Tónleikum í Landakirkju aflýst

Vegna veðurs og samgönguleysi við Vestmannaeyjar, hefur tónleikunum Jólin allsstaðar, sem áttu að vera í Landakirkju í kvöld, verið aflýst. Fyrirhugað var að Regína Ósk, Guðrun Gunnarsdóttir, Jógvan Hansen og fleiri myndu koma fram á tónleikunum, ásamt Litlu Lærisveinunum. Stefnt er að halda tónleikana í Landakirkju mánudaginn 17. desember klukkan 20:00 ef veður leyfir, hvort […]

Sjávarútvegurinn mikilvæg atvinnugrein og íslenska kvótakerfið betra en í öðrum löndum

Yfir sjötíu prósent landsmanna telja að kvótakerfi fiskveiða á Íslandi sé almennt betra en gerist í öðrum löndum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. Hörð átök geisa þessa dagana á Alþingi Íslendinga um skipan sjávarútvegsmála. Svo mikið er víst, landsmenn eru nokkuð sammála um að atvinnugreinin sé mikilvæg fyrir […]

Fulltrúar Íslands í lokakeppni í London

Dagana 13. og 14. nóvember síðastliðinn var haldið landsmót framhaldsskólanema í olíuleitarherminum OilSim. Nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og í Austur Skaftafellssýslu tóku þátt en Orkustofnun var styrktaraðili mótsins. Skemmst er frá því að segja að liðið The Charlies úr FÍV sigraði en liðið skipa þeir Sæþór Birgir Sigmarsson, Jón Þór Guðjónsson, Sigurjón Gauti Sigurjónsson […]

Jólatrésskemmtun frestað

Vegna veðurs hefur verið ákveðið að fresta því að kveikja á jólatrénu á Stakkagerðistúninu í dag, laugardag. Kveikja átti á trénu klukkan 17:00 en nú er leiðindaveður í Vestmannaeyjum, rok og slydda og því ekkert vit í því að draga börnin út. Viðburðinum er frestað um óákveðinn tíma enda ekki líklegt að veðrið verði nokkuð […]

Háspenna lífshætta á lokamínútum leiksins

Það stefndi ekki í spennandi leik þegar ÍBV og Víkingur áttust við í Íþróttahúsinu í Eyjum í dag. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik, en síðan skildu leiðir. ÍBV jók forskot sitt jafnt og þétt og í hálfleik hafði ÍBV yfir, 15-10. En slík staða getur slævt einbeitingu leikmanna. Allavega kom allt „annað“ […]

Allra allra langbesta jólaleikrit allra tíma

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir í dag, laugardag jólaleikritið Allra, allra langbesta jólaleikrit allra tíma. Æfingar hafa staðið yfir síðustu vikur en leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson sem hefur áður starfað með Leikfélaginu. (meira…)

Herjólfi seinkar úr viðgerð

Herjólfur mun ekki koma úr slipp fyrr en 10. desember að sögn Ólafs Williams Hands, upplýsingafulltrúa Eimskips. Viðgerðin átti upphaflega að taka fimm til sex daga, en bakborðsstýri og -skrúfa skemmdust í óhappi við Landeyjahöfn á laugardag. Vinna við viðgerð á skrúfublöðum hafi m.a. reynst meiri en búist var við. (meira…)

Gáfu Björgunarfélaginu hitamyndavél

Nú á dögunum tóku Kiwanisklúbb­urinn Helgafell og Slysavarna­deildin Eykyndill sig saman og styrktu Björgunarfélag Vestmannaeyja til kaupa á hitamyndavél að verðmæti 2,8 m.kr. sem verður sett í björgunarbátinn Þór. Myndavél af þessari tegund kemur sér mjög vel þegar leita þarf að fólki sem fallið hefur í sjóinn og er því mikilvægt að björgunarbátur í sjávarbyggð, […]

Áhöfnin í flotgalla í varúðarskyni

Lítil hætta var á ferðum þegar Þórunn Sveinsdóttir VE fékk á sig um 30 gráðu slagsíðu þegar verið var að hífa trollin úr festu í tals­verðri brælu á miðunum út Vestfjörðum. Þetta gerðist mjög snöggt og fór mannskapurinn í flotgalla í varúðarskyni. Atvikið átti sér stað í síðasta túr. (meira…)

Fundu lunda­pysju í nóvember

Þeim brá heldur betur í brún hjón­unum Magnúsi Benónýssyni og Elísu Elíasdóttur þegar þau voru á kvöldgöngu á Ráðhúströð. Þar fundu þau nefnilega lundapysju og það í lok nóvember. Eðli málsins samkvæmt var farið með pysjuna á Náttúrugripasafnið daginn eftir. Þá kom hins vegar í ljós að pysjan hafði ekki flogið úr holu á þessum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.