Gamlir fóstbræður halda tónleika í dag

Í dag kl. 17.00 heldur Karlakórinn Gamlir Fóstbræður tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson og einsöngvarar með kórnum eru Þorgeir Andrésson og Eiríkur Hreinn Helgason. Kórinn flytur fjölbreytta efnisskrá sem inniheldur að mestu þekkt karlakórslög. Karlakórinn Gamlir Fóstbræður er skipaður félögum sem hættir eru að syngja með starfandi Fóstbræðrum en vilja halda […]
Veikleiki holdsins

Gamall ítalskur maður sem bjó útjaðri Rimini á Ítalíu fyrir nokkrum árum, fór til næstu kirkju til skrifta. Maðurinn sagði: „Faðir … í síðari heimsstyrjöldinni kom falleg gyðingastúlka til okkar bankaði á hurðina og bað mig að fela sig frá nasistum. Þannig að ég faldi hana uppi á háalofti.“ „Þetta var dásamlegur hlutur sem þú […]
Eyjamenn greiða tæpa 3 milljarða

Útgerðarmenn fengu um mánaðamótin rukkun fyrir fjórðungi af veiðigjöldum fiskveiðiársins 2012 til 2013. Gjalddagi átti að vera 1. október en fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta honum um tvo mánuði því margt er óljóst í því hvað hver útgerð á að borga. Samkvæmt upplýsingum frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja (ÚV) þurfa útgerðir í Vestmannaeyjum að greiða rúmlega 2,7 […]
Jónbi var með ólíkindum

Það er óhætt að segja að síðasta árið eða svo, hafi verið mikil rússíbanareið hjá Guðbjörgu Erlu Ragnarsdóttur. Eftir áralanga baráttu við krabbamein, lést eiginmaður hennar, Jón Björn Marteinsson eða Jónbi eins og hann var alltaf kallaður, 14. mars síðastliðinn. Þau höfðu gengið í hjónaband árið áður og horfðu björtum augum til framtíðar, þrátt fyrir […]
Reynir að bjarga veikri nöfnu sinni í Simbabve

„Ég held að þetta hafi byrjað sem sár en hún þarf að fara að láta rannsaka þetta betur í höfuðborginni Harare. Og það getur hún ekki því það kostar mikinn pening og ef þú átt ekki pening þá færðu enga þjónustu þarna úti,“ segir Bergrún Finnsdóttir sem ásamt vinkonu sinni Vigdísi Láru Ómarsdóttur hefur hafið […]
Aðeins 23 hafa kosið

Á laugardaginn ganga landsmenn að kjörborðinu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórn- skipunarlaga og tiltekin álitaefni. Ekki er að sjá að mikill áhugi sé fyrir kosningunum í Vestmannaeyjum því í morgun höfðu aðeins 23 kosið utankjörfundar samkvæmt upplýsingum Karenar Hjaltadóttur, ritara hjá sýslumannsembættinu. (meira…)
Abel Dhaira áfram hjá ÍBV

Úgandamaðurinn Abel Dhaira verður að öllum líkindum áfram í markinu hjá ÍBV. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, sagði við Fótbolta.net að það væri nánast frágengið. Abel átti mjög gott tímabil og var valinn á bekkinn í úrvalslið ársins í Pepsi-deildinni á Fótbolta.net. (meira…)
Vestmannaeyjar í �?tsvari annað kvöld

Lið Vestmannaeyja keppir í spurningaþættinum Útsvari annað kvöld, föstukvöld en andstæðingurinn að þessu sinni verður lið Seltjarnarness. Liðið skipa að þessu sinni Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, Helga Kristín Kolbeins, framhaldsskólakennari og Oddgeir Eysteinsson, kennari og íslenskufræðingur. Gunnar var í liðinu í fyrra en Helga og Oddgeir koma ný inn. (meira…)
�?dýrt að æfa vetraríþróttir í Eyjum

Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands, (ASÍ) kannaði æfingagjöld barna í fimleikum og handbolta hjá stærstu íþróttafélögum landsins í þessum greinum. ÍBV-íþróttafélag var tekið fyrir í könnuninni í handbolta, ásamt 15 öðrum félögum og Fimleikafélagið Rán var einnig í könnuninni ásamt 14 öðrum fimleikafélögum. Óhætt er að segja að Rán komi mjög vel út í könnuninni enda félagið […]
Niðurstaða könnunarinnar kemur mjög á óvart

Niðurstaða kjarakönnunar BSRB á dögunum hefur vakið mikla athygli en í könnuninni, sem Capacent framkvæmdi fyrir bandalag- ið, kemur fram að kynbundinn launamunur meðal félagsmanna BSRB er rúmlega 13% á landsvísu en tæp 19% á Suðurlandi. Úrtakið var 20 þús. félagsmenn bandalagsins en svarhlutfall rúmlega 50%. (meira…)