�?fingaleikir í handbolta um helgina

Karlalið ÍBV spilar tvo æfingaleiki gegn Stjörnunni í Eyjum um helgina. Liðin mætast fyrst á morgun, föstudag klukkan 20:00 en síðari leikurinn verður svo á laugardaginn klukkan 16:30. Bæði lið leika í 1. deild í vetur en þarna gefst stuðningsmönnum ÍBV á að sjá liðið fyrir átökin í vetur. Liðið hefur tekið nokkrum breytingum frá […]

Gætu höfðað mál vegna kvótaeignar

Vestmannaeyingar hafa falið lögmönnum að skoða hvort Samherji hafi sprengt tólf prósenta kvótaþakið í gegnum flókið eignarhald á öðrum útgerðarfyrirtækjum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að höfða gæti þurft mál fyrir almennum dómstólum ef yfirvöld taka ekki á þessu. (meira…)

Kári Steinn tekur þátt

Vestmannaeyjahlaupið fer fram á laugardaginn í annað sinn. Þátttakan í fyrra fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda en um 250 manns tóku þá þátt í hlaupinu, sem var síðan valið eitt af skemmtilegustu hlaupum ársins á vefsíðunni hlaup.is. Magnús Bragason segir að skráning gangi vel og skipuleggjendur viti um nokkra hópa sem ætli að taka […]

Athugasemd vegna umræðu um sölu á Bergi �?? Huginn ehf.

Vegna misskilnings sem skapast hefur við sölu á hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi – Huginn ehf. í Vestmannaeyjum til Síldarvinnslunnar hf. vill Landsbankinn koma eftirfarandi á framfæri. Algengt er að Landsbankanum hf. og Landsbanka Íslands hf. sem nú er í slitameðferð hafi verið ruglað saman af hálfu þeirra sem fjallað hafa um málið. Landsbankinn hf. sem […]

�?skar Björgvinsson í Einarsstofu á laugardaginn 14-16

Laugardaginn 8. september kl. 14-16 verður Óskars Björgvinssonar, ljós­myndara, minnst í Einarsstofu í Safna­húsi Vestmannaeyja. Í tilefni þess að miðviku­­daginn 5. september voru rétt 70 ár liðin frá fæðingu hans mun fjölskylda Óskars afhenda ljósmyndasafn hans er spannar hartnær 40 ár úr lífi Eyjamanna. (meira…)

Nýr viðburðarvefur í Eyjum

Í gærkvöldi var vefurinn Eyjaevents.is ræstur við hátíðlega athöfn í Svölukoti en viðstaddir voru flestir af þeim sem koma að viðburðum í Eyjum með einum eða öðrum hætti. Vefinn eiga þeir Zindri Freyr Ragnarsson og Birkir Thór Högnason en þeir segja að markmiðið sé að allir viðburðir í Eyjum, verði að finna á Eyjaevents.is. (meira…)

Elísa í A-landsliðið

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði ÍBV í knattspyrnu, var í dag valin í A-landsliðið sem leikur gegn N-Írum á Laugardalsvelli 15. september og gegn Noregi á Ullevål í Osló miðvikudaginn 19. september. Besti leikmaður landsliðsins undanfarin ár, Margrét Lára, systir Elísu, getur hins vegar ekki spilað leikina tvo vegna meiðsla. (meira…)

Áratuga hefð útgerða um að halda kvótanum í Eyjum rofin

Í ályktunum sem Sjómannafélagið Jötunn og Félag vélstjóra og málmtæknimanna í Vestmannaeyjum sendu frá sér vegna sölunnar á Berg-Hugin til Síldarvinnslunnar á Norðfirði er harmað að fyrirtækjum í Vestmannaeyjum var ekki boðið að bjóða í fyrirtækið. Endurspeglar það mikla reiði Eyjamanna sem segja að með því hafi Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri og einn af stærstu eigendum […]

Fyrsta Eyjakvöld vetrarins annað kvöld

Annað kvöld, fimmtudaginn 6. september, hefja á ný göngu sína Eyjakvöldin vinsælu á Kaffi Kró. Þar kemur Blítt og létt hópurinn saman og syngur Eyjalögin. Gestum er uppálagt að taka undir með tónlistarmönnunum enda verður söngtextunum sem fyrr varpað upp á tjald, þannig að allir geta sungið með, þótt þeir kunni ekki textann. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.