Tugmilljóna tjón þegar gámaskip sigldi á Bylgju VE í morgun

Tugmilljóna tjón varð á togskipinu Bylgju VE þegar gámaskipið Tetuan sigldi utan í skipið um áttaleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu Vestmannaeyjahafnar, klikkaði skiptingin í gámaskipinu með þessum afleiðingum en gámaskipið rakst einnig utan í bryggjuþil en þar urðu litlar skemmdir. (meira…)

David James segist vera á leið í Evrópukeppni

David James fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands sagði á Twitter rétt í þessu að hann muni spila í Evrópukeppni hjá næsta liði sínu en eins og kunnugt er hefur hann æft með ÍBV og gengur líklega í raðir félagsins á næstunni. (meira…)

�?tti að sjást næstu viku

„Halastjarnan PanStarrs fór fram hjá sólu síðasta sunnudag og verður spennandi að sjá hversu björt hún verður þegar hún skreytir sig á himni fyrir okkur hér.“ Þetta segir Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður og formaður Stjörnuskoðunarfélags Vestmannaeyja bloggsíðu sinni, eyjapeyji. (meira…)

Vestanganga bjargar loðnuvertíðinni

Það lá vel á þeim Alfreð Halldórs­syni, vélstjóra á Ísleifi og Jóni Atla Gunnarssyni, skipstjóra þegar ­Eyjafréttir höfðu samband við þá í gærmorgun. Þeir voru í höfn í Vestmannaeyjum með fullfermi, um 1100 tonn af loðnu sem þeir fengu í fjórum köstum á Breiða­firði. Þeir biðu löndunar og gerðu ráð fyrir að aflinn færi í […]

Er að skrifa undir nýjan samning við ÍBV

Tonny Mawejje segist vera að ganga frá nýjum samningi við ÍBV. Tonny er miðjumaður frá Úganda en hann hefur leikið með ÍBV undanfarin fjögur tímabil. Samningur hans við félagið rann út um áramót en hann segist í samtali við fjölmiðla í Úganda vera á leið aftur til ÍBV. (meira…)

Tæki lögreglumann fram yfir listamann

„Það er enginn að fylgjast með ölvunarakstri á þessum tíma sólarhrings og enginn að fylgjast með hraðakstri. Það er engin löggæsla á götum Vestmannaeyja á þessum tíma. Það er ástand sem getur ekki viðgengist,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi. (meira…)

�?gmundur, er ekki eitthvað rangt við þetta?

Grétar Ómarsson skrifar Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra bréf en Grétar lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að verða vitni að því þegar tveir ungir menn voru hugsanlega að undirbúa innbrot. Grétar hringdi í Neyðarlínuna en fékk þau svör að engin lögregla væri á vakt og því ekkert hægt að gera. Grétar spyr ráðherra hvort ekki sé eitthvað […]

James þokast nær ÍBV

„Ég vona að við getum gengið frá málum við James sem fyrst nú þegar hann hefur fengið sig lausan frá Bournemouth,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, við Morgunblaðið í gær en flest bendir nú til þess að David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englendinga, muni standa á milli stanganna í marki Eyjamanna í sumar. (meira…)

Hið opinbera setur út á afslátt eldri borgara

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var tekið fyrir erindi frá Innanríkisráðuneytinu, þar sem ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um það á hvað lagagrunni og með tilvísun hvaða lagaákvæðis byggist sú ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að veita íbúum 70 ára og eldri niðurfellingu fasteignagjalda. Bæjarráð lýsir furðu á þeirri stöðu að þurfa rökstyðja sérstaklega þegar bæjarfélagið ákveður að létta undir […]

David James laus allra mála frá Bournemouth

David James er búinn að fá sig lausan undan samningi hjá enska félaginu Bournemouth. Hinn 42 ára gamli James var samningsbundinn félaginu fram á sumar en hann hefur nú komist að samkomulagi um að losna undan samningi. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.