Steinlágu gegn Fram

Það fór ekki eins og flestir vonuðust til að leikur Fram og ÍBV í undanúrslitum Deildarbikarsins yrði jafn og spennandi. Skemmst er frá því að segja að Fram var mun sterkari aðilinn í leiknum enda 22:14 yfir í fyrri hálfleik en ÍBV liðið skoraði aðeins fjögur mörk í síðari hálfleik og lokatölur 41:18 fyrir Fram. […]
Glæsilegt flugeldabingó handknattleiksdeildar

Á morgun, föstudaginn 28. desember verður haldið hið árlega flugeldabingó handknattleiksdeildarinnar en bingóið hefst klukkan 20:12 í Höllinni. Spilaðar verða 10 umferðir og vinningarnir verða glæsilegri en nokkru sinni áður. Hinn frábæri bingóstjóri undanfarinna ára, Daði Pálsson verður við stjórnvölinn en verður með nýliða sér við hlið, þar sem Magnús Bragason, aðstoðarbingóstjóri, er ekki á […]
Hvar er Matthías?

Eyjamaðurinn Stefán Þór Steindórsson samdi á dögunum nýjan texta við lagið Húfan. Lagið samdi hann eftir flóð frétta af flótta Matthíasar Mána Erlingssonar úr Litla Hrauni en textinn er bráðfyndinn. „Ég hef ekki heyrt hvort Matthíasi líki við lagið. Mér datt í hug að biðja Bubba Morthens að taka þetta á Aðfangadag á árlegum tónleikum […]
�?tla að funda á föstudaginn

Sjómannafélagið Jötunn og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna boða til almenns félagsfundar í Alþýðuhúsinu föstudaginn 28 desember kl. 17:00. Í fréttatilkynningun frá félögunum segir að kjaramálin verði í forgrunni fundarins ásamt öðrum málum sem upp koma. Ekki er að efa að fjörlega verða málin rædd ef að líkum lætur. (meira…)
Jólahúsið er við Höfðaveg 43C

Árlega velja Lionsmenn í Vestmannaeyjum, í samstarfi við HS veitur, Jólahús Vestmannaeyja. Í ár var húsið við Höfðaveg 43C fyrir valinu en þar búa Guðmundur Huginn Guðmundsson og Þórunn Gísladóttir. „Valið var erfitt enda mörg hús fallega skreytt í ár. Í öðru sæti var húsið við Höfðaveg 65 og í þriðja sæti voru tvö hús […]
Jólin í Landakirkju

Jóladagskráin í Landakirku þessi jólin eru með hefðbundnu sniði. Í Eyjafréttum má sjá alla dagskrá kirkjunnar um jólahátíðina; aftansöng, hátíðarguðsþjónustur og helgistundir frá aðfangadegi til þrettánda jóladagsins. Prestar og starfsfólk Landkirkju óska öllum gleðilegra jóla, árs og friðar þess er jólin hverfast um, Jesú Krists, Frelsara mannkyns. (meira…)
Steini og Olli byggja dæluhúsið á Eiðinu

Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni, að ganga til samninga við Byggingafyrirtækið Steina og Olla um byggingu á dæluhúsi og þróm á Eiðinu. Skolplagnir stórs hluta bæjarins fara sjóinn út af Eiðinu en þar var í haust sett ný lögn út á meira dýpi en verið hefur. Þegar dæluhúsið verður tekið í […]
Vill að tryggt verði að samgöngur um Landeyjahöfn verði í boði allt árið

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem haldinn var á fimmtudaginn var samþykkt ályktun um samgöngumál. Var ályktunin samþykkt samhljóða, en Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar og rekstrarstjóri Herjólfs vék af fundi á meðan málið var rætt. „Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir miklum vonbrigðum með að enn skuli ekki vera hægt að tryggja eðlilegar samöngur við Vestmannaeyjar allt árið. […]
15 taka þátt í prófkjöri í Suðurkjördæmi

Fimmtán manns gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 26. janúar 2013. Frambjóðendur í stafrófsröð: (meira…)
Jólaspjall

Moren. Jæja nálgast nú hátíð ljóss og friðar. Er þá ekki við hæfi að skamma útgerðarmennina ofurlítið. en fyrst að fiskiríinu. Það hefur verið ágætt undanfarið miðað við árstíma. Flestir eru fyrir austan og nokkrir fyrir vestan land. Vídalín landaði í fyrradag rúmum 80 tonnum af ufsa og karfa. Bergey er komin í jólafrí og […]