ÍBV lagði B(esta) liðið í bráðskemmtilegum leik

Þrátt fyrir hetjulega baráttu, þá náði B(esta) liðið ekki að leggja A-lið ÍBV að velli þegar liðin áttust við í 16-liða úrslitum Símabikarsins. Leikurinn var hinn skemmtilegasti enda leikurinn fyrst og fremst gerður til skemmtunar og til að safna fyrir góðu málefni. Um 600 manns fylltu gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar og skemmtu sér konunglega. Eftir svakalegan […]

Skemmtilegar Jólaperlur

Í gærkvöldi fóru fram hinir árlegu styrktartónleikar fyrir Æskulýðsfélag Landakirkju, Jólaperlur en á tónleikunum komu bæði fram ungir og efnilegir tónlistarmenn og svo þeir sem eldri eru og reyndari. Tónleikarnir voru afskaplega vel heppnaðir en um undirleik sá Leikhúsbandið. (meira…)

Dagskrá þrettándahátíðar tilbúin

Dagskrá þrettándahátíðar álfa, trölla og jólasveina er nú klár en hátíðahöldin hefjast fimmtudaginn 3. janúar og standa fram á sjálfan þrettándann, sunnudaginn 6. janúar. Meðal dagskrárliða er ljósmyndasýning Óskars Péturs, tónleikar með Jóni Jónssyni, Grímuball Eyverja, Tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni, opið hús hjá Slökkviliðinu, söfnin opin og ratleikur og síðast en ekki síst sjálf þrettándagleði ÍBV. […]

Vinnslustöð greiðir 200 þúsund króna kaupauka

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum ákvað að starfsmenn í landvinnslu fyrirtækisins fengju greiddan 200.000 króna kaupauka nú fyrir jólin, þ.e. þeir sem hafa verið í fullu starfi allt árið. Aðrir fá greitt í samræmi við starfshlutfall. (meira…)

Bandarískur ruðningsþjálfari aðstoðar B-liðið

Nú líður senn að stórleiknum milli A og B-liðs ÍBV. Mikill spenningur er í bænum vegna þessa leiks og samkvæmt heimildum eyjafrétta.is er að verða uppselt á leikinn, þrátt fyrir að 100 miðum hafi verið bætt við. Þjálfarateymi B-liðsins er mjög vel undirbúið fyrir þennan leik og fátt mun koma á óvart í leik A-liðsins […]

Gunnar Heiðar á förum frá Norrköping?

Mörg félög hafa sýnt Eyjamanninum Gunnar Heiðari Þorvaldssyni mikinn áhuga að því er umboðsmaður hans, Ólafur Garðarsson, segir í viðtali við sænska netmiðilinn fotbollskanalen. Gunnar Heiðar átti afar góðu gengi að fagna með sænska liðinu Norrköping á leiktíðinni en hann endaði sem annar markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með 17 mörk. Gunnar á eitt ár eftir […]

Eldur kom upp um borð í Kap

Rétt rúmlega fimm í gær var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað að Kleifarbryggju þar sem uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, Kap VE lá við bryggju. Eldur hafði komið upp á dekki skipsins en þar hafði gasleiðsla farið í sundur. Vel gekk hins vegar að ráða niðurlögum eldsins en eins og tíðindamaður Eyjafrétta komst að orði, þá voru skemmdir eru þær […]

Leikurinn í beinni á netinu

Vegna gífurlegs þrýstings frá fjölmiðlum, bæði innanlands en ekki síður utanlands, hefur verið ákveðið að hafa leik B-liðsins og ÍBV í 16 liða úrslitum Símabikarsins í beinni útsendingu á netinu. Vitað er að bæði BBC og Sky munu koma inn í beina útsendingu með fréttir af leiknum, og sömu sögu er að segja af þremur […]

Og hvað svo?

Mikið er ég ánægður með umræðuna sem fylgdi í kjölfar birtingu á opnu bréfi mínu til Herjólfs í byrjun vikunnar, sem ég veit reyndar ekki fyrir víst hvort svarað hafi verið, en nóg um það. Það sem verra er að ég er litlu nær, hvort yfirleitt verði siglt í vetur til Landeyjarhafnar. Einnig hefði mátt […]

Aukaflug hjá Erni í dag

Flugfélagið Ernir hefur bætt við aukaflugum til Eyja á morgun föstudag. Farið verður frá Reykjavík kl 12:00 og frá Eyjum 12:45. Reynt verður eftir fremsta megni að anna þeirri eftirspurn sem myndast nú fyrir jólin. Fólk er kvatt til að panta tímanlega á www.ernir.is eða í símum 562-2640 og 481-3300 (meira…)