Jólin í Landakirkju

Jóladagskráin í Landakirku þessi jólin eru með hefðbundnu sniði. Í Eyjafréttum má sjá alla dagskrá kirkjunnar um jólahátíðina; aftansöng, hátíðarguðsþjónustur og helgistundir frá aðfangadegi til þrettánda jóladagsins. Prestar og starfsfólk Landkirkju óska öllum gleðilegra jóla, árs og friðar þess er jólin hverfast um, Jesú Krists, Frelsara mannkyns. (meira…)
Steini og Olli byggja dæluhúsið á Eiðinu

Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni, að ganga til samninga við Byggingafyrirtækið Steina og Olla um byggingu á dæluhúsi og þróm á Eiðinu. Skolplagnir stórs hluta bæjarins fara sjóinn út af Eiðinu en þar var í haust sett ný lögn út á meira dýpi en verið hefur. Þegar dæluhúsið verður tekið í […]
Vill að tryggt verði að samgöngur um Landeyjahöfn verði í boði allt árið

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem haldinn var á fimmtudaginn var samþykkt ályktun um samgöngumál. Var ályktunin samþykkt samhljóða, en Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar og rekstrarstjóri Herjólfs vék af fundi á meðan málið var rætt. „Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir miklum vonbrigðum með að enn skuli ekki vera hægt að tryggja eðlilegar samöngur við Vestmannaeyjar allt árið. […]
15 taka þátt í prófkjöri í Suðurkjördæmi

Fimmtán manns gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 26. janúar 2013. Frambjóðendur í stafrófsröð: (meira…)
Jólaspjall

Moren. Jæja nálgast nú hátíð ljóss og friðar. Er þá ekki við hæfi að skamma útgerðarmennina ofurlítið. en fyrst að fiskiríinu. Það hefur verið ágætt undanfarið miðað við árstíma. Flestir eru fyrir austan og nokkrir fyrir vestan land. Vídalín landaði í fyrradag rúmum 80 tonnum af ufsa og karfa. Bergey er komin í jólafrí og […]
ÍBV lagði B(esta) liðið í bráðskemmtilegum leik

Þrátt fyrir hetjulega baráttu, þá náði B(esta) liðið ekki að leggja A-lið ÍBV að velli þegar liðin áttust við í 16-liða úrslitum Símabikarsins. Leikurinn var hinn skemmtilegasti enda leikurinn fyrst og fremst gerður til skemmtunar og til að safna fyrir góðu málefni. Um 600 manns fylltu gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar og skemmtu sér konunglega. Eftir svakalegan […]
Skemmtilegar Jólaperlur

Í gærkvöldi fóru fram hinir árlegu styrktartónleikar fyrir Æskulýðsfélag Landakirkju, Jólaperlur en á tónleikunum komu bæði fram ungir og efnilegir tónlistarmenn og svo þeir sem eldri eru og reyndari. Tónleikarnir voru afskaplega vel heppnaðir en um undirleik sá Leikhúsbandið. (meira…)
Dagskrá þrettándahátíðar tilbúin

Dagskrá þrettándahátíðar álfa, trölla og jólasveina er nú klár en hátíðahöldin hefjast fimmtudaginn 3. janúar og standa fram á sjálfan þrettándann, sunnudaginn 6. janúar. Meðal dagskrárliða er ljósmyndasýning Óskars Péturs, tónleikar með Jóni Jónssyni, Grímuball Eyverja, Tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni, opið hús hjá Slökkviliðinu, söfnin opin og ratleikur og síðast en ekki síst sjálf þrettándagleði ÍBV. […]
Vinnslustöð greiðir 200 þúsund króna kaupauka

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum ákvað að starfsmenn í landvinnslu fyrirtækisins fengju greiddan 200.000 króna kaupauka nú fyrir jólin, þ.e. þeir sem hafa verið í fullu starfi allt árið. Aðrir fá greitt í samræmi við starfshlutfall. (meira…)
Bandarískur ruðningsþjálfari aðstoðar B-liðið

Nú líður senn að stórleiknum milli A og B-liðs ÍBV. Mikill spenningur er í bænum vegna þessa leiks og samkvæmt heimildum eyjafrétta.is er að verða uppselt á leikinn, þrátt fyrir að 100 miðum hafi verið bætt við. Þjálfarateymi B-liðsins er mjög vel undirbúið fyrir þennan leik og fátt mun koma á óvart í leik A-liðsins […]