Enginn handboltaleikur á laugardag

Þau mistök urðu við vinnslu Eyjafrétta, sem komu út í gær, að í blaðinu er heilsíðu auglýsing um handboltaleik á laugardaginn. Auglýst er viðureign ÍBV og KA/Þórs en norðanstúlkur drógu lið sitt úr keppni stuttu fyrir Íslandsmót og því er ÍBV í fríi um helgina. (meira…)
Segjum skoðun okkar á laugardaginn

Fyrir tæpum tveimur árum fór af stað undarlegt ferli sem hófst með kaffisamsæti 0,3% Íslendinga. Hávær, en fámennur, hluti landsmanna hafði bitið það í sig að fall stærstu fjármálafyrirtækja landsins væri stjórnarskránni að kenna. (meira…)
Ekki enn komin á borð Samkeppniseftirlitsins

Samrunatilkynning vegna kaupa Síldarvinnslunnar á Norðfirði (SVN) á Berg-Hugin ehf. (BH) hefur enn ekki borist Samkeppniseftirlitinu. Þetta staðfesti Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, við Eyjafréttir. Á meðan öðlast samningur BH og SVN ekki gildi sem vekur athygli því viðskiptin eru með þeim stærstu í sjávarútvegi á seinni árum. Um var að ræða sölu á tveimur […]
3668 tilheyra Ofanleitissókn

Á mánudaginn birtist á Eyjafréttum.is samantekt upplýsinga um Vestmannaeyjar, sem finna má á vef Hagstofu. M.a. kom þar fram að íbúar í Vestmannaeyjum voru 1. okt. sl. 4190 talsins og að 2896 af þeim tilheyrðu þjóðkirkjunni. Þetta fannst sóknarpresti Ofanleitissóknar í Vestmannaeyjum ekki ríma við sína gagnagrunna en sr. Kristján Björnsson telur að börnin vanti […]
�?að er allt of mikið í húfi

Á laugardaginn gefst okkur með þjóðaratkvæðagreiðslu kostur á að segja hug okkar um tillögur er varða stjórnarskrá Íslands og marga grundvallarþætti um framtíða lands og þjóðar. Við sem þjóð erum þá með lýðræðislegum hætti spurð hvaða afstöðu við höfum til margra meginmála í samfélaginu. Þjóðaratkvæðagreiðslan er afar jákvæð tilraun til þess að auka lýðræðisleg vinnubrögð […]
Nýtt met slegið í flutningum á fólki með Herjólfi milli lands og Eyja

Í síðust ferð gærdagsins, 16. október, fór farþegafjöldi ársins í ár yfir heildarfjölda ársins í fyrra. Á öllu árinu 2011 voru farþegar Herjólfs 267.448 en eftir gærdaginn eru fjöldi þeirra kominn í 267.476. Tvennt kemur þar helst til annars vegar hafa siglingar til Landeyjahafnar gengið mjög vel það sem af er ári, gott veður og […]
DV fer með rangt mál

Í DV í gær er gerð úttekt á lífeyrissjóðum og er þar Lífeyrissjóður Vestmannaeyja sagður með -99,4% neikvæða tryggingafræðilega stöðu og settur í 19. sæti þeirra sem best fara með peninganna. Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir þessa niðurstöðu blaðsins kolranga og hefur farið fram á leiðréttingu í blaðinu. (meira…)
Nauðganir í Herjólfsdal upplýstar

Lögreglan á Selfossi hefur haft upp á manni sem grunaður er um að hafa nauðgað stúlku í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en þegar henni er lokið verður málið sent til ríkissaksóknara. (meira…)
Undir eiginfjárkröfu í meira en 6 mánuði

Sparisjóður Vestmannaeyja hefur verið undir kröfu FME um 16% eiginfjárhlutfall í meira en sex mánuði. Sjóðurinn fékk frest frá FME til 1. desember næstkomandi til að bæta eiginfjárstöðu sína. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segist Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri hafa væntingar um að það muni takast fyrir þann tíma. Sjóðurinn á í […]
Geir Jón fjallar um mótmælin

Geir Jón Þórisson, fv. yfirlögregluþjónn, mun í hádeginu í dag flytja fyrirlestur í Valhöll undir yfirskriftinni „Aðförin að Alþingi – mótmælin við Austurvöll í lok árs 2008 og byrjun árs 2009“. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. (meira…)