Hefja áætlunarflug til Eyja í næstu viku

Eyjaflug mun hefja áætlunarflug frá Reykjavíkurflugvelli til Vestmannaeyja miðvikudaginn 12.12.12 flogið verður alla daga vikunnar nema laugardaga brottför úr Reykjavík kl. 11:15 og frá Eyjum 13:00. Mæting í Reykjavík er hjá Flugfélagi Íslands og sjá þeir um innritun og fraktafgreiðslu. Verð á flugsæti er 9.500,- aðra leiðina (meira…)
Yndislega Eyjan mín �?? 40 árum síðar

Þann 26. janúar næstkomandi verða haldnir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu. Þar minnumst við dagsins sem enn þann dag í dag kallar fram sterkar minningar en fyrst og fremst þökkum við fyrir hve vel fór. Þökkum fyrir og gleðjumst yfir því að allir komust lífs af. (meira…)
Stefnt á að viðgerð á Herjólfi ljúki 11. desember

Nú sér fyrir endann á viðgerð Herjólfs en skipið hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði síðan mánudaginn 26. nóvember. Gera þurfti við skrúfu skipsins eftir að hún fór utan í staura við innsiglinguna en við það sködduðust þrjú af fjórum blöðum skrúfunnar og það fjórða fór af. (meira…)
Vegurinn úr Landeyjahöfn að Selfossi hættulegastur

Nokkuð hefur verið um óhöpp og slys á Suðurlandsvegi frá Landeyjahöfn að Selfossi og hafa nokkrir Eyjamenn verið meðal þeirra sem lent hafa í vandræðum. Ástæðan er mikil hálka á vegum í haust og aukin umferð úr Landeyjahöfn. Hefur Herjólfur, og nú Baldur, siglt nánast upp á hvern einasta dag í allt haust og farþegar […]
Síðdegisferð Baldurs fellur niður

Næsta ferð Baldurs fellur niður í dag, miðvikudaginn 5. desember. Ástæðan er ölduhæð og vindur í Landeyjahöfn en skipið átti að fara frá Eyjum 17:30 og frá Landeyjahöfn 19:00. Nú er ölduhæð 3,9 metrar og vindur í hviðum 24 metrar á sekúndu í Landeyjahöfn. Næsta tilkynning verður gefin út klukkan 19:00 varðandi síðustu ferð dagsins. […]
Tveir Eyjamenn í bann

Tveir leikmenn 1. deildarliðs ÍBV í handknattleik voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ. Leikmennirnir sem um ræðir eru Sigurður Bragason og Sindri Haraldsson en báðir fengu þeir útilokun með skýrslu í leik ÍBV og Víkings um síðustu helgi þar sem Eyjamenn höfðu betur. (meira…)
Enn þarf að fresta jólatrésskemmtun á Stakkó

Það ætlar að ganga illa að kveikja á jólatrénu á Stakkagerðistúni en í annað sinn þarf að fresta jólatrésskemmtuninni sem fyrirhuguð var klukkan 17:00 í dag. Veðrið hefur ekki gengið jafn hratt niður og vonir stóðu til en eins og er, er leiðindarok og rigning í Vestmannaeyjum. (meira…)
Næsta ferð Baldurs fellur niður

Næsta ferð Baldurs fellur niður í dag, miðvikudaginn 5. desember. Skipið átti að sigla frá Vestmannaeyjum 11:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 13:00. Næsta tilkynning varðandi ferðir síðdegis verða gefnar út klukkan 16:00 en áætlað er að sigla frá Eyjum 17:30 og frá Landeyjahöfn 19:00. (meira…)
Baldri skilað á mánudag

„Okkur er lofað að ferjan Baldur verði komin í siglingar á Breiðafirði á mánudag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá verður skipið búið að leysa leysa Herjólf af í siglingum til Vestmannaeyja í hálfan mánuð á meðan hann er í viðgerð. Upphaflega átti viðgerðin að taka viku. (meira…)
Ný bryggja í Landeyjahöfn

Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í gerð nýrrar þjónustubryggju í Landeyjahöfn. Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir að um sé að ræða nýja bryggju og verður hún staðsett gegnt ferjubryggjunni í höfninni. (meira…)