Leit að hentugra skipi bar ekki árangur

Guðmundur ÞB Ólafsson skrifaði á dögunum opið bréf sem birt var á Eyjafréttum undir fyrirsögninni Og hvað svo. Í bréfinu óskaði Guðmundur eftir svörum við nokkrum spurningum um Landeyjahöfn. Vegagerðin hefur ein svarað bréfi Guðmundar en hér að neðan má sjá þau svör sem honum voru send. (meira…)
�?rettándinn hefst með ljósmyndasýningu �?skars Péturs

Dagskrá Þrettándahelgarinnar í Vestmannaeyjum hefst í dag með opnun ljósmyndasýningar Óskars Pétur Friðrikssonar. Sýningin opnar klukkan 17:00 í Safnahúsinu en á sýningunni verður úrval mynda sem Óskar Pétur hefur tekið á ferlinum, Eyjamyndir, landslags-, mannlífs-, atvinnulífs- og hátíðarmyndir. (meira…)
Mikið líf og fjör í Höfðavík

Það var heldur betur líf og fjör í Höfðavík í gær þegar Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari átti þar leið um. Svo virðist sem síldartorfa hafi synt inn í víkina þannig að bæði fuglar og sjávardýr nýttu tækifærið og fengu sér gott í gogginn, ef svo mætti að orði komast. Þarna var fjöldinn allur af súlum […]
Flott auglýsing hjá Karatefélagi Vestmannaeyja

Íþróttafélög eru í stöðugri samkeppni um iðkendur en Karatefélag Vestmannaeyja fer ótroðnar slóðir í baráttunni. Félagið fékk Harald Ara Karlsson til að útbúa myndband fyrir sig, hálfgerða auglýsingu en afraksturinn er sannarlega glæsilegur. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)
Tónleikjum Jóns Jónssonar flýtt

Tónleikar Jóns Jónssonar í Höllinni í kvöld hefjast klukkan 21:00 en ekki klukkan 22:00 eins og auglýst hefur verið. Er þetta gert í samráði við tónleikahaldara og gert til að koma til móts við fjölskyldufólk og unga fólkið, sem þarf að mæta snemma í skóla á morgun, föstudag. (meira…)
Brutust inn og hótuðu íbúa hússins

Að kvöldi 28. desember síðastliðinn ruddust tveir menn inn í hús við Heiðarveg og höfðu í hótunum við einn íbúa hússins. Lögreglan var kölluð á staðinn og ræddi við þann sem hótað var en hann vildi lítið tjá sig við lögreglu varðandi atvikið og vildi ekki upplýsa um það hverjir þarna voru á ferð. (meira…)
Áramót og úrsögn

Merkilegt ár að baki hjá mér að mörgu leiti, en í minningunni hjá mér mun 2012 vera t.d. fyrsta árið í 35 ár, sem ég veiði engan lunda. Var reyndar boðið að fara norður í land, en með svo stuttum fyrirvara að ég sleppti því. Það kom mér hins vegar ekki á óvart hversu mikið […]
Krabbavörn fékk á aðra milljón í dag

Krabbavörn Vestmannaeyja fékk í dag myndarlegan styrk upp á tæpar tvær milljónir. Féð safnaðist m.a. í Gamlársgöngu og 7 tinda göngunni fyrr á árinu en bæði fyrirtæki og einstaklingar gáfu fé eða borguðu sig í gönguna. Alls var ágóðinn úr þessu 1.594.000 kr. Þá söfnuðust 229.000 kr úr sölu á bolum með bleiku slaufunni og […]
�?jóðhátíð og íþróttir

Eins og undanfarin ár tekur ritstjórn Eyjafrétta saman mest lesnu fréttir ársins á Gamlársdag. Þegar farið er yfir listann yfir 10 vinsælustu fréttir ársins, má sjá að fréttir af þjóðhátíð og íþróttum eru vinsælar en sjö af tíu vinsælustu fréttum ársins eru annað hvort íþróttatengdar eða af þjóðhátíð. Þess má til gamans geta að fréttin […]
Vuvuzela-lúðurinn veldur ónæði í Vestmannaeyjum

Það muna líklega flestir knattspyrnuaðdáendur eftir Vuvuzela-lúðrinum alræmda sem varð heimsfrægur á svipstundu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem var haldið í Suður-Afríku árið 2010. Alræmdur er líklega betra orð yfir það. (meira…)