�?rtaksæfing B-liðsins á morgun

B-lið ÍBV í handbolta tryggði sér með glæsibrag sæti í 16 liða úrslitum en liðið sat hjá í fyrstu umferð. B-liðs einvaldurinn Daði Pálsson boðar til úrtaksæfingar á morgun, miðvikudag klukkan 17:30, þar sem þjálfari liðsins, bæjarstjórinn Elliði Vignisson mun meta eiginleika hvers leikmanns eftir þyng, gæðum og aldri. Æfingin felst í því að leikið […]

Hermann lék með ÍBV um helgina

Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, lék í fyrsta sinn opinberan leik með félaginu um helgina í heil fimmtán ár. ÍBV lék fyrstu tvo leiki sína í Íslandsmótinu í Futsal, annarsvegar gegn Aftureldingu og hins vegar gegn Þrótti. ÍBV vann báða leikina, 6:0 gegn Þrótti og 9:6 gegn Aftureldingu en seinni tveir leikir […]

Íris á þing

Íris Róbertsdóttir, grunnskólakennari í Vestmannaeyjum og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í dag sæti á Alþingi. Íris leysir Unni Brá Konráðsdóttur af hólmi en þetta er í þriðja sinn sem Íris tekur sæti á Alþingi. Fyrst komst hún á þing 2010 og svo aftur í maí 2011. (meira…)

Kærir dyravörð eftir átök

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og nokkur erill í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina. Nokkuð var um stympinga og þurftu fjórir að leita til læknis vegna áverka sem þeir fengu. Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar en þarna hafði einn af gestum, eins af veitingastöðum bæjarins, lent […]

Af hverju ekki í Landa­­kirkju?

Sl. fimmtu­dag fór ég og sá mynd Balt­­asars Kormáks, Djúpið, sem byggð er á hinu hörmulega sjóslysi sem hér varð 1984. Myndin var stórmögnuð í alla staði en eitt sló mig sem fyrr­verandi meðhjálpara ­Landakirkju til 18 ára. Það var atriðið í minningar­athöfninni um þá sem fórust, þar var myndin frekar brotin og það ­truflaði […]

Hulda Rós býður sig fram í 6. sæti

Hulda Rós Sigurðardóttir, meistaranemi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Sækist hún eftir stuðningi í sjötta sæti listans. (meira…)

Eyjamenn í miklum vandræðum með HK2

Karlalið ÍBV í handbolta lék gegn HK 2 í fyrstu umferð bikarkeppninnar í dag en leikurinn fór fram í Kópavoginum. Í gærkvöldi lék liðið gegn Selfossi í nágrannaslag 1. deildarinnar og sjálfsagt hefur sá leikur setið í leikmönnum ÍBV. En engu að síður hefðu Eyjamenn átt að vinna fyrirhafnarlítinn sigur en annað kom á daginn. […]

Stelpurnar áttu aldrei möguleika gegn Val

Kvennalið ÍBV mætti Íslands- og bikarmeisturum Vals á útivelli í síðustu umferð N1 deildar kvenna á þessu ári. Skemmst er frá því að segja að ÍBV átti aldrei möguleika í leiknum því Valur sigraði með tólf mörkum, 34:22, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik 17:8. (meira…)

Flokksval í fullum gangi

Enn er hægt að kjósa í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík og Suðurkjördæmi. Kjörstöðum í Suðurkjördæmi var lokað klukkan 17, en hægt verður að kjósa á netinu til kl. 18. Þar eru 3.500 á kjörskrá og höfðu tæplega 1.500 kosið kl. 17. (meira…)

Fréttir eins og facebook fyrri tíma

Haraldur Halldórsson, starfsmaður Safnahúss Vestmanna­eyja, hefur undanfarna mánuði unnið hörðum höndum við að skanna tölublöð Frétta. Samstarfssamningur er í gildi milli Vestmannaeyjabæjar og Eyja­sýnar, sem gefur út vikublaðið sem í dag heitir Eyjafréttir en í náinni framtíð verður hægt að nálgast öll tölublöð Frétta og ­Eyjafrétta á vefsíðu blaðsins, ­Eyjafréttir.is og á Heimaslóð.is. Um er […]