Gunnar Heiðar á förum frá Norrköping?

Mörg félög hafa sýnt Eyjamanninum Gunnar Heiðari Þorvaldssyni mikinn áhuga að því er umboðsmaður hans, Ólafur Garðarsson, segir í viðtali við sænska netmiðilinn fotbollskanalen. Gunnar Heiðar átti afar góðu gengi að fagna með sænska liðinu Norrköping á leiktíðinni en hann endaði sem annar markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með 17 mörk. Gunnar á eitt ár eftir […]
Eldur kom upp um borð í Kap

Rétt rúmlega fimm í gær var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað að Kleifarbryggju þar sem uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, Kap VE lá við bryggju. Eldur hafði komið upp á dekki skipsins en þar hafði gasleiðsla farið í sundur. Vel gekk hins vegar að ráða niðurlögum eldsins en eins og tíðindamaður Eyjafrétta komst að orði, þá voru skemmdir eru þær […]
Leikurinn í beinni á netinu

Vegna gífurlegs þrýstings frá fjölmiðlum, bæði innanlands en ekki síður utanlands, hefur verið ákveðið að hafa leik B-liðsins og ÍBV í 16 liða úrslitum Símabikarsins í beinni útsendingu á netinu. Vitað er að bæði BBC og Sky munu koma inn í beina útsendingu með fréttir af leiknum, og sömu sögu er að segja af þremur […]
Og hvað svo?

Mikið er ég ánægður með umræðuna sem fylgdi í kjölfar birtingu á opnu bréfi mínu til Herjólfs í byrjun vikunnar, sem ég veit reyndar ekki fyrir víst hvort svarað hafi verið, en nóg um það. Það sem verra er að ég er litlu nær, hvort yfirleitt verði siglt í vetur til Landeyjarhafnar. Einnig hefði mátt […]
Aukaflug hjá Erni í dag

Flugfélagið Ernir hefur bætt við aukaflugum til Eyja á morgun föstudag. Farið verður frá Reykjavík kl 12:00 og frá Eyjum 12:45. Reynt verður eftir fremsta megni að anna þeirri eftirspurn sem myndast nú fyrir jólin. Fólk er kvatt til að panta tímanlega á www.ernir.is eða í símum 562-2640 og 481-3300 (meira…)
Fengu undanþágu fyrir fleiri miðum

Í gær seldist síðasti miðinn í forsölu á stórleik B-liðsins og ÍBV sem fer fram í gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar á morgun klukkan 19:00. Þessi mikli áhugi á leiknum þarf ekki að koma neinum á óvart, enda verður öllu til tjaldað, skemmtiatriði fyrir leik og í hálfleik og betri stofa B-liðsins verður opnuð. Forráðamenn B-liðsins hafa […]
Samverkandi þættir loka Landeyjahöfn

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips ítrekar að ekki sé hægt að taka einn þátt úr varðandi þau vandamál sem hafa skapast í Landeyjahöfn, eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri gerir í aðsendri grein sem birtist á Eyjafréttum. Ólafur segir að samverkandi þættir valdi því að ekki sé hægt að sigla upp í Landeyjahöfn, ekki bara að […]
Ítrekað í mótsögn við sjálfan sig

Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þá aðila sem koma að málefnum Landeyjahafnar, tali ítrekað í mótsögn við sjálfan sig. „Það er ótækt að þeir sem koma að málum Landeyjahafnar virðast ítrekað vera í mótsögn við sjálfan sig. Stundum virðist manni þeir farnir að stunda stífar deilur við spegilmynd sína. Á vef ykkar í dag er haft […]
Höfnin er vandamálið – ekki ferjan

Formaður Rannsóknarnefndar sjóslysa segir að Landeyjahöfn sé vandamálið, ekki Herjólfur, og vitnar til niðurstöðu athugunar á óhappi sem varð í innsiglingunni á árinu 2010. Nefndin skrifaði Siglingastofnun og lýsti yfir áhyggjum af öryggi skips, áhafnar og farþega. Ingi Tryggvason segir að atvik sem síðar hafi orðið hafi ekki dregið úr áhyggjum nefndarinnar – heldur þvert […]
Jólaperlur í kvöld í Safnaðarheimilinu

Tónleikarnir Jólaperlur verða haldnir í kvöld í fjórða sinn í Safnaðarheimili Landakirkju. Tónleikarnir eru til styrktar Æskulýðsfélagi Landakirkju og eru þeir burðarliður í því starfi. Á tónleikunum koma fram ásamt Leikhúsbandinu, Tríó Grande þau Sólveig Unnur, Birkir Thór og Hrafnhildur, Berglind Sigmars, Birta Birgis, Elías Fannar, Hannes Már, Helga Sóley, Sara Renee, Una Þorvalds og […]