Minning um mann – fjörutíu árum síðar

Það stendur mikið til á 40 ára afmæli Heimaeyjargossins. Fjölbreytt dagskrá verður í Eyjum af þessu tilefni sem sagt verður frá síðar. Þá verða tónleikar í Hörpu sem Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún kona hans standa fyrir. Nefnast þeir Yndislega eyjan mín – fjörtíu árum síðar. Hið þekkta lag Gylfa Ægissonar, Minning um mann, verður […]
Bætum lífskjörin

Fyrir meira en fjórum árum hrundi íslenska bankakerfið og hagkerfið fór á hliðina. Í kjölfarið var mynduð ríkisstjórn sem talaði fyrir aukinni fagmennsku, gagnsæi og samvinnu. Þegar maður lítur yfir síðustu ár blasir við að engin alvara hefur verið að baki slíku tali og þjóðin er eðlilega vonsvikin vegna brostinna loforða ráðamanna. (meira…)
Stækkum skattastofninn í stað þess að hækka skatta

Í stað þess að stækka skattstofninn hefur ofuráhersla verið lögð á að hækka skatta til að mæta halla ríkissjóðs, sem þó er enn rekinn með verulegu tapi. Þessu er hægt að snúa við með því að stækka skattstofninn og skapa atvinnu fyrir fólk sem nú er á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt fjárlögum síðustu fjögurra ára var ríkissjóður […]
ÍBV glímt við fjárhagsvanda

Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV játar að félagið hafi glímt við peningavandræði að undanförnu. Hann hafnar því að það sé ástæða þess að fjöldi leikmanna er horfinn úr herbúðum félagsins. (meira…)
Forsendur samninganna hafa brostið

Á félagsfundi Drífanda s.l. miðvikudag var farið yfir stöðuna í samningamálum og þá kosti sem standa til boða. Kom þar fram mikil óánægja með hvernig forsendur samninganna hafa brostið hver á fætur annarri og má segja að ekki standi neitt eftir af forsendunum sem lagt var upp með er skrifað var undir samningana árið 2011. […]
Andri �?lafsson fær leyfi til að ræða við önnur félög

Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV, gæti verið á förum frá félaginu. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Andri fengið leyfi til að ræða við önnur félög. Samningur Andra er til ársins 2015 en hann hefur nú fengið grænt ljós á að ræða við önnur félög. (meira…)
Meistaraflokkur karla í ævintýraferð!

Meistaraflokkur karla í handbolt og 2. flokkur eru á leið í sannkallaða draumaferð handboltamannsins. Stefnan hefur verið tekin til Sevilla á Spáni þar sem liðin munu æfa og spila tvo æfingaleiki við spænsk lið. Samhliða því, munu strákarnir svo hvetja íslenska landsliðið sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í sömu borg. (meira…)
Forgangsröðum rétt

Síðastliðin tæp fjögur ár höfum við fengið að upplifa af eigin raun hversu mikilvægt er að hafa forystufólk í landinu sem skilur mikilvægi einstaklings- og atvinnufrelsis. Núverandi ríkisstjórn setti sér háleit markmið frá fyrsta degi, er hún tók við völdum. Sum voru góð og atvinnulífi og heimilum til hagsbóta, en önnur voru þess eðlis að […]
Jarðvegsframkvæmdir Eldheima allverulega fram úr áætlun

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja voru teknar fyrir fundargerðir vegna framkvæmda við Eldheima, eða Pompei norðursins eins og svæðið er alla jafna kallað. Til stendur að reisa þar glæsilegt safnhús, þar sem byggt er yfir eitt af þeim húsum sem grófust undir vikur í hlíðum Eldfells. Í fundargerðinni segir að jarðvegsvinna hafi farið allverulega […]
Djúpið ekki tilnefnd til �?skarsverðlauna

Kvikmyndin Djúpið, sem er byggð á Helliseyjarslysinu 1984, er ekki ein fimm erlendra kvikmynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna. Fjölmargir höfðu spáð því að kvikmyndin yrði tilnefnd en hún var ein af níu myndum sem komu til greina. Baltasar Kormákur leikstýrði myndinni en í henni koma fjölmargir Eyjamenn við sögu. (meira…)