Vantar hressa Eyjakonu í kynningarherferð

Ásdís Loftsdóttir, fatahönnuður sem rekur verslunina Studio 7 við Heiðarveg auglýsti í síðasta tölublaði Frétta, undir fyrirsögninni: „Er smá tískugen í þér?“ Blaðamanni lék forvitni á, hvað væri verið að auglýsa. (meira…)
Varla klárað fyrir áramót

Á dögunum var útrásarlögn fráveitukerfis Vestmannaeyjabæjar, sem unnið hefur verið að í sumar, komið fyrir út frá Eiði. Lögnin nær rúma 200 metra út frá landi og liggur niður á um 11 metra dýpi. Ólafur Þór Snorrason,framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs segir að verkið hafi gengið mjög vel. (meira…)
Ísfélagið selur �?orstein �?H

Ísfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að selja frysti- og nótaskipið Þorstein ÞH. Enginn kvóti skiptir um hendur við kaupin, þar sem kaupendur eru í Nýja-Sjálandi. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir í dag. (meira…)
Nýttu hádegisæfinguna til að týna rusl

Karlalið ÍBV í handbolta nýtti hádegisæfinguna í dag vel í þágu bæjarfélagsins en í stað þess að vera inn í íþróttahúsinu og æfa leikkerfi, skokkuðu strákarnir niður að Klifi og týndu rusl. Eftir nokkra rokdaga í haust hefur talsvert að rusli safnast fyrir á svæðinu en strákarnir sáu til þess að náttúra Eyjanna skartar sínu […]
Árni gefur kost á sér í 1. sæti í Suðurkjördæmi

Til þess að taka af öll tvímæli, lýsi ég undirritaður því yfir, að ég gef kost á mér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Undanfarin tæp fjögur ár hafa verið nánast ónýt í íslenskum stjórnmálum vegna aðgerða- og úrræðaleysis stjórnvalda til mikils ama og óhamingju. (meira…)
Verndar ESB Vestmannaeyjar?

Össur Skarphéðinsson er mikill maður í mörgum skilningi þeirra orða. Væri hann söguhetja í skáldsögu væri honum sennilega lýst sem hnyttnum og kankvísum karli sem öllum vill vel. Ekki er ólíklegt að í persónulýsingu væri tekið fram að sjaldnast léti hann sannleikann skemma góða sögu. Sem slíkur er Össur í miklu uppáhaldi hjá okkur Eyjamönnum […]
Stikkpillan

Maður nokkur hafði verið hjá lækninum sínum og fengið hjá honum stikkpillur. Læknirinn aðstoðaði hann við að setja inn fyrstu pilluna en um kvöldið átti eiginkonan að sjá um það. Um kvöldið áður en hjónin fóru að sofa þurfti konan að setja stikkpilluna inn. Hún lagði aðra höndina á öxlina á eiginmanni sínum og smeygði […]
Svei attan, Róbert Marshall

Sæll Róbert. Í Eyjafréttum 27. september hælir þú þér í hvert reipi og segist hafa barist fyrir hagsmunum Eyjanna. Í þessari sömu sjálfshólsgrein finnst þér sjálfsagt að ráðast á bæjarstjórn Vestmannaeyja, fyrir að standa með íbúunum, en það gerir þú með því, að ég held vísvitandi, að skrökva að bæjaryfirvöld vilji ekki neinu breyta, hvað […]
Frábær Færeyjaheimsókn að baki og Eyjakvöld í kvöld

Eftir einstaklega velheppnaða heimsókn Færeyinga frá Götu, vill Blítt og létt hópurinn þakka öllum þeim sem komu að þessum viðburði. Gestgjafarnir sem opnuðu heimili sín fyrir gestunum, Grími kokki og hans liði, Vikingtours, RIBSafari, Kiwanis og Bjarnareyingum. Síðast en ekki síst viljum við þakka styrktaraðilum og Vestmannaeyjabæ sem kom að þessu af myndarskap og buðu […]
Sótt að Vestmannaeyjum úr ýmsum áttum

Elliði Vignisson, bæjarstjóri hafði ekki heyrt af sölu útgerðarfyrirtækis í Eyjum með hátt í þúsund þorskígildistonn, eins og fullyrt var í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Elliði segist þó óttast það óöryggi sem að íbúum Vestmannaeyja standi. „Líkur eru til þess að 12. greinin -sem ætlað var að skapa byggðum aukið öryggi- sé í raun staðlaus […]