Kosið út í bláinn

Oft koma hin ýmis skilaboð með atkvæðaseðlum í kosningum og var engin undantekning á því á laugardaginn, í Þjóðaratkvæðagreiðslan um tillögur stjórnlagaráðs. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi hélt einni slíkri til haga og má lesa hana hér að neðan. (meira…)
Soffía Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti Samfylkingarinnar

Ég heiti Soffía Sigurðardóttir, bý á Selfossi og hef ákveðið að bjóða mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og stefni á þriðja sæti listans. Ég vil taka með afgerandi hætti þátt í því að byggja upp breytt og bætt samfélag á Íslandi og gæta þess að eftir Hrun verði ekki endurreist það óréttláta og […]
Arna Ír sækist eftir þriðja sæti á lista Samfylkingar

Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi, gefur kost á sér í 3.sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fer 16.-17. nóvember nk. Arna Ír er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Sveitarfélaginu Árborg og situr þar m.a. í fræðslunefnd auk þess að hafa gengt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. (meira…)
Heilsusamlegir starfsmenn SS á Hvolsvelli

Starfsmenn SS á Hvolsvelli hafa tekið á því með heilsusamlegum hætti síðan heilsuvika í Rangárþingi eystra var haldinn nú í haust. Þeir tóku þátt í heisluvikunni með því að bjóða upp á heilsufarsmælingar fyrir allt starfsfólk, allur matur í mötuneytinu var settur fram með næringargildisútreikningum, til þess að fólk gæti glöggvað sig á orkunni sem […]
Nýtt lag frá hljómsveitinni Afrek

Nú á dögunum sendi Eyjahljómsveitin Afrek frá sér nýtt lag. Um er að ræða endurútgáfu af laginu Stolt sem kom út á Afrek, geisladisk þeirra félaga frá árinu 2009. „ Við ákváðum að skella laginu í kántrýstíl og gefa það út aftur.“ sagði Helgi Tórshamar gítarleikari sveitarinnar og lagahöfundur „Við erum búnir að vera taka […]
Ellefu í framboði í flokksvali Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Ellefu einstaklingar hafa boðið sig fram í fjögur efstu sætin í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þar af eru tveir Eyjamann og aðeins annar þeirra búsettur í Vestmannaeyjum. Eins og fram kom á Eyjafréttum.is í gærkvöld, sækist Guðrún Erlingsdóttir eftir 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar en auk þess sækist Eyjamaðurinn Bergvin Oddsson eftir 3. sætinu en […]
Nokkuð undir landsmeðaltali

Niðurstöður 1997 árgangsins í samræmdum könnunarprófum haustsins eru komnar í hús og nemendur komnir með þær í hendur. 10. bekkur þreytti próf í íslensku, ensku og stærðfræði. Meðaleinkunnir nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) eru 5,9 í íslensku en landsmeðaltal er 6,4, í ensku 6,0 þar sem landsmeðaltalið 6,6 og 5,8 í stærðfræði en landsmeðaltalið er […]
Góð þjónusta þrífst ekki ef enginn er viðskiptavinurinn

Kaupmönnum sem Eyjafréttir ræddu við eru sammála um að verslun hafi dregist saman í Vestmannaeyjum undanfarið. Væntingar um aukna sölu til ferðamanna með tilkomu Landeyjahafnar hafi að einhverju leyti ræst en með bættum samgöngum hafi Eyjamenn sjálfir sótt meiri verslun upp á land. Ferðamenn hafi ekki náð að jafna það upp. Einnig segja þeir að […]
Guðrún Erlingsdóttir sækist eftir 2. til 3. sæti á lista Samfylkingarinnar

Guðrún Erlingsdóttir hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í 2. til 3. sætis á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Guðrún, sem síðast starfaði fyrir VR, hefur einu sinni setið á Alþingi, þá sem varaþingmaður fyrir Róbert Marshall en Guðrún sat á þingi í fimmtán daga í október 2009. Guðrún hefur verið virk í stjórnmálum […]
Erlingur í þjálfarateymi landsliðsins

Erlingur Richardsson, annar tveggja þjálfara karlaliðs ÍBV í handbolta, hefur verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Aron Kristjánsson, aðalþjálfari liðsins mun hafa tvo aðstoðarmenn, Erling og Gunnar Magnússon, sem þjálfar Kristjansand í Noregi. Gunnar hefur áður verið í þjálfarateymi landsliðsins en Erlingur kemur nýr inn í stað Óskars Bjarna Óskarssonar, sem […]