�?ður til Eyjanna

Fallegir litir haustsins og fallegt veður heilluðu Halldór Halldórsson nú í október. Hann fór á bæjarrölt, myndaði Eyjarnar, litina, hitti fólk á förnum vegi og lét hugann reika. Halldór er mikill náttúrunnandi og hefur vídéóvélina sína oftsinnis meðferðis. Á youtubesíðunni hans má finna ógrynni videómynda ýmist af mannlífi eða náttúrunni. Eyjafréttir hafa oft nýtt sér […]
Barn á hjóli lenti á bifreið

Frekar rólegt var hjá lögreglu í vikunni og ekkert um alvarleg mál sem upp komu. Þá gekk skemmtanahald helgarinnar ágætlega og engin vandræði við skemmtistaði bæjarins. Eitthvað var þó um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum og þá þurfti lögregla að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess. (meira…)
Jóhanna Björk Danmerkurmeistari í bikini fitness

Eyjastelpan Jóhanna Björk Gylfadóttir varð á laugardaginn Danmerkurmeistari í bikinifitness. Mótið var haldið í Ringsted á Sjálandi en Jóhanna Björk byrjaði í bikini fitness í apríl á þessu ári en hefur lengi verið í líkamsrækt og keppti m.a. í model fitness hér á Íslandi 2010. Jóhanna var að vonum sátt með árangurinn þegar Eyjafréttir náðu […]
Taflfélag Vestmannaeyja í fjórða sæti eftir fyrri umferð

Taflfélag Vestmannaeyja er í fjórða sæti að lokinni fyrri umferð í Íslandsmóti skákfélaga sem fór fram í Rimaskóla í Reykjavík um helgina. Taflfélag Bolungarvíkur er í efsta sæti með 22,5 vinninga, þá Víkingaklúbburinn með 22 vinninga, næst Taflfélag Reykjavíkur með 21,5 vinninga og þá Taflfélag Vestmannaeyja með 20,5 vinninga en þessar fjórar sveitir skera sig […]
Silja Dögg sækist eftir 2. sæti Framsóknarflokksins

Silja Dögg Gunnarsdóttir, skjalastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar HS Orku og varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. (meira…)
Vilhjálmur Árni sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðismanna

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ég býð fram krafta mína til að vinna að hagsmunum fjölskyldufólks. Ég mun beita mér fyrir frelsi einstaklingsins til athafna landsmönnum öllum til heilla. Á Alþingi hyggst ég vinna að auknum atvinnutækifærum á landsbyggðinni og styrkja þannig heimilin. (meira…)
Vel er mætt til vinafundar

Sunnudaginn 14. október, kl. 14, blása sjö átthagakórar til mikilla tónleika í Háskólabíói. Undirbúningur fyrir tónleikana hefur staðið yfir síðan í vor. Þetta eru Breiðfirðingakórinn, Húnakórinn, Skagfirska Söngsveitin, Sönghópur Átthagafélags Vestmanneyinga, Árnesingakórinn, Söngfélag Skaftfellinga og Kór Átthagafélags Strandamanna en allir eru þeir blandaðir kórar. Hver hópur flytur þrjú lög en í lok tónleikanna sameinast kórarnir […]
�?ruggur sigur ÍBV í fyrsta leik

ÍBV lagði Víking Ólafsvík að velli í dag en lokatölur urðu 61:97. Eins og lokatölurnar gefa til kynna, var sigur Eyjamanna mjög sannfærandi en staðan eftir 1. leikhluta var 11:21, eftir 2. leikhluta 24:49, eftir 3. leikhluta 44:67 og lokatölur eins og áður sagði 61:97. (meira…)
Hermann skrifaði undir tveggja ára samning

Hermann Hreiðarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá ÍBV. Munnlegt samkomulag þess efnis lág fyrir fljótlega eftir að leiðir ÍBV og Magnúsar Gylfasonar skildu en Hermann lék upp í gegnum alla yngri flokka ÍBV og svo með meistaraflokki, áður en hann var seldur til Crystal Palace haustið 1997. (meira…)
Húsin í hrauninu

Í dag, laugardaginn 16. október kl. 16-17 mun Arnar Sigurmundsson kynna í Einarsstofu í Safnahúsinu afmælisverkefni Visku sem hann ásamt Þórunni Jónsdóttur mun stýra. Námskeiðið ber heitið Húsin í hrauninu og er haldið í tilefni af því að brátt eru 40 ár liðin frá upphafi og lokum eldgossins í Heimaey 1973. Þá fagnar Viska tíu […]