Áfram verða tvö prestssetur í Eyjum

Kirkjuþing samþykkti í morgun að áfram yrðu tvö prestssetur í Vestmannaeyjum. Prestssetur hafa verið í Eyjum frá ómunatíð með prestssetursjörðunum að Kirkjubæ og Ofanleiti en prestssetur færðust síðan inn í bæinn á Heiðarveg 51 og Sóleyjargötu 2. Í tíð sr. Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar fluttist prestssetrið af Sóleyjargötu á Hólagötu 42 og verður eina prestssetrið um […]

Herjólfur til �?orlákshafnar í dag

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í dag klukkan 15:30 og frá Þorlákshöfn 19:15. Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem skipið siglir til Þorlákshafnar en aðstæður í Landeyjahöfn hafa verið mjög hagstæðar. Þá kemur fram í tilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila Herjólfs, að líklega verði farnar tvær ferðir í Þorlákshöfn á morgun. (meira…)

Stjórn fiskveiða �?? er sátt útilokuð?

Ekki hefur farið fram hjá neinum að á síðustu árum hefur verið tekist harkalega á um sjávarútvegsmál. Raunar hafa þau átök geisað lengur en undanfarin ár. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að á yfirstandandi kjörtímabili hafa þessi átök magnast nokkuð – svo ekki sé fastar að orðið kveðið. (meira…)

Fyrstu tvær ferðir Herjólfs falla niður

Vegna ölduhæðar í Landeyjahöfn falla fyrstu tvær ferð Herjólfs niður frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og 11:30 og frá Landeyjahöfn kl. 10:00 og 13:00. Næsta tilkynning verður gefin út kl. 14:00 varðandi ferðir frá Vestmanneyjum kl 17:30 og Landeyjahöfn kl. 19:00. (meira…)

Sterkt atvinnulíf – bættar samgöngur

Atvinnulíf í Vestmannaeyjum á sitt að mestu undir fiskinum í sjónum og góðum samgöngum. Útgerð, fiskvinnsla og afleidd störf í kringum þá atvinnuvegi hafa verið burðarásarnir frá ómuna tíð. Opinber störf eru stór þáttur í okkar atvinnuflóru og ekki má láta deigan síga í baráttunni fyrir því að halda störfum og fjölga þeim á landsbyggðinni. […]

Todmobile í Höllinni 23. og 24. nóvember

Ein allra stærsta og vinsælasta hljómsveitin á Íslandi síðustu tvo áratugina, Todmobile, er á leið til Eyja og spilar í Höllinni 23. og 24. nóvember næstkomandi. Todmobile heldur nú um helgina risatónleika í Eldborgarsal Hörpu, Todmobile Klassík og helgina á eftir verða þau sem sagt í Höllinni í Eyjum. (meira…)

Eyjaflotinn hálfnaður með kvót­ann

Veiðar á Íslandssíldinni ganga vel þrátt fyrir rysjótta tíð. Í allt eru komin á land í Vestmannaeyjum milli 8000 og 9000 tonn sem er rétt rúmur helmingur aflaheimilda Eyjaflotans. Allt er fer til manneldis og er unnið á vöktum allan sólarhringinn bæði í Ísfélagi og Vinnslustöð. (meira…)

Hafna alfarið að taka á sig 15% launalækkun

Deila sjómanna og útgerðar er flókin og gæti orðið erfið úrlausn­ar. Hugsanlegt verkbann LÍÚ fer illa í sjómenn sem segja að það hafi komið flatt upp á þá. Stóru málin eru þátttaka sjómanna í olíu­kaupum, sjómannaafsláttur og krafa um að þeir taki á sig launa­lækkun m.a. vegna hærra veiði­gjalds. Það er líka tekist á um […]

Fengu um 2000 tonn í nótina

Heimaey Ve fékk sannkallað risakast á síldveiðum í gær. Alls voru um 2000 tonn af vænni síld í nótinni þegar hún var dregin að síðu skipsins. Byrjað var á því að fylla lestar skipsins en önnur skip í næsta nágrenni nutu einnig góðs af þessu góða kasti Heimaeyjar VE. Skipin voru öll við veiðar í […]