Gæsahúð hríslaðist um salinn

Um síðustu helgi héldu Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja tónleika í Háskólabíó í Reykjavík. Í blaðinu Eyjafréttum fjallar Sigurgeir Jónsson um tónleikana og notar hástemdar lýsingar. Hann segist hafa sótt marga tónleika um ævina en þessir séu hiklaust þeir áhrifamestu. „Gæsahúð hríslaðist um salinn og á stöku stað sáust tár blika á hvarmi. Varla hægt að […]

Páll áfram formaður þjóðhátíðarnefndar

Páll Scheving Ingvarsson mun halda áfram formennsku Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Þetta tilkynnti hann á fundi með félagsmönnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Áður höfðu Páll og fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins tilkynnt að þeir ætluðu að hætta eftir um áratugastarf í nefndinni. (meira…)

Blind Bargain í Skúrnum á Rás 2 í kvöld

Eyjasveitin Blind Bargain verður aðalnúmerið í útvarpsþættinum Skúrinn á Rás 2 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:05 en í þættinum fá ungar og efnilegar íslenskar hljómsveitir tækifæri til að leika frumsamið efni fyrir hlustendur útvarpsstöðvarinnar. Blind Bargain er blússkotin rokksveit en hún er skipuð þeim Hannesi Má sem leikur á gítar og syngur, Skæringi Óla […]

Skorið niður hjá B-liðinu 10. desember næstkomandi

Leikur karlaliða ÍBV í handbolta, ÍBV og B-liðsins í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar, verður föstudaginn 21. desember næstkomandi. B-liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn, eða allavega eins miklum krafti og býr í þessum uppgjafarleikmönnum. Þó leynast þarna inn á milli öflugir peyjar, eins og knattspyrnumennirnir Hermann Hreiðarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og fiskverkandinn Daði Pálsson, […]

�?keypis töfranámskeið í Eymundsson

Einar Mikael, töframaður, verður með töfranámskeið og kynningu á nýja töfradisknum sínum í Eymundsson í dag, fimmtudag klukkan 16:30. Allir þátttakendur fá frítt töfradót að gjöf í lok nám­skeiðsins en frítt er á það. (meira…)

�?ingmenn þrýsta á aðgerðir í Landeyjahöfn

Þingmannahópurinn í Suðurkjördæmi fundaði í gær með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra um stöðu Landeyjahafnar og Herjólfs. Þingmennirnir settu fram þær kröfur að öryggi farþega verði í fyrirrúmi og því mikilvægt fyrir skipstjórnendur að hafa fengið nægilega þjálfun til siglinganna og að hafa þau tæki sem til þarf, til að meta hvort hægt sé að sigla inn […]

Djúpið í Landakirkju?

Forystu Ofanleitissóknar hefur borist fyrirspurn hér á síðum Eyja­frétta varðandi kvikmyndun á mynd Baltasar Kormáks, Djúpinu. Spurt er um ástæður þess að inniatriði úr kvikmyndinni var ekki tekin upp inni í Landakirkju. Mun það hafa verið atriði frá minningarathöfn sem haldin var í Landakirkju og vísað er til í sögu kvikmyndarinnar. (meira…)

Svar við greininni �??Af hverju ekki í Landakirkju?�??

Í síðasta tölublaði Eyjafrétta var grein frá Sigurfinni Sigurfinnssyni fyrrverandi meðhjálpara í Landakirkju. Þar spyr hann spurninga sem snúa að því að Landakirkja var ekki notuð í mynd Baltasar Kormáks, Djúpið. (meira…)

Svo raunverulegt, að þeir fundu fyrir sjóveiki

Á mánudaginn voru Guðlaugur Ólafs­son og Steinar Magnússon, skipstjórar á Herjólfi, Sigurður Áss Grétarsson frá Siglingastofnun og Jóhannes Jó­hann­esson skipaverkfræðingur í sigl­ingahermi í Danmörku þar sem reynt er að líkja eftir aðstæðum í Landeyja­höfn eins og kostur er. Verkefni þetta er á vegum stýrihóps um nýsmíði Herj­ólfs. Er þetta einkum gert með nýjan Herjólf í […]

Tvö fíkniefnmál í vikunni

Tvö fíkniefnamál hafa komið upp hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum síðustu tvo daga. Síðdegis á mánudaginn var aðili handtekinn á flugvellinum í Vestmannaeyjum með um 30 grömm af marhíuana. Hann viðurkenndi að eiga efnin og sgaði þau til eigin nota. Maður þessi er á 20 ára gamall. Málið telst upplýst. (meira…)