Hefja áætlunarflug til Eyja í næstu viku

Eyjaflug mun hefja áætlunarflug frá Reykjavíkurflugvelli til Vestmannaeyja miðvikudaginn 12.12.12 flogið verður alla daga vikunnar nema laugardaga brottför úr Reykjavík kl. 11:15 og frá Eyjum 13:00. Mæting í Reykjavík er hjá Flugfélagi Íslands og sjá þeir um innritun og fraktafgreiðslu. Verð á flugsæti er 9.500,- aðra leiðina (meira…)

Yndislega Eyjan mín �?? 40 árum síðar

Þann 26. janúar næstkomandi verða haldnir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu. Þar minnumst við dagsins sem enn þann dag í dag kallar fram sterkar minningar en fyrst og fremst þökkum við fyrir hve vel fór. Þökkum fyrir og gleðjumst yfir því að allir komust lífs af. (meira…)

Stefnt á að viðgerð á Herjólfi ljúki 11. desember

Nú sér fyrir endann á viðgerð Herj­ólfs en skipið hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði síðan mánudaginn 26. nóvember. Gera þurfti við skrúfu skipsins eftir að hún fór utan í staura við innsiglinguna en við það sködd­uðust þrjú af fjórum blöðum ­skrúfunnar og það fjórða fór af. (meira…)

Vegurinn úr Land­eyjahöfn að Selfossi hættulegastur

Nokkuð hefur verið um óhöpp og slys á Suðurlandsvegi frá Landeyjahöfn að Selfossi og hafa nokkrir Eyjamenn verið meðal þeirra sem lent hafa í vandræðum. Ástæðan er mikil hálka á vegum í haust og aukin umferð úr Landeyjahöfn. Hefur Herj­ólfur, og nú Baldur, siglt nánast upp á hvern einasta dag í allt haust og farþegar […]

Síðdegisferð Baldurs fellur niður

Næsta ferð Baldurs fellur niður í dag, miðvikudaginn 5. desember. Ástæðan er ölduhæð og vindur í Landeyjahöfn en skipið átti að fara frá Eyjum 17:30 og frá Landeyjahöfn 19:00. Nú er ölduhæð 3,9 metrar og vindur í hviðum 24 metrar á sekúndu í Landeyjahöfn. Næsta tilkynning verður gefin út klukkan 19:00 varðandi síðustu ferð dagsins. […]

Tveir Eyjamenn í bann

Tveir leikmenn 1. deildarliðs ÍBV í handknattleik voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ. Leikmennirnir sem um ræðir eru Sigurður Bragason og Sindri Haraldsson en báðir fengu þeir útilokun með skýrslu í leik ÍBV og Víkings um síðustu helgi þar sem Eyjamenn höfðu betur. (meira…)

Enn þarf að fresta jólatrésskemmtun á Stakkó

Það ætlar að ganga illa að kveikja á jólatrénu á Stakkagerðistúni en í annað sinn þarf að fresta jólatrésskemmtuninni sem fyrirhuguð var klukkan 17:00 í dag. Veðrið hefur ekki gengið jafn hratt niður og vonir stóðu til en eins og er, er leiðindarok og rigning í Vestmannaeyjum. (meira…)

Næsta ferð Baldurs fellur niður

Næsta ferð Baldurs fellur niður í dag, miðvikudaginn 5. desember. Skipið átti að sigla frá Vestmannaeyjum 11:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 13:00. Næsta tilkynning varðandi ferðir síðdegis verða gefnar út klukkan 16:00 en áætlað er að sigla frá Eyjum 17:30 og frá Landeyjahöfn 19:00. (meira…)

Baldri skilað á mánudag

„Okkur er lofað að ferjan Baldur verði komin í siglingar á Breiðafirði á mánudag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá verður skipið búið að leysa leysa Herjólf af í siglingum til Vestmannaeyja í hálfan mánuð á meðan hann er í viðgerð. Upphaflega átti viðgerðin að taka viku. (meira…)

Ný bryggja í Landeyjahöfn

Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í gerð nýrrar þjónustubryggju í Landeyjahöfn. Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir að um sé að ræða nýja bryggju og verður hún staðsett gegnt ferjubryggjunni í höfninni. (meira…)