�?skar í Höfðanum fagnaði sjötíu og fimm ára afmæli sínu

Óskar Jakob Sigurðsson, veðurathugunarmaður á Stórhöfða, varð 75 ára 19. nóvember s.l.. Óskar hélt upp á afmælið sitt í sal Veðurstofunnar sunnudaginn 18. nóvember og afþakkaði allar gjafir en útbjó þess í stað bauk þar sem vinir og vandamenn gátu gefið frjáls framlög til styrktar starfsemi Krabbameinsfélags Íslands. Hann færði félaginu svo baukinn á afmælisdegi […]

Gísli Helgason gefur út geisladisk

Nýr geisladiskur frá Gísla Helgasyni, blokkflautuskáldi og lagahöfundi er kominn í verslanir. Þetta er fimmti sólódiskurinn og jafnframt afmælisdiskur því Gísli fagnaði sextugsafmæli í apríl á þessu ári. Einnig eru liðin 50 ár frá því að Gísli hóf ferilinn sem blokkflautuleikari. Á diskinum eru 11 lög, öll með nýjum útsetningum. Þetta er fyrsti diskurinn í […]

B(esta)lið ÍBV kvenna fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Símabikarsins

Mikil gróska hefur verið í þroskuðum handknattleik í Vestmannaeyjum undanfarnar vikur og lætur kvenþjóðin ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Markvissar æfingar hafa verið í vetur undir harðri stjórn Unnar Sigmarsdóttur og hafa þar fyrrum stórstjörnur kvenhandboltans á borð við Vigdísi Sigurðardóttur, Ingibjörgu Jónsdóttur, Kötu Harðar og stórskyttuna Andreu Atladóttur ásamt fleiri yngri leikmönnum […]

Guðmundur orðinn leikmaður Sarpsborg 08

Guðmundur Þórarinsson, sem lék með ÍBV síðustu tvö tímabil, hefur nú skrifað undir samning hjá norska félaginu Sarpsborg 08 til ársins 2015. Félagið kynnti Guðmund sem leikmann sinn í dag og birti við hann viðtal á heimasíðu sinni. (meira…)

Ísfélag óskar eftir geymslusvæði á Kleifasvæðinu

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar í síðustu viku, lá fyrir ósk Ísfélags Vestmannaeyja hf. vegna geymslulóðar á Kleifum austan upptökumannvirkja. Ráðið samþykkir að úthluta Ísfélagi Vestmannaeyja hf. 1760m2 geymslusvæði á Kleifum til tíu ára. Ráðið leggur ríka áherslu á að gengið verði frá svæðinu á snyrtilegan hátt og hluti svæðis verði girtur af. (meira…)

ÍBV mætir B-liðinu

Athyglisverðasti leikur 16-liða úrslitum Símabikars karla er vafalaust leikur ÍBV og ÍBV B en dregið var í hádeginu. Með B-liðinu leika þjálfarar ÍBV, þeir Erlingur Richardsson og Arnar Pétursson en þetta er annað árið í röð sem Erlingur spilar gegn lærisveinum sínum, þar sem hann lék með B-liðinu í fyrra gegn HK, sem hann þjálfaði […]

Gömlumennirnir lögðu hið bráðefnileg lið 2. flokks ÍBV

Í gær fór fram úrtaksæfing hjá B(etra) liði ÍBV. Hluti af æfingunni var leikur við hins stórskemmtilega og öfluga 2. flokks ÍBV sem þykir með þeim sterkari á landinu. Ekki þarf að efast um að það mat láti nærri enda töpuðu unglingarnir ekki nema 17 – 24 fyrir B(etra) liðinu. Gömlu mennirnir fóru bratt af […]

Kári tryggði Wetzlar sigur á Füchse Berlin

Kári Kristján Kristjánsson átti ótrúlegan leik þegar að Wetzlar vann frábæran útivallarsigur á sterku liði Füchse Berlin, 28-27, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kári Kristján skoraði fjögur síðustu mörk Wetzlar, þar af sigurmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Alls skoraði hann sjö mörk í leiknum. (meira…)

Með nýrri ferju og endurbótum verður hún heilsárshöfn

Frá byrjun apríl hefur verið siglt samfellt milli Eyja og Landeyja­hafnar og er allt útlit fyrir að svo verði út nóvember. Ríflega 280 þús­und farþegar hafa farið með Herj­ólfi það sem af er ári eða um 120% fleiri en árið 2009. Eftir því sem lengra hefur liðið frá eldgosinu í ­Eyjafjallajökli hefur dregið úr sandseti […]

�?að leiðinlegasta sem ég hef lent í

Það hefur lítið farið fyrir Eiði Aroni Sigurbjörnssyni, knattspyrnumanninum efnilega úr Vestmannaeyjum, eftir að hann yfirgaf ÍBV í ágúst á síðasta ári og gerði fjögurra ára samning við Örebro. Eiður, sem er 22 ára gamall varnarmaður, kom við sögu í 7 leikjum með liði Örebro í fyrra en á nýafstaðinni leiktíð lék hann ekki eina […]