Annar ungur leikmaður í raðir ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV hefur gengið frá munnlegu samkomulagi við Ragnar Pétursson, 18 ára miðjumann Hattar frá Egilsstöðum en Ragnar mun skrifa undir þriggja ára samning við ÍBV um næstu helgi. Ragnar þykir einn af efnilegustu miðjumönnum landsins. (meira…)
Mikið að gera í tengslum við óveðrið

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og einna mest í lok vikunnar í tengslum við það norðanóveður sem gekk yfir Eyjarnar, en lögreglan fékk um 20 útköll sem rekja má til veðurhamsins. Skemmtanahald helgarinnar var með ágætasta móti og flestir gestir skemmtistaðanna sem höguðu sér innan þeirra marka sem […]
Líklegt að Guðmundur fari til Noregs

Allt bendir til þess að miðjumaðurinn Guðmundur Þórarinsson leiki ekki með ÍBV næsta sumar, heldur haldi til Noregs í atvinnumennsku en hann var til reynslu hjá norska félaginu Sarpsborg 08. Þetta kemur fram í pistli Óskars Arnar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV sem hann birti á stuðningsmannasíðu ÍBV á facebook. Þar kemur jafnframt fram að unnið […]
Dóra Björk Gunnarsdóttir, ráðin framkvæmdastjóri hjá ÍBV

ÍBV íÞróttafélag hefur ráðið Dóru Björk Gunnarsdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Dóra Björk er 38 ára gömul, kennari að mennt og hefur starfað við Grunnskóla Vestmannaeyja. Dóra Björk þekkir vel til félagsins og hefur m.a. komið að störfum yngri flokka félagsins. Hún mun hefja störf hjá ÍBV síðari hluta janúarmánaðar 2013 og mun Tryggvi Már […]
Vísbendingar um að enginn loðnukvóti verði gefinn út

„Miðað við þær mælingar sem við fengum núna verður ekki mælt með neinni loðnuveiði fyrr en að loknum mælingum eftir ár. Það er ekki hægt að útiloka að það verði engin veiði. Hins vegar höfum við áður verið með lélegar ungloðnumælingar en samt verið með vertíð. Fyrstu vísbendingar um stærð árgangsins 2011 eru á þann […]
Gunnar Heiðar varð næstmarkahæstur

Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson lauk leiktíðinni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að skora sigurmark Norrköping í 2:1 sigri á Mjällby í lokaumferðinni. Þetta var sautjánda mark Gunnars Heiðars í deildinni á leiktíðinni og varð hann næstmarkahæstur á eftir Abdul Majeed Waris hjá Häcken sem gerði 23 mörk. (meira…)
Djúpið sýnt í dag

Kvikmyndin Djúpið, sem byggð er á Helliseyjarslysinu 1984, hefur fengið afar góðar viðtökur og í flestum tilvikum góða dóma. Eyjamenn hafa ekki átt þess kost að sjá myndina til þessa en til stendur að ráða bót á því og sýna myndina í Bæjarleikhúsinu í dag, sunnudag. Það er Leikfélag Vestmannaeyja sem stendur fyrir sýningunum en […]
Mitt hverfi slapp við skemmdir

Eyjakonan og tónlistarmaðurinn Rósa Guðmundsdóttir hefur í nokkur ár búið í New York. Hún segist lítið hafa orðið vör við óveðrið og engar skemmdir urðu í hverfinu þar sem hún býr. Í öðrum hverfum, eins og t.d. á Manhattan segir hún ástandið skelfilegt. Miklar skemmdir við ströndina og fjöldi manns hafi látist. (meira…)
Ýmis þung mál sem við erum að takast á við

Óvissa um stöðu ÍBV-íþróttafélags er mikið rædd meðal áhugafólks um íþróttir í Vestmannaeyjum. Félagið hefur staðið í stórum framkvæmdum, ekki liggur fyrir uppgjör þjóðhátíðarinnar í sumar, félagið hefur sagt upp vallarsamningnum við bæinn og sagt upp starfsfólki í Týsheimilinu. Enn er ekki búið að skipa í þjóðhátíðarnefnd og nýr framkvæmdastjóri hefur ekki verið ráðinn. Eyjafréttir […]
Fundi Samfylkingarinnar frestað

Fundur með frambjóðendum Samfylkingarinnar í flokksvali 16. – 17. nóv, sem halda átti á Kaffi Kró í dag laugardaginn 3. nóvember frestast um sólarhring. Fundurinn verður á Kaffi Kró sunnudaginn 4. nóvember kl. 14.00. (meira…)