Landeyjahöfn enn í sviðsljósinu

Fyrir margt löngu var skipuð nefnd (stjórnskipuð) um samgöngu­mál Vestmannaeyjinga, með Elliða Vignisson bæjarstjóra sem formann nefndarinnar. Lítið hefur heyrst af starfsemi nefndarinnar eða af starfsslitum. Nú er komið haust eftir frámuna sumarblíðu og ekki höfum við orðið vör við það að neinar framkvæmdir hafi átt sér stað við Landeyjahöfn til að tryggja áframhaldandi siglingar […]

Bjóða flug á Bakka þegar Herjólfur siglir í �?orlákshöfn

Flugfélagið Air-Arctic sem einnig kallast Eyjaflug hefur tekið til starfa og býður m.a. upp á flug frá Bakka til Vestmannaeyja. „Við erum tveir sem keyptum flugvélarnar TF-VEV, TF-VEY og TF-VEL,“ segja eigendurnir, Bergur Axelsson flugmaður og Einar Aðalsteinsson flugvirki. (meira…)

Hærra, framar, lengra; er það ekki eðlilegur metnaður?

„Margar ástæður. Sú fyrsta er mjög „beisik“ eins og menn segja: mig langar að reyna mig í Reykjavík. Hærra, framar, lengra; er það ekki eðlilegur metnaður?“ segir Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, þegar hann er spurður um ástæðurnar fyrir því að hann hefur ákveðið að fara fram í Reykjavík í kosningum til Alþingis næsta vor. (meira…)

Lundaballið á morgun, föstudag

Hið árlega Lundaball, eða árshátíð Bjargveiðimannafélags Vestmanna­eyja, verður haldið í Höllinni á morgun, föstudag. Úteyjafélögin í Vestmannaeyjum skiptast á að halda ballið en í ár er komið að Bjarnareyingum að sjá um Lundaballið. Eins og alltaf er mikið lagt í skemmtiatriðin og hafa Bjarnarey­ingar undirbúið þau undanfarna mánuði. Þá lögðu þeir á sig ferðalag norður […]

Júlíus tekur við af �?mari

Júlíus G. Ingason hefur tekið við sem ritstjóri vikublaðsins Fréttir í Vestmannaeyjum. Ómar Garðarsson hefur ritstýrt blaðinu í um 20 ár, og starfað á blaðinu í um aldarfjórðung en sjálfur átti hann frumkvæðið að breytingunum. Ómar segir að Fréttir standi nú á ákveðnum tímamótum og rétt sé að nýr maður taki við ritstjórninni. Hann fer […]

Björgvin vill áfram leiða lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Björgvin G. Sigurðsson tilkynnti í dag að hann leitast eftir því að leiða lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum á næsta ári. „Í síðustu tveimur alþingiskosningum hef leitt lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Framboði jafnaðarmanna í Suðurkjördæmi hefur farnast vel í þeim kosningum og var Samfylkingin eftir siðustu kosningar aftur stærsti flokkurinn í kjördæminu,“ segir Björgvin […]

Ískalt vald útgerðarmannsins

Páll Scheving, bæjarfulltrúi og oddviti Vestmannaeyjalistans skrifar grein í nýjasta tölublað Frétta. Páll fer þar yfir sjávarútvegsmál og kemur m.a. inn á útgerðarmanninn sem seldi kvóta og skip úr bæjarfélaginu. Páll segir m.a., að þessi útgerðarmaður, sem eitt sinn var formaður sóknarnefndar í Landakirkju, hafi gleymt eða jafnvel misst af kenningum kirkjunnar um samfélagið, kærleika […]

Glæsilegur útisigur hjá stelpunum

ÍBV lagði Stjörnuna að velli í kvöld 21:26 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik 13:14 en leikurinn fór fram í Garðabæ. ÍBV byrjaði mjög vel í leiknum og komst m.a. í 7:2 en Stjarnan náði að jafna metin 9:9. Drífa Þorvaldsdóttir sá hins vegar til þess að ÍBV væri yfir í hálfleik […]

Siglingastofnun segir dýpi í Landeyjahöfn nægjanlegt

„Samkvæmt síðustu mælingu var dýpi í Landeyjahöfn nægjanlegt og ástandið nokkru betra en á sama tíma í fyrrahaust. Þó heldur meira jafnvægi virðist orðið frá því áhrif framburðar vegna eldgossins voru mest, þá má búast við auknum efnisburði við höfnina með haustlægðum. Verkefnið er þó enn aðeins hálfkarað á meðan nýja skipið, sem höfnin var […]

Arndís gefur kost á sér í 1. sæti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

„Ég vil sjá íslenskt samfélag blómstra utan Evrópusambandsins og reyndar er þolinmæði mín gagnvart yfirstandandi aðildarferli nú á þrotum,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, varaþingmaður VG í Suðurkjördæmi. Hún sækist eftir fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæminu fyrir næstu kosningar. (meira…)