Jólaperlur 20. des. í Safnaðarheimili

Jólaperlur, árlegir jólatónleikar Birkis Thórs Högnasonar, til styrktar Æskulýðsfélagi Landakirkju, verða á sínum stað fyrir jólin eða nánar tiltekið þann 20. desember klukkan 20:00 í Safnaðarheimili kirkjunnar. Þar kemur fram fjöldi söngvara ásamt jólatríói og Leikhúsbandinu. Tónleikarnir verða með hefðbundnu sniði þar sem boðið verður upp á kaffi og með því í bland við fallega […]
�?tgáfupartý í Eymundsson á laugardaginn

Á laugardaginn kynnir Jóna Ósk Pétursdóttir bók sína, Frábær eftir fertugt, í Eymundsson og les upp úr henni klukkan 16.00. Í bókinni fjallar Jóna Ósk á opinskáan hátt um líkamlega og andlega heilsu kvenna á breytingaskeiði. Hún hvetur bæði karla og konur til að mæta en einn kaflinn í bókinni er ætlaður mökum. (meira…)
�?tgáfuteiti bókar Árna á morgun, laugardag

Um síðustu helgi, laugardaginn 1. desember, var ætlunin að fagna útkomu bókarinnar Eyjar og úteyjalíf með verkum Árna Árnasonar, símritara. Vegna tafa í prentsmiðju varð að fresta þeim fagnaði um viku en útgáfuteitið verður á laugardaginn kemur, 8. desember. (meira…)
Kveikt á jólatrénu á morgun, laugardag

Enn á ný á að reyna að kveikja ljósin á jólatrénu á Stakkagerðistúni en athöfninni hefur í tvígang verið frestað vegna veður. En allt er þegar þrennt er, eins og það stendur og nú á að reyna kveikja á trénu á morgun, laugardag klukkan 17:30. Eins (meira…)
Skrokkurinn á Baldri hentar mjög vel fyrir Landeyjahöfn

Eftir að í ljós kom að Herjólfur þyrfti að fara í viðgerð, var Breiðafjarðarferjan Baldur fengin til að leysa Herjólf af hólmi, við litla hrifningu fyrir vestan. Siglingar Baldurs í Landeyjahöfn hafa gengið mjög vel, en aðeins hafa fallið út fjórar ferðir, síðan skipið hóf siglingar mánudaginn 26. nóvember. (meira…)
�?tla að æfa björgun fólks úr Herjólfi

Vinnuhópur, sem fer yfir þætti sem lúta að björgun fólks úr Herjólfi við Landeyjahöfn, á að skila niðurstöðum fyrir 10. janúar 2013. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli boðaði til fundar um öryggismál í Landeyjahöfn og þar var ákveðið að ráðast í þessa vinnu. (meira…)
Orkan er undirstaða öflugs atvinnulífs

Hver er þín afstaða til virkjana? Var ein af þeim spurningum sem ég fékk á ferð minni um Suðurlandi nýlega. Spurningin kom frá bóndakonu í Álftaveri. Ég svaraði því til að ég væri hlynnt virkjanaframkvæmdum en að sjálfsögðu yrðu þær að vera gerðar á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Konan var sátt við svarið og bætti […]
Hundur týndur

Halldór Waagfjörð varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að tapa hundinum sínum skammt frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins við Strandveg. Hundurinn stökk út úr bíl eigandans og hvarf sjónum nú fyrir skömmu. Hann, þ.e. hundurinn, er með hringað skott og nafnið hans, Dimmi er á hálsólinni. (meira…)
ÍBV vs. ÍBV – 21. desember

Nú þegar stutt er orðið í leik ÍBV A og ÍBV (B)etra fer markaðsdeild (B)etra liðsins hamförum. Ekkert er til sparað enda málefnið brýnt. Í meðfylgjandi myndbandi sem Ridley Scott og Baltasar Kormákur hafa tekið saman fyrir markaðsdeildina sést hversu feikna sterkt og öflugt liðið er. (meira…)
Eldvarnarátak slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Árlegt Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stóð yfir dagana 23. – 28. nóvember. Nemendur í 3. bekk fóru í heimsókn á slökkvistöðina þar sem Ragnar Baldvinsson slökkviliðsstjóri og hans menn tóku á móti hópnum. Fræddu þeir nemendur um nauðsynlegar eldvarnir og öryggi heimilisins. (meira…)