Eyjamenn innsigluðu veturinn með öruggum sigri

Karlalið ÍBV vann í kvöld öruggan sigur á Víkingum í Eyjum en lokatölur urðu 26:18. Með sigrinum sýndu Eyjamenn að þeir eru langbesta liðið í 1. deildinni en Víkingar, sem hafa verið að berjast við toppinn, áttu aldrei möguleika í kvöld. Í leikslok fengu Eyjamenn svo gullpening um hálsinn og það var svo Sigurður Bragason, […]
Skemmtikvöld ársins nálgast

Hið árlega herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið miðvikudaginn 27. mars nk. í Akóges. Einar Björn Árnason mun ásamt úrvalsliði „kokka“ töfra fram glæsilegt veisluhlaðborð, sem alltaf hefur slegið í gegn. Eftir matinn verður svo stútfull dagskrá fram yfir miðnótt. (meira…)
Ekkert bendir til bilunar í stýrisbúnaði Herjólfs

Sú saga hefur gengið undanfarna daga, að annað stýri Herjólfs virki ekki þegar sjálfstýring skipsins er tekin af og það hafi valdið því að stjórnhæfni skipsins skerðist, án þess að skipstjórnarmenn hafi gert sér grein fyrir ástæðu þess. Eyjafréttir leituðu til Ólafs William Hand upplýsingafulltrúa Eimskipa, sem reka Herjólf: (meira…)
20 Laugardalshallir af sandi

Frá því að rekstur Landeyjahafnar hófst árið 2010 er búið að dæla um 650 þúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni. Við gerð hafnarinnar voru fjarlægðir um 400 þúsund rúmmetrar af sandi. Samtals eru þetta yfir milljón rúmmetrar en það jafngildir sandi sem nægir til að fylla 20 Laugardalshallir. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Mbl.is […]
Bjarni �?lafur fremstur meðal Eyjamanna

Mottumars, lýkur í hádeginu í dag en þetta er fjórða skiptið sem hann er haldinn. Mottumars er fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Þetta árið eru 25 einstaklingar frá Eyjum skráðir til leiks og er það Bjarni Ólafur Marinósson sem leiðir Vestmannaeyjamótið en hann hefur safnað 67.000 kr. sem setur […]
Strákarnir fá bikarinn í kvöld

Í kvöld klukkan 19:30 fer fram síðasta umferð í 1. deild karla. Eyjamenn taka á móti Víkingum í Eyjum en ÍBV tryggði sér efsta sætið með stórgóðum útisigri á Stjörnunni í síðustu umferð, og um leið sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Liðið fær því bikar fyrir sigurinn í 1. deildinni að leik loknum í kvöld. […]
Engin áform um breytingar á starfseminni

Eins og Eyjafréttir greindu frá á miðvikudaginn, er fjárhagsvandi Heilbrigiðsstofnunar Vestmannaeyja orðinn mjög alvarlegur. Ekki verður komist lengra í niðurskurði nema það bitni á þjónustustigi stofnunarinnar en dæmi eru um að ekki hafi verið hægt að leysa út lyf fyrir sjúklinga vegna fjárskorts. Eyjafréttir leituðu svara hjá Velferðarráðuneytinu en þar kemur m.a. fram að ekki […]
Hélt hann réði við fyrsta sopann en svo var ekki

Eiturlyf eru eitthvert mesta þjóðfélagsböl í heiminum í dag. Afleiðingar neyslu geta verið hrikalegar, ekki einungis þess sem neytir heldur ekki síður fyrir aðstandendur. Arnbjörg Harðardóttir skrifaði á facebook persónlega reynslu sína af eiturlyfjaneyslu föður síns og stöðu hans í dag. �??Faðir minn tók fyrsta sopan 20 ára gamall og ætlaði sér aldrei í þennan […]
Jarðgöng til Eyja verði áfram skoðuð

„Óvissan í samgöngumálum milli lands og Eyja er til skammar, jarðgöng hafa haft forgang í hugum Vestmannaeyinga. Gerð jarðganga er klár viðskipti og ekki eftir neinu að bíða að koma hlutunum á hreint,“ segir í lok greinargerðar með þingsályktunartillögu sem Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram á Alþingi en orðrétt segir í henni: (meira…)
Síðustu tonnin af 150 þúsund tonna kvóta á leið í land

Nú er loðnuvertíð að ljúka. Skip Ísfélagsins eru í sinni síðustu veiðiferð og skip Vinnslustöðvarinnar og Huginn hafa lokið veiðum þessa vertíðina. Menn eru almennt ánægðir með vertíðina og þetta árið var það vestanganga sem kom til bjargar í lokin. Heildarkvóti Eyjaskipa er tæp 150 þúsund tonn og eru þrjú skip Ísfélagsins á miðunum á […]