Fengu undanþágu fyrir fleiri miðum

Í gær seldist síðasti miðinn í forsölu á stórleik B-liðsins og ÍBV sem fer fram í gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar á morgun klukkan 19:00. Þessi mikli áhugi á leiknum þarf ekki að koma neinum á óvart, enda verður öllu til tjaldað, skemmtiatriði fyrir leik og í hálfleik og betri stofa B-liðsins verður opnuð. Forráðamenn B-liðsins hafa […]

Samverkandi þættir loka Landeyjahöfn

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips ítrekar að ekki sé hægt að taka einn þátt úr varðandi þau vandamál sem hafa skapast í Landeyjahöfn, eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri gerir í aðsendri grein sem birtist á Eyjafréttum. Ólafur segir að samverkandi þættir valdi því að ekki sé hægt að sigla upp í Landeyjahöfn, ekki bara að […]

Ítrekað í mótsögn við sjálfan sig

Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þá aðila sem koma að málefnum Landeyjahafnar, tali ítrekað í mótsögn við sjálfan sig. „Það er ótækt að þeir sem koma að málum Landeyjahafnar virðast ítrekað vera í mótsögn við sjálfan sig. Stundum virðist manni þeir farnir að stunda stífar deilur við spegilmynd sína. Á vef ykkar í dag er haft […]

Höfnin er vandamálið – ekki ferjan

Formaður Rannsóknarnefndar sjóslysa segir að Landeyjahöfn sé vandamálið, ekki Herjólfur, og vitnar til niðurstöðu athugunar á óhappi sem varð í innsiglingunni á árinu 2010. Nefndin skrifaði Siglingastofnun og lýsti yfir áhyggjum af öryggi skips, áhafnar og farþega. Ingi Tryggvason segir að atvik sem síðar hafi orðið hafi ekki dregið úr áhyggjum nefndarinnar – heldur þvert […]

Jólaperlur í kvöld í Safnaðarheimilinu

Tónleikarnir Jólaperlur verða haldnir í kvöld í fjórða sinn í Safnaðarheimili Landakirkju. Tónleikarnir eru til styrktar Æskulýðsfélagi Landakirkju og eru þeir burðarliður í því starfi. Á tónleikunum koma fram ásamt Leikhúsbandinu, Tríó Grande þau Sólveig Unnur, Birkir Thór og Hrafnhildur, Berglind Sigmars, Birta Birgis, Elías Fannar, Hannes Már, Helga Sóley, Sara Renee, Una Þorvalds og […]

Elliði bæjarstjóri afar ósáttur við misvísandi upplýsingar

„Algerlega fráleitt að halda því fram að rannsókn RNS á ákveðnu atviki geri það að verkum að ekki sé hægt að sigla til Landeyjarhafnar” segir formaður Rannsóknanefndar sjóslysa í bréfi til bæjarstjóra. „RNS getur ekki séð að viðeigandi aðilum ætti að vera neitt að vanbúnaði og leysa þau vandamál sem til staðar eru varðandi siglingar […]

Menn úr stáli

Leikmenn og forráðamenn B-liðs ÍBV í handbolta eru klárir í slaginn á föstudaginn þegar þeir mæta A-liði ÍBV í 16-liða úrslitum Símabikarsins. Meðal leikmanna B-liðsins eru báðir þjálfarar A-liðsins, þeir Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson og spurning hver muni stýra A-liðinu í leiknum mikilvæga. Leikmenn B-liðsins mæta fullir sjálfstrausts í leikinn eins og sjá má […]

Hver vill ekki sjá Daða Páls eins og vakúmpakkaðan kjúkling?

Góðan dag Eyjamenn. Okkur hjónum langar, í ljósi þess að einn mesti stórleikur sem fram hefur farið í Íþróttahúsi Eyjanna, mun eiga sér stað föstudaginn 21. desember þar sem A-lið ÍBV og B(esta) lið ÍBV munu mætast, viljum við hjónin hvetja alla Eyjamenn til að mæta og upplifa eina mestu íþróttaskemmtun sem fólk getur upplifað […]

Undirbúningur undir það versta en von eftir því besta

Þetta hafa verið einkunnarorð þeirra sem að vinna í bráðaþjónustu á Íslandi í gegnum tíðina, bæði á sjó og landi. Upp er komið úr krafsinu að það sé ekki til áætlun um björgun fólks ef Herjólfur strandar í Landeyjarhöfn eða við hana. Nú liggur fyrir að skipið er búið að sigla með mörg hundruð þúsund […]

Hemmi Hreiðars segir David James ekki á leið í ÍBV

ÍBV ætlar að fá nýjan markvörð til að fylla skarð Abel Dhaira sem gekk til liðs við Simba í Tansaníu um helgina. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, segir að ekki sé ljóst hver muni standa á milli stanganna hjá liðinu næsta sumar. „Það er allt galopið. Þetta er nýkomið upp. Við vonuðumst til að Abel yrði […]