmar þau mistök sem gerð voru við formlegan frágang mála í tengslum við tvo erlenda leikmenn félagsins í vetur. Hér var ekki við neinn einn stafsmann ÍBV að sakast heldur skorti nákvæmar verklagsreglur í málum sem þessum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, sem birt var á heimasíðu ÍBV fyrr í dag. (meira…)

Mawejje hjá ÍBV næstu tvö árin

Nú rétt í þessu var birt tilkynning á facebooksíðu knattspyrnudeildar ÍBV að úganski knattspyrnumaðurinn Tonny Mawejje hafi skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Mawejje hefur verið í herbúðum Eyjamanna síðustu fjögur árin, spilað 92 leiki fyrir félagið í deild og bikar og skorað í þeim níu mörk. (meira…)

Brynjar Gauti spilaði í sigurleik

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaðurinn sterki í ÍBV spilaði allan tímann þegar Ísland lagði Hvít-Rússa að velli í Hvíta-Rússlandi í dag. Lokatölur urðu 1:2 en Íslands komst í 0:2 áður en Hvít-Rússar náðu að svara. Þetta var fyrsti leikur liðanna í undankeppni Evrópumótsins en lokakeppnin fer fram 2015. (meira…)

Að skapa sátt

Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu […]

Farið yfir dóminn á næstu dögum

Í morgun var kveðinn upp dómur í Hæstarétti Íslands, þar sem tekin var til greina krafa Stillu útgerðar ehf., KG fiskverkunar ehf. og Guðmundar Kristjánssonar um að ákvörðun hluthafafundar í Vinnslustöðinni hf. 21. september 2011, um samruna Ufsabergs-útgerðar ehf. við Vinnslustöðina hf., væri ógild. (meira…)

Kristín Erna með slitið krossband

Einn helsti markaskorari kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu, Kristín Erna Sigurlásdóttir, er með slitið krossband og mun ekki leika með liðinu í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. ÍBV er nú á leið í æfingaferð til Valencia á Spáni og er Kristín Erna með í för en hún mun svo fara í aðgerð strax við […]

Auðveldara fyrir Baldur að halda stefnu

Sigurður Áss Grétarsson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun Íslands, segir ljóst að Herjólfur henti ekki til siglinga við þær aðstæður sem eru við Landeyjahöfn. Breiðafjarðarferjan Baldur, sem er aflminna skip en Herjólfur, hafi þrátt fyrir það átt auðveldara með að sigla inn í höfnina en Herjólfur. Þetta kemur fram á Mbl.is. (meira…)

Undirbúningur fyrir goslokahátíð 2013 í fullum gangi

Goslokahátíðin er hátíð sem Vestmannaeyingar geta verið stoltir af. Hún er tákn magnaðrar sögu sem er einsdæmi í íslensku samfélagi og þó víðar væri leitað. Með Goslokahátíðinni hyllum við þá yfirnáttúrulegu sigra sem hér voru unnir í uppbyggingu og endurheimt byggðar. Þessi saga bindur alla Eyjamenn saman sterkum böndum, hvort sem þeir hafi upplifað gosið […]

Bætum hag eldri borgara

Sjálfstæðisflokkurinn fer fram með skýra stefnu um lækkun skatta á næsta kjörtímabili enda eru skattalækkanir lykilatriði til þess að efla atvinnulífið og bæta hag heimilanna. Þessi stefna fer vel saman við skýran vilja Sjálfstæðismanna að hlúa vel að þeim sem eldri eru. (meira…)

�?órarinn Ingi lagði upp mark í jafntefli Sarpsborg 08

Þórarinn Ingi Valdimarsson lagði upp mark Sarpsborg 08 sem gerði jafntefli í gær gegn Follo í æfingaleik norsku liðanna. Þórarinn Ingi lék allan leikinn en hlé er á norsku deildinni vegna landsleikjavikunnar. Guðmundur Þórarinsson var hins vegar fjarri góðu gamni en þetta kemur fram á Fótbolti.net. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.