Aukasýning á Djúpinu á miðvikudag

Kvikmyndin Djúpið hefur fengið mjög góðar viðtökur í Vestmannaeyjum en sýningar á myndinni hafa gengið vel. Þær hafa reyndar gengið svo vel að nú hefur verið ákveðið að bæta við einni aukasýningu, á miðvikudaginn klukkan 15:00. Tímasetning sýningarinnar er sérstök en fyrir henni er góð og gild ástæða. (meira…)
Samið um dreifingu Djúpsins í Bandaríkjunum

Focus World sem er hluti af stórfyrirtækinu Focus Features mun dreifa Djúpinu, kvikmynd Baltasars Kormáks í Bandaríkjunum. Myndin verður því sýnd vestanhafs á næsta ári. Samningaviðræður hafa staðið í nokkurn tíma milli íslenska framleiðslufyrirtækisins Blue Eyes Production og Focus World um dreifingarrétt á myndinni. Gengið var frá samningunum í dag og mun Focus World m.a. […]
Síðasta ferð dagsins fellur niður

Ölduhæð í Landeyjahöfn er nú 4,4m og ófært. Næsta tilkynning verður gefin út kl. 07:00 í fyrramálið varðandi ferðir frá Vestmanneyjum kl 08:00 og Landeyjahöfn kl. 10:00. Núgildandi ölduspá gerir ráð fyrir lækkandi öldu í nótt og því standa væntingar til þess að hægt verði að sigla til Landeyjahafnar. Ef ekki reynist mögulegt að sigla […]
Brotist inn í Vilberg

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og ekkert um alvarleg útköll. Eitthvað var um pústra í kingum veitingastaði bæjarins um helgina en annars fór skemmtanahaldið ágæglega fram. Þá var eitthvað um kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum. (meira…)
Tvíburafolöld í Austur Landeyjum

Mjög sjaldgæft er að hryssur kasti tveimur folöldum, og enn sjaldgæfara er að þau komist bæði á legg. En þann 20. maí sl. komu þau Goði og Gyðja í heiminn á bænum Bakka í Austur Landeyjum. „Folöldin eru bæði hraustleg og sterk og dafna þau mjög vel,“ sagði eigandi þeirra Harpa Jónsdóttir bóndi á Bakka. […]
Allra, allra, langbesta jólaleikrit allra tíma

Undirbúningur jólaleikrits Leikfélags Vestmannaeyja er í fullum gangi. Þröstur Guðbjartsson leikstjóri stýrir þar 45 manns, þar af mest hressum og hæfileikaríkum krökkum og stefnir í rosalega flotta sýningu. Meðfylgjandi er stutt myndband sem tekið er af æfingum. (meira…)
�?riðja ferð dagsins fellur niður

Þriðja ferð Herjólfs í dag, mánudag, fellur niður vegna ölduhæðar við Landeyjahöfn. Ölduhæð er nú um 4,2 metrar en skipið átti að sigla frá Eyjum 17:30 og frá Landeyjahöfn 19:00. Fella þurfti niður fyrstu tvær ferðir Herjólfs vegna óveðursins í morgun. Gefin verður út tilkynning klukkan 18:00 varðandi ferðina frá Eyjum 20:30 og frá Landeyjahöfn […]
Hægt að endurnýja vottorð og lyfseðil á heimasíðu HSVE

Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, www.hsve.is, er núna hægt að endurnýja vottorð fyrir lyfjaskírteini, ásamt því að endurnýja lyfseðla og sækja um ferðvottorð vegna ferðakostnaðar. Einungis þarf að smella á hnappinn Vottorð eða Endurnýjun lyfseðla á forsíðunni til að nýta sér þennan möguleika. (meira…)
Björgunarfélagið kallað einu sinni út í morgun

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út um klukkan níu í morgun að einbýlishúsi við Brekastíg en þar var kjölur á þaki að rifna af. Í morgun var mikið hvassviðri og úrhellisrigning en veðrið er að mestu gengið niður enda sýnir vindmælir í Vestmannaeyjabæ aðeins 6 metra meðalvind á sekúndu. Tveimur klukkustundum fyrr fóru hviður hins vegar […]
Taktu þátt og hafðu áhrif!

Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og er reiðubúin að leggjast á árarnar til þess að gera samfélagið okkar réttlátt og gott, samfélag þar sem allir eiga möguleika á að taka virkan þátt. Við erum ekki fjölmenn þjóð og við eigum að láta okkur hvert annað varða. Hver og einn einstaklingur skiptir […]