Eyjaflug gefur í

Flugfélagið Eyjaflug flýgur á milli Bakka og Vestmannaeyja í dag sunnudaginn 25 nóv. Farið verður frá Reykjavíkurflugvelli kl. 9 ef einhverjir vilja nýta sér far frá Reykjavík til Eyja kostar farið 6.000,- Byrjað verður að fljúga frá Bakka til Eyja kl. 9:30 verður loftbrú milli Bakka og Eyja til kl. 16, lengur ef þarf, eftir […]
Ingibjörg Birta og Valbjörg Rúna unnu aðalverðlaunin

Í dag fór fram keppni í Stíl 2012 en Stíll er fatahönnunar-, hárgreiðslu- og förðunarkeppni. Keppendur sýna fram á hæfni sína í öllum þessum þáttum og skila jafnframt inn möppu með hönnunarferlinu. Fulltrúar Féló í Eyjum voru þær Ingibjörg Birta Jónsdóttir og Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir. Þær gerðu sér lítið fyrir og unnu aðalverðlaunin. (meira…)
Mikið flug framundan milli lands og Eyja

Í ljósi þeirra frétta að Herjólfur mun sigla í Þorlákshöfn á morgun sunnudag og fara í slipp á mánudag mun Flugfélagið Ernir auka flug til Eyja til að anna þeirri eftirspurn sem myndast hefur nú þegar. Sett hefur verið upp aukaflug á morgun, sunnudag, og hefur Flugfélagið Ernir í hyggju að setja upp enn fleiri […]
Nýr leikmaður til ÍBV

Ragnar Pétursson skrifaði í dag undir eins árs samning við knattspyrnulið ÍBV. Ragnar er uppalinn hjá Hetti á Egilsstöðum en hann hefur skorað 45 leiki og skorað 2 mörk fyrir Hött. Ragnar, sem hefur verið fastamaður í liði Hattar síðustu tvö ár, er aðeins 18 ára og þykir einn af efnilegustu miðjumönnum landsins í sínum […]
Gott stig á erfiðum útivelli

Karlalið ÍBV sótti í dag topplið 1. deildarinnar, Stjörnuna, heim í Garðabæinn. Fyrir leikinn munaði aðeins einu stigi á liðunum en Stjarnan var í efsta sæti með 13 stig, eins og Víkingur en ÍBV var í þriðja sæti með 12. Eyjamenn voru með undirtökin í fyrri hálfleik en síðari hálfleikur var í járnum. Lokatölur urðu […]
Straumum utan Landeyjahafnar um að kenna

Við lentum í straum þarna fyrir utan höfnina. Hann bar skipið af leið og önnur skrúfan tekur niður í vestari hafnargarðinum og laskast við það,“ segir Gunnlaugur Grettisson rekstarstjóri Herjólfs um óhapp sem átti sér stað við Landeyjarhöfn. Að sögn Gunnlaugs lenti skrúfa skipsins annað hvort í kanti grjótgarðsins eða slóst í staur sem þar […]
Setur upp aukaflug á morgun:

Flugfélagið Ernir hefur sett upp aukaflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja á morgun, sunnudag. Farið verður frá Reykjavík 13:30 og frá Eyjum 14:15. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar á morgun, því er líklegt að fleiri nýti sér flugleiðina. (meira…)
Jórunn Einarsdóttir í 5. sæti

Á fundi kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í dag var samþykktur framboðslisti til Alþingiskosninganna 27. apríl nk. Listinn var samþykktur samhljóða. Listinn er þannig skipaður: 1. sæti Arndís Soffía Sigurðardóttir, Lögfr.og varaþingm., Fljótshlíð 2. sæti Inga Sigrún Atladóttir, Guðfræðingur og bæjarfulltrúi, Vogum 3. sæti Þórbergur Torfason, Fiskeldisfræðingur, Höfn 4. sæti Einar Bergmundur Arnbjörnsson, Tækniþróunarstjóri, Ölfusi […]
Skemmdir á annarri skrúfu Herjólfs eftir óhappið í Landeyjahöfn í dag

Vegna óhappsins, sem varð í innsiglingu til Landeyjahafnar í hádeginu mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar í dag kl. 16:00 og aftur þaðan 20:30 (mæting kl. 20:00) Gert er ráð fyrir siglingum til Þorlákshafnar á morgun sunnudag en eftir það fer Herjólfur í viðgerð þar sem skemmdin á annarri skrúfunni verður löguð. (meira…)
Herjólfur í vandræðum í Landeyjahöfn

Farþegar Herjólfs hafa undanfarið haft samband við ritstjórn Eyjafrétta en þeir telja að Herjólfur hafi farið utan í annan af tveimur hafnargörðum Landeyjahafnar. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs í Vestmannaeyjum staðfesti að eitthvert óhapp hefði orðið í Landeyjahöfn en skipið er nú á leið til Eyja samkvæmt áætlun. (meira…)