Herjólfur siglir þrátt fyrir rok

Herjólfur hefur siglt á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í gær og í dag þrátt fyrir vonskuveður í Eyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi er ekki ljóst hvort hægt verður að sigla síðar í dag og í kvöld þar sem enn er að bæta í vind. (meira…)
Dagskrá Safnahelgar í Eyjum heldur áfram í dag samkvæmt áætlun

Dagskrá Safnahelgar í Vestmannaeyjum heldur áfram í dag samkvæmt áætlun. Veðrið hefur verið slæmt um land allt, m.a. í Vestmannaeyjum en klukkan 16:00 verður opnuð málverkasýning Steinunnar Einarsdóttur í Safnahúsi. Formleg opnun Safnahelgarinnar verður svo að vanda í Stafkirkjunni klukkn 17:30. Nánari dagskrá í dag má sjá hér að neðan. (meira…)
Styrktarfélagatónleikar á laugardaginn

Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur frá stofnun sveitarinnar árið 1939 verið ein af stoðunum í tónlistar- og menningarlífi í Vestmannaeyjum. Þó aldurinn teljist í þetta mörgum áratugum hefur sveitin sjaldan verið sprækari en einmitt nú. Því fá gestir að kynnast á tónleikum sem LV heldur fyrir styrktarfélaga sína í Hvítasunnuhöllinni á laugardaginn 3. nóvember. Í stóra salnum […]
Töf á sorphirðu

Því miður bilaði nýr sorphirðubíll Kubbs síðastliðinn miðvikudag. Unnið er að viðgerð og klárast hún í dag föstudag. Um leið og veðrinu slotar munu starfsmenn Kubbs fara af stað í sorphirðu og linna ekki látum fyrr en við höfum unnið tilbaka tafirnar sem hafa orðið af þessum völdum. Von okkar er að þetta valdi íbúum […]
Bjarni �?lafur efnir til ljóðasamkeppni

Bjarni Ólafur Guðmundsson stendur fyrir tónleikum í Hörpu 26. janúar nk. Þá verða 40 ár frá því gos hófst á Heimaey sem verður minnst á margan hátt á næsta ári. Í tengslum við tónleikana ætlar Bjarni Ólafur að efna til ljóða- og textakeppni. (meira…)
Hætta getur skapast á hafnarsvæðinu í mestu hviðunum

Nokkur vindstrengur hefur verið í Eyjum í dag en í verstu hviðunum, fór vindhraðinn upp í 34 metra á sekúndu á Stórhöfða. Hins vegar er ekki vitað til þess að miklar skemmdir hafi orðið í Eyjum en þó skemmdist einn bíll á hafnarsvæðinu, þegar tóm fiskikör ultu á hann. (meira…)
Neyðarkall frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja

Neyðarkall björgunarsveita er mikilvæg fjáröflun björgunarsveita landsins. Felst hún í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni. Salan fer fram fram fyrstu helgina í nóvember ár hvert um land allt og hefur almenningur tekið sölufólki afskaplega vel. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita, slysavarnadeilda og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er hann notaður til að efla og styrkja […]
Innanlandsflugi Ernis verður haldið áfram

Fulltrúar innanríkisráðuneytis, Vegagerðarinnar, Flugmálastjórnar og Isavia funduðu um stöðuna í ráðuneytinu í gær. Í framhaldi af því ræddust við í dag þeir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis, og komust að samkomulagi um að Ernir myndu starfrækja áætlunarflug sitt innanlands eins og verið hefur næstu vikur a.m.k fram til áramóta. (meira…)
Íslenska gámafélagið með lægsta tilboðið

Í síðustu viku voru opnuð tilboð í vegagerð í Kleifarhrauni. Fjögur tilboð bárust, Þjótandi ehf. 48.202.250 kr. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. 65.000.000 kr. Íslenska Gámafélagið ehf. 34.975.184 kr. Gröfuþjónusta Brinks ehf. 39.469.002 kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 36.803.500 kr. (meira…)
Djúpið sýnt á sunnudag

Kvikmyndin Djúpið verður sýnd næskomandi sunnudag í Bæjarleikhúsinu. Myndin, sem byggir á Helliseyjarslysinu 1984, hefur fengið mjög góða aðsókn og í flestum tilvikum góða dóma. Eyjamenn hafa ekki átt þess kost að sjá myndina til þessa nema þeir sem hafa átt leið um höfuðborgarsvæðið en miklar framkvæmdir áttu sér stað í Bæjarleikhúsinu í sumar og […]