Ný verslun opnuð á laugardag

Á laugardaginn verður opnuð ný verslun í Vestmannaeyjum, versl­unin Tölva, í húsnæði við Skólaveg 13, eða þar sem Eyja­radíó var í fjölda ára. Eigandi nýju verslunarinnar er Guðbjörn Guðmundsson en hann rak um árabil verslunina Eyjatölvur í félagi við aðra en sú verslun lok­aði og hætti rekstri á dögunum. (meira…)

Kristín Erna og Gordon á toppnum yfir stoðsendingar

Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu kynnti bók sína, Íslensk knattspyrna 2012 í vikunni. Bókina hefur Víðir gefið út undanfarna áratugi og nýtur hún alltaf mikilla hylli meðal knattspyrnumanna og – áhugamanna. Í tilefni útgáfunnar voru veittar viðurkenningar fyrir árangur sumarsins 2012, m.a. fyrir þá leikmenn sem gáfu flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna. […]

Vill kaupa og reka eigin bifreið til að aka fötluðum og öldruðum

Á fundi Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, sem haldinn var í vikunni, lagði framkvæmdastjóri til eftirfarandi þætti varðandi akstursþjónustu Vestmannaeyjabæjar fyrir fatlað fólk og aldraða; – að bærinn kaupi og reki sjálfur sérútbúna bifreið. – að ráðinn verði starfsmaður sem sinnir akstrinum. – að starfsmaðurinn og rekstur bifreiðarinnar verði í umsjón þjónustumiðstöðvar. (meira…)

Spurningar til Skipstjóra Herjólfs

Þar sem Siglingastofnun telur Landeyjahöfn hreint listaverk sem ekki megi hreyfa við langar mig að fá ykkar skoðun á því hvort þið séuð sammála meisturunum. Spurningarnar eru: (meira…)

Sögufölsun Siglingastofnunar

Alveg er þetta magnað að lesa fréttina um Herjólf og Landeyjahöfn frá Siglingastofnun á mbl.is 12.12.2012 heldur sú stofnun að íbúar á Heimaey séu með gullfiskaminni eða þeir séu svona heimskir, það muna allir sem voru á fundi um samgöngumál með þeim í Höllinni haustið 2008 þegar tilkynnt var að smíðin á nýju skipi hefði […]

Ísfélagið greiðir landverkafólki auka jóla­bónus

Ísfélag Vestmannaeyja mun greiða út viðbótar jólabónus til starfsmanna sinna í landi, að upphæð 250.000 kr. Þetta staðfesti Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en bónusinn er hrein viðbót við þann 50.000 kr. jóla­bónus sem bundinn er í kjarasamn­ingum. (meira…)

Bílskúrinn verður rifinn

Nú standa yfir framkvæmdir við ­Eldheima sem er gosminjasafn þar sem húsið númer 10 við Gerðisbraut verður þungamiðjan. Er verið að grafa það upp úr vikrinum í vestur­hlíðum Eldfells. Húsið lítur ótrúlega vel út en Eyja­fréttir fengu ábendingu um að bílskúr við húsið yrði rifinn. Finnst þeim sem rætt hafa við blaðið að nokkur skaði […]

Málið litið alvarlegum augum

Fyrir nokkrum vikum uppgötvaðist að skotið hafði verið á rúðu á skrifstofu framkvæmdastjóra Ísfélags Vest­manna­eyja sem er á þriðju hæð. Gat er á tvöfaldri rúðunni en hvorki kúlan eða annað sem skýrt gæti hvað gerðist hefur fundist. Lögreglan er með málið til rannsóknar og fékk að­stoð úr ­Reykjavík við rannsókn á vettvangi. (meira…)

Í undirbúningi eru mæl­ingar með radar í landi

„Vegna óhapps Herjólfs í innsiglingu sigldi Baldur um tíma milli lands og Eyja. Er það í annað skipti frá opnun Landeyjahafnar, en í fyrrahaust leysti Baldur af um 5 vikna skeið á meðan Herjólfur var í slipp. Þá var enn mikill efnisburður vegna eldgossins í Eyja­fjallajökli en þó þurfti aldrei að fella niður ferðir Baldurs […]

Stelpurnar spila í deildarbikarnum

Kvennalið ÍBV tekur þátt í Deildarbikarnum í ár en fjögur efstu lið deildarinnar taka þátt í keppninni. Liðin fjögur byrja á að leika í undanúrslitum þar sem Valur og Stjarnan eigast við annars vegar og hins vegar Fram og ÍBV. Báðir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. desember. Leikur Vals […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.