Minning um mann endurútgefið

Í vikunni hefjast upptökur á lagi Gylfa Ægissonar, Minning um mann sem Eyjasveitin Logar gerðu ódauðlegt snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Lagið verður endurútgefið í tilefni stórtónleikanna Yndislega Eyjan mín í Eldborgarsal Hörpu þann 26. janúar næstkomandi, þar sem þess verður minnst að 40 ár eru liðin frá því að eldsumbrotin hófust í Heimaey. […]
Herjólfur úr þurrkví

Herjólfur er kominn úr þurrkví og viðgerð virðist því vera lokið. Skipið hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði í tvær vikur eftir að hafa lent í öðrum af tveimur hafnargörðum Landeyjahafnar. Við áreksturinn brotnaði eitt af fjórum skrúfublöðum af annarri skrúfu skipsins og hin þrjú skemmdust. Samkvæmt tilkynningu frá Herjólfi í morgun, er áætlað að […]
Eyjaflug flýgur á Bakka í dag

Eyjaflug verður að fljúga milli Bakka og Eyja á morgun mánudag. Vélin fer úr Reykjavík kl. 9:30 til Eyja, þeir sem vilja nýta sér far frá Reykjavík hringi í síma 662-4500 Flogið verður milli Bakka og Eyja fram eftir degi og aftur til Reykjavíkur um kl 16:30 upplýsingar og bókanir í síma 662-4500 og í […]
Forréttindi að hafa kynnst filmunni og flasskubbnum

Um helgina opnaði Elísa ljósmyndir ehf. vefsíðu á slóðinni www.oskarp.is en maðurinn á bak við Elísu er Eyjafréttum vel kunnur, Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari. Við heyrðum aðeins í kappanum. „Oft þegar maður er að mynda einhvers staðar hefur fólk spurt mig hvar hægt sé að sjá myndirnar, en þær hafa margar hverjar birst hjá Eyjafréttum […]
Áætlað að Herjólfur sigli frá �?orlákshöfn í dag

Herjólfur mun, ef áætlanir ganga eftir sigla seinni ferð mánudagsins frá Þorlákshöfn, til Vestmannaeyja en farið verður frá Þorlákshöfn 19:15. Þetta kemur fram á heimasíðu skipsins en Breiðafjarðarferjan Baldur sigldi sína síðustu ferð í Landeyjahöfn í gærkvöldi en skipið hélt síðan rakleiðis vestur. (meira…)
Fíkniefnaakstur í Eyjum í nótt

Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn við akstur í Vestmannaeyjum í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóð var tekið úr manninum til rannsóknar og beðið er eftir niðurstöðum úr því til að ákveða næstu skref í málinu. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu. (meira…)
ÍBV vann stóran sigur á Fjölni

Leikur kattarins að músinni, ÍBV og Fjölnis í 10. umferð 1. deildar karla fór fram í gærkvöldi í Grafarvogi. Í hálfleik hafði ÍBV nánast gert út um leikinn, þá var saðan 23-7. Og þegar flautað var til leiksloka hafði ÍBV skorað 40 mörk en Fjölnir 18 mörk. Andri Heimir og Nemanja Malovic voru markhæstir með […]
Baldur siglir í Landeyjar samkvæmt áætlun á ný

Stefnt að brottför Baldurs í næstu ferð frá Vestmannaeyjum kl. 17:30 og frá Landeyjahöfn kl. 19:00 og siglingum skv. áætlun í kvöld og fram til kl. 19:00 á morgun sunnudag. Eftir það siglir Baldur aftur í Breiðafjörðinn til að sinna siglingaleiðinni milli Stykkishólms og Bránslækjar á ný. (meira…)
Svavar Knútur með tónleika á Kaffi Kró

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur heldur tónleika á Kaffi Kró á sunnudagskvöld klukkan 20:30. Þetta er í annað sinn sem Svavar Knútur heimsækir Eyjarnar og leikur tónlist sína fyrir heimamenn en síðustu tónleikar þóttu afar vel heppnaðir. Svavar mun m.a. kynna nýja plötu sína, Ölduslóð, auk þess að leika eldri lög. (meira…)
Vill friða Stapatúnið fyrir beit

Á stjórnarfundi Náttúrstofu Suðurlands sem haldinn var í vikunni, koma fram áhyggjur af fjárhagsstöðu stofunnar. Fram kemur að tekjur stofunnar á næsta ári verða kr. 19.500.000, launakostnaður er áætlaður kr 18.755.000 svo ljóst er að lítið fjármagn er eftir til reksturs stofunnar ef ekki koma til meiri tekjur. Stjórnin hvetur starfsmenn til að skoða alla […]