Svik og óheilindi stjórnmálamanna

Vestmannaeyjar eru stórt sjávarpláss, þar sem allt snýst um að veiða og vinna fisk. Það skiptir því gríðarlega miklu fyrir samfélagið að almennt ríki friður og sátt um þær breytingar á fiskveiðistjórn, sem fyrirhugaðar eru. Það sama á reyndar við um önnur sjávarpláss. (meira…)

Eins og haustið getur verið fallegt í Eyjum

Halldór Halldórsson er einn af þeim fjölmörgu sem ganga um eyjuna fögru. Hrífst og fangar myndefnið sem í boði er. Finnur tónlist sem hæfir og býr til myndband af sínum hughrifum. Lét okkur eyjafrettafólk vita af því að allt sem hann setur á youtube sé okkur heimilt að nota af lyst. Og það er óneitanlega […]

Gekk vel hjá öldungunum í snóker

Hópur manna í Eyjum stundar það að spila snóker með reglulegu millibili og spila svo á mótum sín á milli. Sjaldnast er leitað út fyrir landsteinana í Eyjum í snókernum en það er þó að breytast því um helgina fór fram bikarmót eldri borgara í Reykjavík. Eyjamenn áttu þrjá fulltrúa í mótinu, þá Kristján Egilsson, […]

Fundu kannabisefni í herbergi í gistiheimili

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Nokkur erill var samt hjá lögreglu um helgina bæði vegna stympinga og ölvunarástands fólks sem var að skemmta sér. Hins vegar eru, enn sem komið, er engin eftirmál vegna þeirra. (meira…)

Jólin alls staðar í kvöld í Landakirkju

Tónleikarnir Jólin alls staðar verða í kvöld í Landakirkju klukkan 20:00 en á tónleikunum koma fram söngvararnir Regína Ósk, Guðrún Árný, Guðrún Gunnars og Jógvan, ásamt fjórum hljóðfæraleikurum og barnakórnum Litlu lærisveinunum. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð hópsins í kringum landið en upphaflega áttu tónleikarnir í Eyjum að vera 2. desember en þá var ófært. […]

Upplýsingaskortur ótækur fyrir Eyjamenn

Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir bæjaryfirvöld ekki slá slöku við þegar samgöngur eru annarsvegar. Hann telur að upplýsingaflæði um samgöngur við Vestmannaeyjar til notenda sé ekki nægt og telur ótækt að ekki sé búið að upplýsa Vestmannaeying um það af hverju ekki sé hægt að sigla í Landeyjahöfn, nú þegar aðstæður virðast vera mjög góðar. Elliði […]

Miðar á bikarleikinn renna út eins og heitar lummur

Forsala miða á bikarleik ÍBV og B-liðsins hófst fyrir helgi en forsalan hefur gengið ævintýralega vel. Búið er að selja 340 miða á leikinn í forsölu en aðeins verða 500 miðar í boði á leikinn. Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér sæti á leiknum mikilvæga. (meira…)

Hvað er í gangi? Hvers vegna er ekki siglt í Landeyjarhöfn?

Sem Eyjamanni leikur mér hugur á að fá upplýsingar um hvers vegna er ekki siglt í Landeyjarhöfn? Var sjálfur á ferðinni um helgina og kom mér verulega á óvart að ekki skildi vera siglt í Landeyjarhöfn í gær, sunnudag, í samræmi við miðakaup mín. (meira…)

�??Ekkert annað í boði en að láta taka fótinn�??

„Auðvitað sakna ég margs sem ég gat gert meðan ég hafði löppina. Einu sinni gat ég laumast í fótbolta á hækjunum, en geri það ekki lengur.“ Þetta segir 18 ára Vestmanneyingur, Gunnar Karl Haraldsson, sem hefur orðið, en frá barnæsku hefur hann glímt við erfiðan taugasjúkdóm. Ferðir hans á sjúkrahús eru margar og aðgerðir á […]

Flestir vilja sjá Bjarna Harðarson sem þingmann Suðurkjördæmis

Næstum 44% íbúa Suðurkjördæmis vilja sjá Bjarna Harðarson sem þingmann kjördæmisins á næsta kjörtímabili, en Ragnheiður Hergeirsdóttir kemur þar skammt á eftir með vilja 42,5% íbúa. Nokkru neðar koma svo fimm einstaklingar með stuðning á bilinu 31-38% en það eru Aldís Hafsteinsdóttir (37,9%), Ásmundur Friðriksson (35,3%), Eyþór Arnalds (34,6%), Ólafur Björnsson (33,0%) og Kjartan Ólafsson […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.