Fjölbreytt úrræði og sveigjanleg

Jónína Sigurðardóttir útskrifaðist úr iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2001. Hún er uppalin í Vestmannaeyjum og er dóttir Sigurðar Guðmundssonar (Sigga á Háeyri) og Elsu Einarsdóttur. Jónína hefur starfað á Æfinga­stöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra frá árinu 2001. Æfinga­stöðin sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálf­un barna og ungmenna á landinu. Hlutverk stöðvarinnar er að efla […]

Markverðirnir bestir hjá ÍBV

Í kvöld fór fram sumarlokahóf ÍBV-íþróttafélags í Höllinni en þar koma saman leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og aðrir félagsmenn og fagna árangri sumarsins. Hápunktur kvöldsins er þegar verðlaun eru veitt fyrir sumarið. Í ár voru það markverðir ÍBV sem voru valin best en það eru þau Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og Abel Dhaira. Efnilegust voru valin þau […]

Silfrið rann úr greipum Eyjamanna

ÍBV endaði sumarið í þriðja sæti Pepsídeildarinnar en Eyjamenn áttu alla möguleika á að tryggja sér silfrið í dag. Jafntefli hefði dugað til að fá verðlaunapeninginn um hálsinn en ÍBV tapaði 2:1 fyrir Fram á Laugardalsvelli, eftir að hafa verið 0:1 yfir í hálfleik. Eyjamenn enda því í þriðja sæti Íslandsmótsins, þriðja árið í röð […]

Jafntefli í fyrsta leik hjá strákunum

Karlalið ÍBV gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í 1. deild karla í vetur en liðið tók á móti Stjörnunni í dag og urðu lokatölur 22:22. Eyjamaðurinn Gunnar Berg Viktorsson stýrir liði Stjörnunnar en liðin áttust einmitt við í æfingaleikjum á dögunum. Leikurinn var kaflaskiptur og liðin skiptust á að hafa forystu og voru Eyjamenn […]

Fram hafði betur

Kvennalið ÍBV í handbolta tapaði í dag fyrir Fram með sex mörkum, 21:27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10:15 Fram í vil. Reyndar var staðan 21:26 þegar leiktíminn var úti en Birna Berg Haraldsdóttir, sem lék með knattspyrnuliði ÍBV síðasta sumar, skoraði síðasta mark leiksins úr aukakasti þegar leiktíminn var úti. ÍBV hefur […]

Miskunnsami Samherjinn

Nýlega keypti Samherji útgerð­arfyrirtækið Berg – Hugin í Vestmannaeyjum og sölsaði þar með undir sig um 5.000 tonn í aflaheim­ildum. Í kjölfarið spratt upp umræða um svo­nefnd krosseignatengsl Samherja og Síldar­vinnslunnar í Nes­kaup­stað en saman­- lögð aflaheimild fyrirtækjanna í síld og loðnu er mun meiri en lög heimila. Krosseignatengslin eru fyrir hendi. (meira…)

Unnur Brá gefur kost á sér í 2. sæti

Unnur Brá Konráðsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna Alþingiskosninga 2013. „Ég hef átt afar gott samstarf við kjósendur í Suðurkjördæmi og vonast til að fá áframhaldandi umboð til að vinna að þeim verkefnum sem framundan eru. Málefni kjördæmisins eru mér hugleikin og brýn þörf […]

Draumurinn er að starfa á Herjólfi

Ingibjörg Bryngeirsdóttir starfar nú við afleysingar sem stýrimaður um borð í Herjólfi. Hún hefur reyndar starfað áður um borð, þá sem þerna og kokkur en þetta mun vera í fyrsta sinn sem kvenmaður starfar sem stýrimaður um borð í Herjólfi. (meira…)

Íslandsbanki og ÍBV halda áfram samstarfi

Íslandsbanki og ÍBV-íþróttafélag hafa átt farsælt samstarf um langt skeið sem hefur beinst að því að efla það viðamikla starf sem er innan félagsins. Á árinu rennur út gildandi samningur og nú liggur fyrir nýr samningur um áframhaldandi og enn meiri stuðning Íslandsbanka við öfluga starfsemi ÍBV-íþróttafélags. (meira…)

Vann sigur í pokaröðun

Margar sögur er til af þeim mikla lífskúnstner, Viðari Togga. Hann hefur í tugi ára unnið í fiskimjölsverksmiðjunni FES. Það var einu sinni að Bogi Sigurðsson, þáverandi verksmiðjustjóri boðaði starfsmenn í mjölinu á fund. Þá var mjölið sett í pappírpoka sem síðan voru settir á bretti. Á fundinum kvartaði Bogi yfir því að pokunum væri […]