Fyrsta ferð Herjólfs í dag föstudag fellur niður

Ölduspá sem lá fyrir í gær er að ganga eftir og því ófært í Landeyjahöfn. Samkvæmt spánni á ölduhæðin að ganga niður um hádegið en rísa aftur þegar líða fer á daginn. Fyrsta ferð Herjólfs fellur því niður en athugun með aðra ferð er klukkan 9. (meira…)
Sanngjarn sigur FH-inga í stórskemmtilegum leik

FH-ingar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið lagði ÍBV að velli í kvöld á Kaplakrikavelli. Lokatölur urðu 2:0 en staðan í hálfleik var 1:0. Eyjamenn byrjuðu af miklum krafti, voru meira með boltann en það voru FH-ingar sem sköpuðu sér hættulegri færi. FH komst yfir með laglegu marki á 16. mínútu og […]
�?tgerðarsögu fjölskyldunnar er lokið

Útgerðarsögu Magnúsar Kristinssonar og fjölskyldu hans er lokið, fyrirtæki hennar, Bergur-Huginn hf. hefur verið selt til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Í fréttatilkynningu sem Magnús hefur sent eyjafrettum segir hann: „Niðurstaðan eins og hún blasir við núna er ekki mín óskastaða. Helst hefðum við í fjölskyldunni viljað reka áfram okkar útgerð hér i Vestrnannaeyjum. Ég hef allt […]
Síldarvinnslan kaupir allt hlutafé í �?tgerðarfélaginu Berg-Huginn

Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. (meira…)
Tryggvi í leikmannahópi ÍBV gegn FH

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður samkvæmt heimildum Vísis í leikmannahópi liðsins sem mætir FH í Kaplakrika í Pepsi-deild karla í kvöld. Tryggvi hefur verið hefur utan hóps hjá ÍBV í kjölfar agabrots um Verslunarmannahelgina. Auk þess var samningi Eyjamanna við Eyþór Helga Birgisson rift vegna agabrots. (meira…)
Svakaleg upplifun að taka þátt í Heimsmeistaramótinu

Anna María Halldórsdóttir, Smári Harðarson og Eva Sveinsdóttir tóku öll þátt í Heimsmeistaramóti WBFF sambandsins í líkamsrækt um síðustu helgi. Fyrir mótið birtum við viðtal við þau Önnu Maríu og Smára en Anna María segir í viðtali á Vísi.is að það hafi verið svakaleg upplifun að taka þátt í mótinu. (meira…)
Stórleikur í Kaplakrika í kvöld

ÍBV og FH mætast í kvöld í frestuðum leik frá því í 10. umferð en leiknum var á sínum tíma frestað vegna þátttöku liðanna í undakeppni Evrópudeildarinnar. Í raun hefur leikurinn mun meira vægi nú en fyrir sjö umferðum síðan, þar sem FH-ingar eru að berjast um að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en ÍBV er í […]
Verð klár þegar kallið kemur

Það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvort Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, kalli á Tryggva Guðmundsson aftur inn í hópinn en Eyjamenn sækja FH-inga heim í í Pepsi-deildinni í kvöld en þetta er frestaður leikur frá því í 10. umferðinni. (meira…)
Líkur á röskun á áætlun Herjólfs næstu daga

Samkvæmt fyrirliggjandi ölduspá fyrir Landeyjahöfn næstu daga eru tölvuverðar líkur á því að röskun verði á áætlun Herjólfs. Við viljum góðfúslega biðja farþega okkar að fylgjast vel með fréttum á vefsíðu okkar www.herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi. (meira…)
Svekkjandi jafntefli gegn meistaraefnunum

Meistaraheppni segja sumir eftir að Þór/KA náði jafntefli gegn ÍBV á Hásteinsvelli í kvöld. Sannarlega voru Akureyringar heppnir að fá aðeins eitt mark á sig, eða kannski voru það leikmenn ÍBV sem voru svona óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Alltént lauk leiknum með jafntefli 1:1 en ÍBV átti m.a. þrjú skot í stöng. Jafnteflið […]